Billy Corgan í fínu formi Trausti Júlíusson skrifar 3. ágúst 2012 20:00 Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist. Smashing Pumpkins. Oceania. EMI. Oceania er fyrsta stóra plata Smashing Pumpkins síðan endurkomuplatan Zeitgeist kom út fyrir fimm árum. Í millitíðinni ætlaði Billy Corgan að hætta að búa til stórar plötur og gefa þess í stað eitt og eitt lag út í einu og safna svo saman eftir á, en eftir nokkur lög sem safnað var saman á tvær EP-plötur ákvað Billy að hverfa frá hugmyndinni og vinna nýja plötu upp á gamla mátann. Billy Corgan er einn eftir af gömlu Smashing Pumpkins-meðlimunum á Oceania, en samt hljómar platan alveg eins og alvöru Smashing Pumpkins-plata, nokkuð sem ekki var hægt að segja um sólóefnið hans eða hljómsveitina Zwan. Oceania er nokkuð sannfærandi plata. Lagasmíðarnar eru margar fínar og platan hefur ágætt heildaryfirbragð. Þetta er ekkert meistarastykki, en gamlir aðdáendur ættu ekki að hika við að bæta Oceaniu í safnið. Niðurstaða: Besta Smashing Pumpkins-platan í langan tíma.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira