Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hefur aldrei sungið þjóð­sönginn og byrjar ekki á því í dag

Hinn írski Lee Carsley, tímabundinn þjálfari enska A-landsliðsins, söng hvorki þjóðsönginn þegar hann spilaði fyrir Írland né þegar hann þjálfaði U-21 árs landslið Englands. Hann mun ekki byrja á því í dag þegar hann mætir þjóð sinni undir stjórn Heimis Hallgrímssonar.

Fótbolti
Fréttamynd

Memp­his og Marti­al á leið til Brasilíu

Tveir fyrrverandi framherjar Manchester United eru báðir á leið til Brasilíu. Memphis Depay hefur skrifað undir tveggja ára samning við Corinthians á meðan Anthony Martial er við að semja við Flamengo.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­dís Rún og stöllur einu skrefi nær riðla­keppninni

Sædís Rún Heiðarsdóttir spilaði síðari hálfleikinn í 3-1 sigri Vålerenga á Farul Constanta frá Rúmeníu. Sigurinn hleypir Vålerenga einu skrefi nær riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og er merkilegur fyrir þær sakir að liðið var manni færri og marki undir frá því á 30. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimavöllurinn skráður í Fær­eyjum en vonast til að spila á Ís­landi

Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ron Yeats látinn

Liverpool goðsögnin Ron Yeats er látinn. Hann var meðal þeirra sem spiluðu fyrsta Evrópuleik í sögu félagsins þegar liðið mætti KR á Laugardalsvelli árið 1964.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ís­lenskt hvað? Heimir hver?“

Heimir Hallgrímsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hans bíður erfitt verkefni í Írlandi þar sem A-landslið karla í knattspyrnu hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Stock­port Coun­ty til Real Madríd

Hinn 38 ára gamli Andy Mangan er á leið til Real Madríd þar sem hann mun verða hluti af þjálfarateymi Carlo Ancelotti. Það vekur sérstaka athygli þar sem hann hefur undanfarið starfað fyrir Stockport County sem trónir á toppi ensku C-deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur: „Við fórum vel yfir þetta í vikunni“

„Virkilega gott að byrja á þremur punktum, sérstaklega hérna heima, töluðum um að byrja þessa keppni af krafti og gerðum það,“ sagði markaskorarinn Jón Dagur Þorsteinsson eftir 2-0 sigur gegn Svartfjallalandi á Laugardalsvelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Tyrkir héldu út manni færri í Wa­les

Wales og Tyrkland, sem eru með Íslandi í riðli í Þjóðadeild karla í knattspyrnu, gerðu markalaust jafntefli í Cardiff. Þrátt fyrir skort á mörkum var mikið fjör í leiknum og fór fjöldi spjalda á loft.

Fótbolti
Fréttamynd

„Setti hann ein­mitt svona á æfingu“

„Þetta er auðvitað geggjað, að koma aftur á Laugardalsvöll, skora og vinna 2-0. Það gerist ekki betra,“ sagði Orri Steinn Óskarsson, annar markaskorara Íslands, eftir sigurinn örugga gegn Svartfellingum í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti