„Mamma og pabbi reikna þetta út“ Sindri Sverrisson skrifar 22. janúar 2024 10:00 Viktor Gísli Hallgrímsson hefur staðið sig vel á EM en vill meiri árangur. VÍSIR/VILHELM Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, segir að mótherjar dagsins á EM, Króatar, spili svipaðan handbolta og liðin sem Ísland mætti í fyrstu leikjunum á mótinu. Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Ísland er án stiga í sínum milliriðli en á enn möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna, eins og markmiðið var fyrir mótið. Viktor kveðst lítið spá í þeirri stöðu. „Flott að þetta sé ennþá í gangi en við þurfum að fókusa mest á sjálfa okkur,“ segir Viktor en er enginn í liðinu uppteknari en annar af því að rýna í flóknar stöður sem geta komið upp á stórmóti? „Ég fæ nú bara mest að heyra þetta frá fjölskyldunni minni. Mamma og pabbi reikna þetta út en ég reyni bara að fókusa á einn dag í einu. Hver dagur þarf að vera góður til að næsti leikur verði góður.“ Klippa: Viktor býst við meiri Balkan-handbolta Burtséð frá öðru er ljóst að Ísland verður að vinna Króatíu í dag til að ÓL-draumurinn lifi, og það er hægara sagt en gert. „Þetta verður erfiður leikur, meiri svona „Balkan-handbolti“ eins og við vorum að spila í riðlinum til að byrja með á þessu móti. Þeir eru með helvíti marga góða leikmenn og við erum tilbúnir í hörkuleik. Þeir misstu [Ivan] Martinoivc, aðal hægri skyttuna sína, sem var búinn að vera helvíti góður, og [Domagoj] Duvnjak er eitthvað veikur. En þeir eru með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila á háu stigi, svo þetta er alls ekki veikt lið. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Viktor en viðtalið við hann var tekið á hóteli landsliðsins í Köln í gær. Viktor kveðst ósáttur með eigin frammistöðu og varnarleikinn í tapinu gegn Frökkum í fyrradag. „Fyrir leikinn við Frakka var þetta búið að vera ágætt [hjá mér]. Það var enginn hörmulegur leikur fyrr en þá. Vörnin er búin að hjálpa mér mikið, nema í [fyrradag]. Þá klikkaði vörn og markvarsla í fyrsta skipti. En mér er alveg sama um einhverja einstaklingsframmistöðu. Það sem skiptir máli er hvernig liðinu gengur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Króatíu í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira