Bernard Langer frestar kveðjustundinni á Masters um eitt ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 16:01 Bernard Langer í græna jakkanum fræga en þýsku kylfingurinn vann Mastersmótið bæði 1985 og 1993. Getty/Andrew Redington Bernard Langer hefur unnið Mastersmótið í golfi tvisvar sinnum og líkt og allir fyrrum meistarar þá má hann alltaf taka þátt í risamótinu. Þýski kylfingurinn verður þó ekki með í ár. Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn. Masters-mótið Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ástæðan er sú að Langer sleit hásin í febrúarmánuði. Hann hafði hins vegar planað það að enda keppnisferil sinn á Mastersmótinu í ár en kappinn er orðinn 66 ára gamall. Hann frestar því kveðjustundinni um eitt ár og segist stefna á það að vera með á Mastersmótinu á næsta ári. „Mjög líkleg já,“ sagði Bernhard Langer við Reuters aðspurður um hvort Mastersmótið á næsta ári yrði það síðasta hjá honum á ferlinum. „Ég vona það en það fer allt eftir því hvernig endurhæfingin gengur,“ sagði Langer. ESPN segir frá. „Endurhæfingin gengur annars vel eins og er og ég ætti að gera snúið aftur eftir um tvo mánuði,“ sagði Langer. Langer á að baki fjörutíu Mastersmót en hann tók þátt í tíu Ryder-bikarkeppnum og er meðlimur í Heiðurshöll golfsins. Langer vann fyrsta Mastersmótið sitt árið 1985 og á næsta ári verða því liðin fjörutíu ár frá þeim tímamótum. Hann vann þá dramatískan sigur eftir að hafa unnið upp fjögurra högga forskot á lokadeginum. Hann tryggði sér sigurinn með því að fá fugl á fjórum af síðustu sjö holunum. Langer vann síðan aftur átta árum síðar. Mastersmótið í golfi verður í beinni á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá fyrsta degi hefst klukkan 18.30 á fimmtudaginn. Daginn áður verður sýnt frá Par 3 keppninni en útsendingin frá henni hefst klukkan 18.30 á miðvikudaginn.
Masters-mótið Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira