Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Amorim segir leik­menn sína hrædda

Gengi Manchester United hefur verið afleitt í vetur og ekki skánað með komu portúgalska stjórans Rúbens Amorim. Tapi United gegn Liverpool í dag yrði það fjórða tap liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni, sem ekki hefur gerst í 46 ár.

Enski boltinn
Fréttamynd

Fá 21 árs Tékka í miðri mark­varðakrísu

Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur fest kaup á hinum 21 árs gamla Antonin Kinsky. Þessi tékkneski markvörður kemur til félagsins frá Slavia Prag þar sem hann hefur haldið markinu hreinu í 14 af 29 leikjum á leiktíðinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Telur sig hafa fengið hálf­gert lof­orð frá ÍSÍ um fjár­muni

Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir það mikil vonbrigði fyrir sambandið að fá ekki úthlutað fjármunum úr afrekssjóði ÍSÍ enn einu sinni. Hann telur sig hins vegar hafa fengið hálfgert loforð frá forsvarsmönnum ÍSÍ sem lofi góðu um framhaldið hvað úthlutun varðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Slæmt gengi gestanna heldur á­fram

Slæmt gengi Chelsea í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu heldur áfram en liðið náði aðeins jafntefli gegn lánlausu liði Crystal Palace. Lokatölur í Lundúnum 1-1 að þessu sinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meistararnir unnu annan leikinn í röð

Englandsmeistarar Manchester City voru ekki í vandræðum þegar West Ham United kom í heimsókn. Meistararnir eru nú komnir á beinu brautina eftir tvo sigra í röð í ensku úrvalsdeild karla. Lokatölur á Etihad-vellinum 4-1 heimamönnum í vil.

Enski boltinn
Fréttamynd

KA fær lykilmann úr Eyjum

Bikarmeistarar KA í fótbolta hafa bætt við sig leikmanni en Héraðsmaðurinn Guðjón Ernir Hrafnkelsson skrifaði undir samning við félagið sem gildir til næstu þriggja tímabila.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eng­lands­meistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán

Cecilía Rán Rúnarsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands, hefur staðið sig frábærlega með Inter síðan hún kom þangað á láni frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Svo vel hefur hún spilað að Englandsmeistarar Chelsea eru meðal þeirra liða sem vilja fá markvörðinn í sínar raðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Ólafur Guð­munds­son til Noregs

Norska knattspyrnufélagið Álasund hefur staðfest kaup á varnarmanninum Ólafi Guðmundssyni. Hann verður annar Íslendingurinn í herbúðum liðsins þar sem Davíð Snær Jóhannsson er þar fyrir.

Fótbolti