Þetta er ungt og leikur sér Þessi risastóra mynd er byggð á vinsælli skáldsögu eftir Suzanne Collins og gerist í ótilgreindri framtíð. Norður-Ameríka heitir nú Panem og er skipt niður í 12 fylki. Einu sinni á ári leggur hvert fylki til strák og stelpu (á aldursbilinu 12-18 ára) sem send eru í óhuggulega útsláttarkeppni þar sem 24 ungmenni berjast um sigur, en aðeins eitt þeirra mun lifa keppnina af. Gagnrýni 29. mars 2012 14:30
Meðalmennska á Manhattan Leikararnir halda myndinni á floti. Þá er umhverfið notað á skemmtilegan máta og ætti að kitla ferðataugar hvers þess sem hefur sótt Manhattan heim. Lítið merkilegt en ekki leiðinlegt. Gagnrýni 27. mars 2012 12:00
Rotturnar flýja frá borði Niðurstaða:Spennandi fjármáladrama, drekkhlaðið úrvalsleikurum. Gagnrýni 24. mars 2012 10:00
Rík af andrúmslofti og tilfinningu Víkartindur er þemaplata sem fjallar um strand samnefnds fraktskips á Suðurlandi vorið 1997. Verkinu er skipti í 10 kafla, en tónlistin er tilraunakennd og flæðandi spunatónlist, án orða en rík af andrúmslofti, litbrigðum og tilfinningu. Klukkutími af flæðandi spuna. Gagnrýni 22. mars 2012 20:00
Fínt popp úr verksmiðjunni Lana Del Rey vakti heimsathygli í fyrra með laginu Video Games, sem var eitt af lögum ársins hjá mörgum tónlistarmiðlum, og platan hennar Born to Die fór beint í fyrsta sæti sölulista í sjö löndum, þ.ám. Bretlandi. Lana Del Rey er listamannsnafn Elisabeth Woolridge Grant, 25 ára stelpu frá New York sem hóf söngferilinn sem Lizzy Grant fyrir þremur árum. Gagnrýni 22. mars 2012 14:00
Orðheppinn götustrákur Skemmtileg bók en þýðingin er hins vegar afspyrnu léleg og ættu þeir sem tök hafa á að nálgast bókina á frummálinu. Gagnrýni 21. mars 2012 17:03
Fallbyssufóður óskast Alvöru hermenn leika aðalhlutverkin í þessari hörmulegu hasarmynd, sem virðist gerð til þess eins að hvetja amerísk ungmenni til að grípa til vopna fyrir ættjörðina. Herinn þarf ávallt meira fallbyssufóður og auðtrúa unglingar, aldir upp á skotleikjum og þjóðrembingi, eru móttækilegastir fyrir boðskapnum. Gagnrýni 20. mars 2012 20:00
Fjörugt og fyndið en líka tragískt Sérlega skemmtileg uppfærsla þar sem saman fer fagur söngur og skemmtileg leikstjórn. Á vissan hátt er hún tímamótaviðburður í tónlistarlífinu. Þetta er í fyrsta sinn sem maður sér alvöru óperusýningu á Íslandi. Í húsi með réttum hljómburði fyrir slíka sýningu og á sæmilega stóru sviði. Í samanburðinum var Töfraflautan í haust bara upphitun. Ég held að við getum öll verið stolt af árangrinum. Gagnrýni 20. mars 2012 10:00
Góða veizlu gjöra skal Þrír unglingspiltar ákveða að halda partý þegar foreldrar eins þeirra eru að heiman, en veislan er fljót að fara úr böndunum. Hressilegt partý en fremur misheppnuð mynd. Project X inniheldur enga brandara, engar spaugilegar kringumstæður og ekki eina einustu aðlaðandi persónu. Stuðið er til staðar en það dugir ekki til. Gagnrýni 16. mars 2012 11:00
Gjörningar sem ganga undrum næst Rúrí á stórglæsilegan feril að baki. Skilaboð verkanna eru einföld og stundum er þeim lamið ofan í listunnandann með öllum tiltækum ráðum án þess þó að ganga of nærri honum. Gagnrýni 14. mars 2012 20:00
Hæg og angurvær Á heildina litið er Kveldúlfur mjög fín plata. Fyrsta ómissandi íslenska poppplatan á árinu 2012. Gagnrýni 14. mars 2012 10:15
Réttur maður í verkið Mikilvægasta plata Bruce Springsteen í langan tíma. Gagnrýni 10. mars 2012 13:00
Ofsafengin hópatriði Vesalingarnir eftir Alain Boublil og Claude-Micher Schönberg. Sýnt í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri: Selma Björnsdóttir, tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, leikmynd: Finnur Arnar Arnarson, búningar: María Th. Ólafsdóttir, lýsing: Lárus Björnsson og Ólafur Ágúst Stefánsson. Leikarar: Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Egill Ólafsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson og fleiri. Gagnrýni 9. mars 2012 11:00
Smá djók Umfjöllunarefni dansverksins Úps! er grín í víðri merkingu. Sýningin sjálf er líka partur af umfjöllunarefninu að því leyti að hún er uppfull af sviðsettum klaufaskap, mistökum og vandræðagangi sýnendanna. Ofan á allt þetta er æfingaferlið og undirbúningur sýningarinnar partur af gríninu. Gagnrýni 8. mars 2012 11:00
Harry Potter og pissupásan Þessi vel heppnaði hryllingur hélt mér í heljargreipum þar til um miðbik myndar, en þá ákvað sýningarstjórinn að kominn væri tími á pissupásu og dembdi autotjúnuðu partýpoppi yfir skelfda áhorfendur þar til seinasti hrollurinn var farinn úr liðinu. Ég átti verulega erfitt með að komast inn í myndina að þessu loknu og lít svo á að þarna hafi verið framið listrænt skemmdarverk. Gagnrýni 7. mars 2012 14:00
Áfram kristmenn krossmenn Óvenjuleg mynd sem fer vel af stað en tapar áttum. Butler nær þó að ýta skrjóðnum langleiðina heim. Gagnrýni 7. mars 2012 10:00
Raunverulegur sýndarheimur Svartur á leik húðar viðfangsefni sitt ekki í sykur. Gríðarlegt magn af eiturlyfjum hverfur upp í nasir aðalpersónanna og ofbeldið er á köflum yfirgengilegt. En svona er þetta. Þetta er raunveruleiki sem fullt af fólki býr við og kjánaleg samtöl um kóla og kúlur eiga fullkomlega við. Óskar og félagar sýna raunverulega mynd af sýndarheiminum í frábærri spennumynd. Gagnrýni 2. mars 2012 11:45
Villtur æskublómi Það mikilvægasta af öllu er að varðveita barnið sem í listamanninum býr og það hafa þær systur Sara og Svanhildur svo sannarlega gert og sverja sig þannig í ætt við íslenskar hefðir. Gagnrýni 2. mars 2012 11:00
Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Gagnrýni 1. mars 2012 11:30
Skemmtilegur kvíðasjúklingur Einfaldlega flókið er fyrsta sólóplata Hallgríms Oddssonar, en hann hefur eitthvað fengist við tónlist áður. Hann var um tíma söngvari hljómsveitarinnar Stripshow og er meðlimur í Fjallabræðrum. Gagnrýni 29. febrúar 2012 16:30
Hreinræktuð hasarmynd Haywire er vissulega formúlumynd en framsetningin lyftir henni upp fyrir meðalmennskuna. Slagsmálasenurnar eru magnaðar enda er aðalleikkonan, Gina Carano, mikil bardagalistakona og hefur oftast betur gegn misfærum ofbeldismönnum. Soderbergh kvikmyndar sjálf slagsmálin í stað þess að púsla þeim saman eftirá með leifturklippingu. Fyrir vikið verða atriðin því bæði trúverðugri og tilkomumeiri. Gagnrýni 27. febrúar 2012 11:00
Vafasamt kapphlaup Leyniþjónustumennirnir FDR og Tuck eru bestu vinir í öllum heiminum en fara fyrir slysni að "deita“ sömu konuna. Þegar upp kemst um aðstæður ákveða þeir að búa til leikreglur og láta konuna velja þann sem henni líst betur á, en hún hefur ekki minnstu hugmynd um að þeir þekkist. Upphefst um leið mikið kapphlaup þar sem spæjararnir keppast við að vinna hug og hjarta konunnar, en í keppninni notfæra þeir sér aðstöðu sína innan leyniþjónustunnar til hins ítrasta. Gagnrýni 22. febrúar 2012 06:00
Tætum og tryllum Safe House fer kröftuglega af stað en undir miðbik fer að halla eilítið undan fæti og kunnuglegar klisjurnar hrannast upp. Leikstjórinn sér þó til þess að engum leiðist, og er það almennur ærslagangur sem heldur myndinni á floti til enda. Washington hefur nærveru á við tvo og kemur það sér ágætlega þar sem Reynolds er litlaus þumbi. Gagnrýni 21. febrúar 2012 08:00
Grátur og gnístran tanna Ekki alslæm mynd, en rembist ítrekað við að græta áhorfendur. Leikararnir halda þessu uppi. Hinn ungi Thomas Horn stendur sig frábærlega í sínu hlutverki og Tom Hanks er traustur sem hressi pabbinn. Gagnrýni 20. febrúar 2012 15:00
Melódísk og tregafull Low Roar er listamannsnafn Ryans Karazija frá Kaliforníu. Ryan var áður meðlimur í hljómsveitinni Audrye Sessions sem gaf út samnefnda plötu árið 2009. Í dag er Ryan hins vegar búinn að vera búsettur á Íslandi í tvö ár og er giftur íslenskri konu. Hann vann Low Roar-plötuna bæði í Reykjavík og Los Angeles en bandaríska plötuútgáfan Tonequake Records gaf hana út í nóvember síðastliðnum. Ryan semur lög og texta, syngur og spilar á flest hljóðfærin, en á meðal aðstoðarhljóðfæraleikara eru tveir Íslendingar. Gagnrýni 16. febrúar 2012 21:00
Harmsaga kynlífsfíkils Shame er mögnuð mynd og varpar ljósi á þennan vægast sagt hvimleiða kvilla sem kynlífsfíkn er. Hugrökk mynd sem gleymist ekki í bráð. Michael Fassbender kemur sálarangist aðalpersónunnar vel til skila. Gagnrýni 15. febrúar 2012 20:00
Fyrir börn og barnalega Hugo er heillandi mynd fyrir börn og barnalegt fólk á öllum aldri. Ég skal glaður setja sjálfan mig í síðari flokkinn. Gagnrýni 15. febrúar 2012 11:30
Greindarlegt grín Íslandssagan í fylgd Hunds í óskilum er sprellfjörug sýning sem hentar öllum aldursflokkum. Má segja að sýningin hafi verið ein gegndarlaus þindaræfing, slík voru hlátrarsköllin. Það er óvenjulegt að upplifa svona greindarlegt grín, sem þar að auki lyfti fram hlut kvenna og féll aldrei í þann algenga pytt að ná sér í hlátursgusur út á kvenfyrirlitningu. Þessa sýningu ætti að gera að skyldusýningu og bjóða svo upp á langar umræður á eftir. Gagnrýni 14. febrúar 2012 19:00
Öryggi áhorfenda í myrkum sal ógnað Mínus 16 var ögrandi en skondið verk sem vekur upp löngun í meira. Það skemmdi síðan ekki kvöldið að fá að sjá Großstadtsafari enn á ný. Gagnrýni 14. febrúar 2012 08:00
Góð sýning fyrir góð börn Höfundar hafa náð í hinn rétta tón í afar góðri sýningu um ógurlega lífsreynslu drengs. Þessi sýning var áhorfendum samboðin. Þær Charlotte Bøving og Helga Arnalds hafa hér náð, með hjálp Hallveigar og Eivarar, í hinn rétta tón. Það er varla hægt að tala um að takast betur en þegar börnin lifa áfram í ævintýrinu að sýningu lokinni. Hvort sem þau vinna úr afbrýðisemi sinni eður ei! Gagnrýni 13. febrúar 2012 19:00