Rokk og raftaktar Trausti Júlíusson skrifar 6. september 2012 00:01 Dirty Beaches er hugarfóstur Alex Zhang Hungtai. Með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. fréttablaðið/vilhelm Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Stopover er ný tónleikaröð sem var hrundið af stað í Hörpu í vor, en að henni standa m.a. Kimi, Kex Hostel og Flugleiðir. Eins og nafnið bendir til gengur Stopover út á að fá hljómsveitir sem eru á leiðinni yfir Atlantshafið til þess að koma við í Reykjavík og spila á tónleikum. Aðrir tónleikarnir í Stopoverröðinni fóru fram í Kaldalónssalnum í Hörpu á þriðjudagskvöldið þegar kanadíska hljómsveitin Dirty Beaches spilaði þar ásamt Íslendingunum í Singapore Sling. Það var nánast fullur salur þegar Henrik Björnsson og félagar í Singapore Sling hófu leik. Nýjasta útgáfan af Sling er án trommuleikara, en auk Henriks er annar gítarleikari, bassaleikari og tvær stelpur sem spila á hristur í sveitinni. Singapore Sling er alltaf jafn svöl að sjá á sviðinu (Henrik með sólgleraugun og reykvélin á fullu) og tónlistin er sem fyrr töff rokk undir áhrifum frá Velvet Underground, Stooges og Jesus & Mary Chain. Hljómsveitin spilaði bæði lög af nýjustu plötunni sinni, Never Forever, og eldra efni. Þetta er sígild tónlist og kom vel út á tónleikunum þó að hljómsveitin hafi stundum verið þéttari og kraftmeiri. Singapore Sling endaði á fínni útgáfu af meistaraverkinu Life Is Killing My Rock?n?Roll og svo tók kanadíska sveitin við. Dirty Beaches er í raun verkefni eins manns, Alex Zhang Hungtai, en með honum í Hörpu spiluðu tveir hljóðfæraleikarar. Bæði söngstíll Alex og tónlistin sjálf eru undir miklum áhrifum frá New York-sveitinni Suicide og söngvara hennar Alan Vega. Þetta er svöl og oft á tíðum mjög skemmtileg samsuða af rokki, hörðum raftöktum og hljóðgerflasýru. Hljómsveitin tók nokkur lög af plötunni frábæru frá því í fyrra, Badlands og endaði svo með löngu hávaðaverki. Eftir uppklapp kom Alex aftur inn á sviðið og fékk tónleikagesti til að klappa takt fyrir sig svo hann gæti sungið eitt lag til viðbótar. Á heildina litið voru þetta fínir tónleikar. Stopover-hugmyndin er góð og óskandi að margar fleiri hljómsveitir verði gripnar á leiðinni yfir Atlantshafið.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira