Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Heimsúrvalið hafði betur á þriðja degi forsetabikarsins

Af alls átta viðureignum í gær voru það aðeins Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt Tony Finau og Max Homa sem unnu sín einvígi fyrir Bandaríkjamenn. Heimsúrvalið hefur því náð að minnka forskot Bandaríkjanna úr sex niður í fjóra vinninga.

Golf
Fréttamynd

Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins

Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag.

Golf
Fréttamynd

Steinninn í liði með Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu.

Golf
Fréttamynd

Púttaði frá sér sigurinn

Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana.

Golf
Fréttamynd

Schauffele heggur á forskot Scheffler

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler leiðir Tour Championship á 19 höggum undir pari eftir annan dag mótsins en landi hans, Xander Schauffele er ekki langt á eftir.

Golf
Fréttamynd

Kristján og Guðrún sigruðu Korpubikarinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili stóðu uppi sem sigurvegarar í Korpubikarnum í golfi, lókamótinu á stigamótaröð Golfsambands Íslands, GSÍ.

Golf
Fréttamynd

Ragnhildur komst ekki í gegnum niðurskurð

Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, komst ekki í gegnum niðurskurð á úrtökumóti fyrir LPGA-mótaröðina á Rancho Mirage-golfvellinum í Kaliforníu í nótt.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods að safna liði

Tiger Woods ætlar að taka frumkvæðið í baráttunni fyrir framtíð bandarísku PGA-mótaraðarinnar í golfi nú þegar forríku Sádarnir tæla til sína hvern kylfinginn á fætur öðrum.

Golf
Fréttamynd

Haraldur Franklín leikur lokahringinn

Har­ald­ur Frank­lín Magnús, Haraldur Franklín Magnús, hefur leikið fyrstu þrjá hringina á ISPS Handa World In­vitati­onal-mót­inu, sem er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, á einu höggi undir pari vallarins en mótinu lýkur í Norður-Írlandi í dag.

Golf
Fréttamynd

Myndafjör: Golfmót FM957

Partý golfmót FM957 var haldið í sjöunda sinn á golfvelli GKG í garðarbæ síðastliðinn föstudag. Áttatíu og fjórir keppendur tóku þátt en upphaf mótsins má rekja aftur til ársins 2015 en keppnisfyrirkomulagið var þannig að tveggja manna lið spiluðu saman í svokölluðum Texas scramble stíl.

Lífið
Fréttamynd

Segist lélegasti kylfingurinn sem hefur fjórum sinnum farið holu í höggi

Arnór Guðjohnsen, fyrrverandi knattspyrnukappi — einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt —, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á Grafarholtsvellinum í gær. Þetta er í fjórða skipti sem Arnór fer holu í höggi en hann segir að þetta hafi verið skemmtilegasta hola-í-höggi hingað til.

Golf
Fréttamynd

Þrír LIV-kylfingar töpuðu máli gegn PGA

Þrír kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi hafa tapað máli gegn bandarísku PGA-mótaröðinni fyrir bandarískum dómstólum. Þeir kröfðust þess að fá að spila á FedEx-mótinu.

Golf