Króatísk goðsögn ósátt með liðið: „Eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Filip Glavas og félagar hans í króatíska landsliðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM. getty/Tom Weller Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari með króatíska handboltalandsliðinu er ekki hrifinn af frammistöðu þess á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi. EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira