Elliði Snær fór mikinn í Íslendingaslagnum Elliði Snær Vignisson átti stórleik og skoraði átta mörk fyrir Gummersbach er liðið hafði betur gegn HBW Balingen í Íslendingaslag kvöldsins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 33-25 sigur Gummersbach Handbolti 5. apríl 2024 19:30
Bjarki Már drjúgur er Vezprém fór áfram í Meistaradeildinni Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir ungverska liðið Veszprém er það tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu með sigri á Pick Szeged. Handbolti 4. apríl 2024 18:25
Haukur öflugur og Kielce flaug áfram Haukar Þrastarson og félagar í pólska handknattleiksliðinu Kielce eru komnir í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir flottan sigur á GOG frá Danmörku í dag. Handbolti 3. apríl 2024 18:55
Umfjöllun: Lúxemborg - Ísland 15-31 | EM draumurinn lifir góðu lífi Ísland rúllaði yfir Lúxemborg ytra. Íslenska liðið nýtti sér gæðamuninn og var aldrei í vandræðum. Leikurinn endaði með sextán marka sigri Íslands 15-31. Handbolti 3. apríl 2024 18:40
„Þetta er sorgardagur“ Einn allra besti handboltamaður allra tíma, Mikkel Hansen, tilkynnti í dag opinberlega á blaðamannafundi að hann myndi leggja skóna á hilluna í sumar. Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Danmerkur, vill ekki lofa því að Hansen muni fyrst spila á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 3. apríl 2024 14:31
Stjarnan fær máttarstólpa úr föllnu liði Selfoss Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur tryggt sér krafta unglingalandsliðsmannsins Hans Jörgens Ólafssonar sem kemur í Garðabæinn í sumar frá Selfossi, þar sem hann hefur ávallt spilað. Handbolti 3. apríl 2024 14:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 22-29 | Hafnfirðingar deildarmeistarar FH er deildarmeistari Olís-deildar karla árið 2024. Liðið sigraði Gróttu sannfærandi í kvöld, lokatölur 22-29. Á meðan tapaði Valur gegn KA á Akureyri og því ómögulegt fyrir Val að ná í skottið á FH-ingum í töflunni þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni. Handbolti 2. apríl 2024 22:10
Aron: Hrikalega stoltur og ánægður með þennan titil FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Olís-deild karla í kvöld. Varð það ljóst eftir að liðið sigraði Gróttu, 22-29, og að Valur tapaði gegn KA, 34-29. Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var sáttur með andann og drifkraftinn í liðsfélögum sínum í kvöld en liðið hafði tapað síðustu tveimur leikjum. Handbolti 2. apríl 2024 21:46
Olís deild karla: Víkingur og Selfoss fallin Þegar enn er ein umferð eftir af deildarkeppni Olís-deildar karla í handbolta er ljóst að Víkingur og Selfoss eru fallin. Þá varð FH deildarmeistari í kvöld sem og ljóst er hvaða átta lið fara í úrslitakeppnina. Handbolti 2. apríl 2024 21:25
EM-sætið undir í vikunni: „Erum búin að bíða eftir þessu í töluverðan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er aðeins tveimur sigrum frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss næsta vetur. Handbolti 2. apríl 2024 17:01
Hansen leggur skóna á hilluna í sumar Einn besti handboltamaður síðustu ára, Daninn Mikkel Hansen, mun henda skónum upp í hillu í sumar. Handbolti 2. apríl 2024 14:31
Landsliðið til Lúxemborgar en þrjár urðu eftir á Íslandi Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun af stað til Lúxemborgar þar sem liðið mætir heimakonum á miðvikudag, í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM. Handbolti 1. apríl 2024 11:45
Tvö Íslendingalið í Þýskalandi með áttunda sigurinn í röð Þýska handboltaliðið Magdeburg og þýska körfuboltaliðið Alba Berlin héldu bæði sigurgöngu sinni áfram í dag en íslenskir leikmenn eru í aðalhlutverki hjá báðum liðum. Handbolti 31. mars 2024 15:46
Sex sigrar í síðustu sjö leikjum hjá strákunum hans Guðjóns Vals Íslendingaliðið Gummersbach er að gera góða hluti í þýska handboltanum þessa dagana og vann sinn þriðja leik í röð í dag. Handbolti 31. mars 2024 14:37
Ætlar að hjálpa Íslandi inn á EM en fara svo í frí Elín Jóna Þorsteinsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta voru með á síðasta heimsmeistaramóti og þær geta í næstu viku tryggt sér sæti á öðru stórmótinu í röð. Handbolti 31. mars 2024 13:40
„Það er bara veisla framundan“ Evrópuævintýrið heldur áfram hjá Óskari Bjarna Óskarssyni og leikmönnum hans hjá Val. Liðið sigraði rúmenska liðið Steaua Búkarest í kvöld í N1-höllinni, 36-30, og unnu einvígið samanlagt með sjö mörkum. Handbolti 30. mars 2024 20:33
Sannfærandi hjá Leipzig í Íslendingaslag Leipzig hrósaði átta marka sigri á útivelli, 17-25, gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Handbolti 30. mars 2024 19:59
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Steaua 36-30 | Valsmenn á leið í undanúrslit í Evrópukeppni Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppni karla með 36-30 sigri gegn rúmenska félaginu CSA Steaua Bucuresti Hlíðarenda. Gestirnir frá Rúmeníu áttu aldrei möguleika og Valsmenn léku á alls oddi. Alexander Petersson var markahæstur með átta mörk úr átta tilraunum. Samtals sjö marka sigur úr einvígi liðanna. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi síðar í kvöld. Handbolti 30. mars 2024 19:32
Tíu marka sigur í fyrsta leik úrslitakeppninnar Kadetten Schaffhausen, lið Óðins Þórs Ríkharðssonar, vann fyrsta leik sinn í úrslitakeppni svissnesku úrvalsdeildarinnar, 34-24 gegn Wacker Thun. Handbolti 30. mars 2024 19:28
Haukur deildarmeistari með Kielce Haukur Þrastarson og félagar í Kielce eru pólskir deildarmeistarar eftir 21 stigs sigur á Lubin í lokaumferðinni í dag, 47-26. Handbolti 30. mars 2024 17:00
„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Handbolti 30. mars 2024 13:00
„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“ Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember. Handbolti 29. mars 2024 19:00
Skarphéðinn Ívar til liðs við Hauka Skarphéðinn Ívar Einarsson er genginn í raðir Hauka frá KA. Hann skrifar undir þriggja ár samning á Ásvöllum. Handbolti 29. mars 2024 15:31
Díana Dögg fundið sér nýtt lið í Þýskalandi Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, hefur samið við þýska efstu deildarliðið Blomberg-Lippe. Semur hún til tveggja ára. Handbolti 29. mars 2024 13:16
Bjarki Már og félagar í góðri stöðu Veszprém lagði Pick Szeged með sjö marka mun í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Þá fór Hákon Daði Styrmisson hamförum í þýsku B-deildinni. Handbolti 28. mars 2024 23:01
Góður árangur í Evrópu dýru verði keyptur fyrir leikmenn Vals Karlalið Vals í handbolta er nú einu skrefi frá undanúrslitum Evrópubikarsins. Karla- og kvennalið félagsins hafa gert sig gildandi í Evrópukeppnum undanfarin tímabil en góðum árangri fylgir einnig mikill kostnaður. Hver og einn leikmaður Vals skuldbindur sig í nokkur hundruð þúsund króna kostnað fyrir hverja umferð í Evrópu. Formaður handknattleiksdeildar félagsins vill meiri pening inn í íþróttahreyfinguna til að létta undir með félögunum og leikmönnum þeirra. Handbolti 28. mars 2024 11:30
Danirnir ánægðir með Guðmund: „Enginn að kvarta yfir þessu hér“ Guðmundur Guðmundsson á að baki langan og farsælan feril í handboltanum. Fyrst sem leikmaður og nú sem þjálfari. Þrátt fyrir þennan langa feril er Guðmundur hvergi nærri því að fá nóg af öllu þessu handboltabrölti. Hann finnur fyrir gríðarlegri ástríðu fyrir sínu starfi. Handbolti 28. mars 2024 10:01
Menn fái sér páskaegg númer tvö en ekki tíu Valur getur með sigri gegn Steaua Búkarest, á laugardaginn kemur, tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópubikarsins í handbolta. Stórleikur sem fram fer í N1-höllinni að Hlíðarenda. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir undirbúning sinna manna með hefðbundnum hætti fyrir leik. Hann tekur ekki fyrir páskaeggja át sinna manna en segir það betra ef þeir fari í páskaegg númer tvö frekar en tíu. Handbolti 28. mars 2024 09:30
„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Handbolti 27. mars 2024 22:32
Viktor Gísli sagður á leið til Barcelona Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er sagður vera búinn að semja um skipti til spænska stórliðsins Barcelona eftir næstu leiktíð. Handbolti 27. mars 2024 22:10