

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags
Darko Milinovic, bæjarstjóra Gospic í Króatíu, var ekki skemmt yfir þeirri ákvörðun alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, að gefa Króötum ekki seinni leik kvöldsins á HM í handbolta í gær, þrátt fyrir að þeir væru gestgjafar. Hann ákvað að gefa bæjarbúum frí til að mæta á leikinn.

Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“
Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld.

Sigurmark frá miðju og Dagur mætir Frökkum
Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar.

Sturluð endurkoma og Dagur í undanúrslit
Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu.

Strákarnir hans Arons kvöddu með sigri
Bareinska karlalandsliðið í handbolta, sem Aron Kristjánsson stýrir, vann Alsír, 26-29, í lokaleik sínum á HM. Barein endaði í 29. sæti á mótinu.

Segir að Viktor Gísli sé einn af þremur bestu markvörðum heims
Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram og einn sérfræðinga Besta sætisins um HM í handbolta, telur að Viktor Gísli Hallgrímsson sé einn af þremur bestu markvörðum í heimi.

„Við getum bara verið fúlir“
Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið.

Aðeins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ísland á HM
Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir.

Fyrsta liðið sem situr eftir með átta stig
Ísland er eina liðið sem hefur setið eftir þrátt fyrir að hafa fengið átta stig í milliriðli eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp á HM í handbolta karla.

Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM
Aðeins þrír markverðir á heimsmeistaramótinu í handbolta karla eru með betri hlutfallsmarkvörslu en Viktor Gísli Hallgrímsson. Hann varði fjörutíu prósent þeirra skota sem hann fékk á sig á HM.

Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“
Haukur Þrastarson olli þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Einari Jónssyni miklum vonbrigðum með frammistöðu sinni gegn Argentínu í lokaleik Íslands á HM í gær.

Viktor Gísli besti maður Íslands á HM
Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson.

HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn
Strákarnir okkar hafa lokið leik á HM og það þýðir bara eitt. Síðasti þátturinn af HM í dag fer í loftið í dag.

Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“
Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta en liðið komst ekki í átta liða úrslit. Það er ár í næsta stórmót en hvernig lítur dæmið út fyrir framhaldið?

HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“
Það lítur út fyrir að Handknattleiksamaband Íslands hafi verið búið að gefa upp vonina um sæti í átta liða úrslitum fyrir lokaumferðina í gær. Besta sætið fór yfir viðtal við Gísla Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn þar sem fram kom að sambandið var farið að plana heimför fyrir leikinn.

Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu
Ísland lagði Argentínu fyrr í dag í síðasta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta. Vel var mætt á leikinn þrátt fyrir vonbrigðin gegn Króatíu í síðasta leik.

Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið
Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni.

Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim
Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst.

Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun
Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Guðmundur hefur trú á Slóveníu
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“
„Ég er ennþá drullufúll út af stöðunni sem við erum í. Hann er búinn að sitja í okkur, þessi Króataleikur, við sýndum það klárlega fyrstu fimmtán, tuttugu mínúturnar en Snorri tók leikhlé og sparkaði aðeins í rassgatið á okkur. Það virkaði fínt,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Argentínu.

Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“
„Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM.

Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi
Ísland vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í lokaleik sínum í milliriðli 4 á HM í handbolta. Margir leikmenn íslenska liðsins spiluðu vel í leiknum.

Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið
Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristjánsson ætla allir í sjósund í Nauthálsvík í kvöld komist íslenska landsliðið í átta liða úrslitum á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“
„Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu.

Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sinn fimmta sigur í sex leikjum með liðið vann níu marka sigur á Argentínu, 30-21, í þriðja og síðasta leik sínum í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta.

Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld
„Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta.

Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum
Portúgal vann 46-28 stórsigur gegn Síle og tryggði sér efsta sætið í þriðja milliriðlinum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Síle endar stigalaust í neðsta sætinu. Portúgal mun mæta Þýskalandi, lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, í átta liða úrslitum.

Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni
Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins.

Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma
Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011.