Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sjáðu glæsi­mark Úlfu, stór­sigur Stólanna, sjóð­heita Þróttara og Þór/KA þrennuna

Fjórir fjörugir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í gær. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir tryggði Stjörnunni sigur með glæsilegu marki. Tindastóll vann stórsigur á heimavelli hamingjunnar. Þróttur skoraði fjögur og fagnaði fjórða sigrinum í röð. Þór/KA setti þrjú í sigri á nýliðunum. Mörkin úr öllum leikjum má finna hér fyrir neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Átti Hender­son að fá rautt spjald?

Dean Henderson átti stórleik í marki Crystal Palace þegar liðið tryggði sér enska bikarinn í knattspyrnu í gær. Wayne Rooney segir að Henderson hefði átt að fá rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í leiknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Æfingu morgun­dagsins er af­lýst“

Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace er búinn að stimpla sig inn í sögubækur félagsins eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni í dag. Þetta er fyrsti stóri titill Crystal Palace í 164 ára sögu félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stór­sigur Stólanna í Víkinni

Tindastóll vann frábæran 4-1 sigur á Víkingum þegar liðin mættust í Bestu deild kvenna í dag. Með sigrinum skilur Tindastóll lið Víkings eftir í fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sjálfum okkur verstar”

FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund náði sætinu á síðustu stundu

Eftir að hafa verið fyrir neðan efstu fjögur sætin í þýsku 1. deildinni í fótbolta nánast alla leiktíðina þá tókst Dortmund á síðustu stundu að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu í dag, í lokaumferð þýsku deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Verður stærsti dagur ævi minnar“

Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, viðurkennir að tímabilið sé búið að vera lélegt hjá liðinu en það breyti því ekki að hann geti tekið við stórum bikar á miðvikudagskvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah gagn­rýndi stuðnings­menn Liver­pool

Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ís­lenskt mark, sjálfs­mark og rautt spjald

Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron á að hjálpa leik­mönnum að hugsa ekki um ströndina

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí.

Fótbolti