Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Eyjamenn úr leik eftir tap í Prag

ÍBV er úr leik í Evrópubikarkeppni karla í handbolta eftir sjö marka tap gegn Dukla Prag í kvöld, 32-25. Eyjamenn unnu fyrri leik liðanna með einu marki og töpuðu því einvíginu samtals með sex marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

Þriggja marka sigur Vals dugði ekki

Valur vann þriggja marka sigur ytra á spænska liðinu Elche í síðari leik liðanna í Evrópubikar kvenna í handbolta í dag, lokatölur 18-21. Það dugði þó ekki til þar sem Valur tapaði fyrri leik liðanna með fimm marka mun.

Handbolti
Fréttamynd

ÍBV með dramatískan sigur í Prag

ÍBV vann nauman eins marks sigur á Dukla Prag í fyrri leik liðanna í Evrópubikarkeppni karla í handbolta. Lokatölur í Prag 34-33 þar sem sigurmarkið kom í síðustu sókn leiksins. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun, einnig ytra.

Handbolti
Fréttamynd

„Erum á lífi fyrir leikinn á morgun“

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals var ósáttur með varnarleik sinna kvenna þegar topplið Olís deildar kvenna í handbolta tapaði með fimm mörkum ytra gegn Elche í fyrri leik liðanna í Evrópubikar kvenna. Síðari leikur liðanna fer fram á Spáni á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Aron tekur aftur upp bareinska þráðinn

Aron Kristjánsson stýrir Barein á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í næsta mánuði. Þetta verður þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Íslendingur verður við stjórnvölinn hjá Barein.

Handbolti
Fréttamynd

Tólf íslensk mörk í öruggum sigri Gummersbach

Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann öruggan sex marka sigur er liðið heimsótti Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 31-37. Hvorki fleiri né færri en tólf íslensk mörk litu dagsins ljós í leiknum.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegt mark Ómars vekur athygli

Ómar Ingi Magnússon er í hörkuformi fyrir komandi heimsmeistaramót þar sem Ísland hefur leik eftir rúman mánuð. Glæsimark hans í Meistaradeildinni í gærkvöld hefur vakið athygli.

Handbolti