Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn. Fótbolti 14.11.2025 23:01
Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna. Fótbolti 14.11.2025 22:10
Króatar á HM en draumur Færeyja úti Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar. Fótbolti 14.11.2025 22:01
„Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Erling Braut Haaland og félagar í norska landsliðinu eru komnir inn á HM í fótbolta næsta sumar því aðeins tölfræðiútreikningur kemur í veg fyrir það. Fótbolti 14. nóvember 2025 09:02
„Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir óvæntan sigur Íra á Portúgölum í gærkvöldi og það er óhætt að segja að það hafi verið annar tónn í honum en í öðrum pistlum hans um landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson. Sport 14. nóvember 2025 07:30
Gaman í íslenska klefanum eftir leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er einu stigi frá sæti í umspili um laust sæti á HM næsta sumar eftir hagstæð úrslit í riðlinum í gærkvöldi. Fótbolti 14. nóvember 2025 06:46
Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. Fótbolti 13. nóvember 2025 23:13
Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Eftir að hafa skorað eitt marka U21-landsliðs Íslands í Lúxemborg í kvöld er Eggert Aron Guðmundsson á leið til móts við A-landsliðið, fyrir úrslitaleikinn við Úkraínu á sunnudaginn um sæti í HM-umspilinu. Fótbolti 13. nóvember 2025 22:53
Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Englendingar urðu í síðasta mánuði fyrstir Evrópuþjóða til að tryggja sig inn á HM í fótbolta næsta sumar en þeir slaka hins vegar ekkert á og unnu enn einn sigurinn í kvöld. Fótbolti 13. nóvember 2025 22:16
Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Frakkar voru í miklum erfiðleikum með að brjóta öflugt lið Úkraínu á bak aftur í kvöld, í riðli Íslands í undankeppni HM í fótbolta, en unnu á endanum 4-0 og hjálpuðu Íslendingum fyrir sunnudaginn. Fótbolti 13. nóvember 2025 22:01
Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Cristiano Ronaldo fór reiður í átt að Heimi Hallgrímssyni og lét nokkur vel valin orð falla í átt til íslenska þjálfarans, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írum í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Írarnir hans Heimis unnu frábæran sigur, 2-0. Fótbolti 13. nóvember 2025 21:49
Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Ungur áhorfandi í Bakú, þar sem Asebaísjan og Ísland áttust við í undankeppni HM í fótbolta, mætti með innrammaða jólamynd af einum leikmanna íslenska liðsins í stúkuna. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:54
„Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var sáttur eftir sigurinn á Aserbaísjan í Bakú í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar mæta Úkraínumönnum í úrslitaleik um sæti í umspili á heimsmeistaramótinu á sunnudaginn. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:51
„Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ Íslenska landsliðið sigraði Aserbaísjan í Bakú í kvöld 0-2. Sverrir Ingi Ingason skoraði seinna mark Íslands og það var ekki af verri gerðinni. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:48
„Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Jóhann Berg Guðmundsson var auðvitað ánægður í kvöld eftir stoðsendingu og sigur í sínum hundraðasta A-landsleik. Hann kveðst aldrei hafa verið í vafa um að hann næði að spila sinn hundraðasta leik. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:29
Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Sport 13. nóvember 2025 19:23
„Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Ísak Bergmann Jóhannesson var sáttur eftir sigur Íslands á Aserbaísjan, 0-2, í undankeppni HM 2026 í kvöld. Á sunnudaginn mæta Íslendingar Úkraínumönnum í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:17
Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti í umspili til að komast á heimsmeistaramótinu á næsta ári. Þetta var ljóst eftir öruggan 0-2 sigur Íslands á Aserbaísjan í Bakú. Fótbolti 13. nóvember 2025 19:00
Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Noregur verður með á HM í fótbolta næsta sumar, í fyrsta sinn frá því á síðustu öld, nema að Ítalir nái að kalla fram mesta kraftaverk fótboltasögunnar. Fótbolti 13. nóvember 2025 18:56
Sjáðu mörk Íslands í Bakú Ísland vann í kvöld ákaflega mikilvægan sigur gegn Aserbaísjan í Bakú, í undankeppni HM í fótbolta. Mörkin úr leiknum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 13. nóvember 2025 17:53
Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Jóhann Berg Guðmundsson spilar sinn hundraðasta A-landsleik í kvöld, gegn Aserbaísjan í undankeppni HM í fótbolta. Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu um „óvænta“ endurkomu Jóhanns í byrjunarliðið, á Sýn Sport fyrir leik. Fótbolti 13. nóvember 2025 16:53
Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Frumlegir og litríkir inniskór hafa fangað athygli aðdáenda enska landsliðsins í aðdraganda leikja gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM. Fótbolti 13. nóvember 2025 16:32
Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Íslands í leiknum mikilvæga á móti Aserbaísjan í undankeppni HM í kvöld sem þýðir að hann leikur sinn hundraðasta leik á Neftvi Arena í Bakú. Fótbolti 13. nóvember 2025 15:37
Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Ole Gunnar Solskjær er líklegur til að setjast í þjálfarastólinn hjá norska landsliðinu í næstu framtíð enda segist hann vera opinn fyrir því sjálfur. Fótbolti 13. nóvember 2025 15:15