Öngþveiti á sporbraut um Mars Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Erlent 11. febrúar 2021 21:02
Bein útsending: Geimferðir til Mars Reikistjarnan Mars hefur verið uppspretta áhuga og sögusagna í árþúsundir, enda áberandi á himninum, skær og rauð. Ari Kristinn Jónsson, rektor við Háskólann í Reykjavík, fjallar um geimferðir til Mars í fyrsta vísindafyrirlestri skólans sem verða vikulega næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. Ari Kristinn starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni, NASA. Innlent 9. febrúar 2021 11:31
SN9 sprakk í loft upp við tilraunaskot Ný frumgerð geimfars SpaceX lenti það harkalega eftir tilraunaskot í gærkvöldi að eldflaugin sprakk í loft upp. Um var að ræða tilraunaskot þar sem frumgerðinni, sem bar heitið SN9, var skotið hátt á loft og reynt var að lenda eldflauginni aftur. Erlent 3. febrúar 2021 08:32
Bæði Bezoz og Branson sendu geimför út í geim Undanfarna daga hafa nokkrar vendingar átt sér stað í þróun geimferða. Tvö einkafyrirtæki gerðu mikilvægar tilraunir með því að skjóta tveimur geimförum út í geim og Geimvísindastofnun Bandaríkjanna kveikti í fyrsta sinn á hreyflum eldflauga sem eiga að skjóta geimförum til tunglsins og jafnvel lengra. Erlent 18. janúar 2021 12:06
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. Lífið 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. Erlent 7. janúar 2021 08:31
Ösku upprunalega „Scotty“ var smyglað í geimstöðina 2008 Ösku leikarans James Doohan, sem var hvað þekktastur fyrir að leika Montgomery Scott í upprunalegu Star Trek sjónvarpsseríunni, var smyglað um borð í Alþjóðlegu geimstöðina árið 2008. Mjög fáir hafa vitað af því þar til nú. Lífið 27. desember 2020 22:20
Geimfararnir sem stefna á tunglið Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) opinberaði í gær hóp geimfara sem hafa verið valdir til að taka þátt í Artemis áætluninni. Hún snýr að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á nýjan leik og nota það sem stökkpall fyrir geimferðir lengra út í sólkerfið og þá sérstaklega til mars. Erlent 10. desember 2020 13:10
Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. Erlent 10. desember 2020 08:15
Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. Erlent 9. desember 2020 08:31
Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. Erlent 8. desember 2020 12:57
Fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn fallinn frá Bandaríski flugmaðurinn Chuck Yeager, sem var fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn 97 ára að aldri. Eiginkona Yeager, Victoria Yeager, greindi frá andlátinu á Twitter. Erlent 8. desember 2020 08:27
Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. Erlent 6. desember 2020 14:47
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. Erlent 5. desember 2020 09:01
Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Ríkismiðlar Kína segja að geimfarið Chang'e 5 sé nú á leið aftur til jarðarinnar eftir að hafa lent á tunglinu og tekið þaðan sýni. Geimfarið lenti á tunglinu fyrr í vikunni. Erlent 3. desember 2020 16:01
Arecibo-útvarpssjónaukinn hruninn Móttökutæki Arecibo-útvarpssjónaukans á Púertó Ríkó hrundi meira en 120 metra niður á endurvarpsdisk hans í dag. Nýlega var ákveðið að taka sjónaukann úr notkun vegna skemmda sem höfðu orðið á honum. Erlent 1. desember 2020 16:31
Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. Erlent 1. desember 2020 16:02
Rannsóknir á heimskautaísnum í hættu Útlit er fyrir að gervihnattamælingar á þykkt íssins og norður- og suðurheimskautinu leggist af um nokkra ára skeið á meðan nýrrar kynslóðar gervitungla er beðið. Erlent 30. nóvember 2020 15:27
Undarleg málmsúla fannst í eyðimörk Utah Undarleg málmsúla fannst víst í miðjum óbyggðum Utah og enginn virðist vita hvaðan hún kom. Erlent 24. nóvember 2020 15:15
Kínverjar senda geimfar til tunglsins Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót. Erlent 24. nóvember 2020 08:15
Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Erlent 22. nóvember 2020 12:35
Sjónarsviptir að fyrrum stærsta útvarpssjónauka heims Uppgötvun tifstjarna sem leiddi til Nóbelsverðlauna og leit að lífi utan sólkerfisins eru á meðal þess sem Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó færði heiminum. Ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að sjónarsviptir verði að sjónaukanum. Erlent 21. nóvember 2020 21:31
Ætla að loka Arecibo vegna hættu Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi í Púertó Ríkó verður ekki starfræktur lengur. Um mikið högg fyrir geimvísindamenn er að ræða en margir reiða sig á sjónaukann til að finna plánetur, smástirni og jafnvel vísbendingar um vitsmunalíf í geimnum. Erlent 19. nóvember 2020 20:55
Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufræði er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum upp losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerð á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Erlent 18. nóvember 2020 23:00
Geimfararnir komnir að Alþjóðlegu geimstöðinni Geimferja SpaceX með fjóra geimfara innanborðs lagði að Alþjóðlegu geimstöðinni á braut um jörðu í nótt. Þetta var fyrsta reglulega ferð einkarekna geimferðafyrirtækisins með geimfara til geimstöðvarinnar. Erlent 17. nóvember 2020 09:49
Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Erlent 16. nóvember 2020 11:31
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. Erlent 15. nóvember 2020 22:07
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. Erlent 11. nóvember 2020 17:00
Farmurinn tryggður fyrir heimför eftir heimsóknina til smástirnis Bandaríska geimfarið Osiris-Rex er nú tilbúið til heimfarar eftir að lokið var við að tryggja dýrmætan farm þess, sýni af yfirborði smástirnisins Bennu, í gær. Sýnið berst þó ekki til jarðar fyrr en í september árið 2023. Erlent 30. október 2020 12:14
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. Erlent 26. október 2020 17:59