Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Eftir að hafa daðrað við fallbaráttu er FH komið í baráttu um að vera í efri helmingi Bestu deildar karla eftir gott gengi í síðustu leikjum. Það er ekki síst framherjanum Sigurði Bjarti Hallssyni að þakka en hann hefur verið óstöðvandi að undanförnu. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 11:31
Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga FH vann í gær 5-4 sigur á Breiðabliki í hreint ótrúlegum fótboltaleik. Um er að ræða fyrsta sigur FH á gervigrasi í tæpt ár. Íslenski boltinn 18. ágúst 2025 10:30
Forest fær nýjan markahrók Samkeppnin í fremstu víglínu hjá Nottingham Forest hefur snaraukist eftir að félagið festi kaup á franska markahróknum Arnaud Kalimuendo frá Rennes fyrir 31,5 milljón evra. Enski boltinn 18. ágúst 2025 10:21
Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Viktor Gyökeres, framherji Arsenal, tókst ekki að stimpla sig inn hjá liðinu í 1-0 sigri á Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Lítil ógn var af þeim sænska. Enski boltinn 18. ágúst 2025 10:01
Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Roy Keane spáir því að Manchester United endi um miðja deild í ensku úrvalsdeildinni. Nýir leikmenn hafi heillað í 1-0 tapinu gegn Arsenal en vandamálin séu enn til staðar hjá liðinu. Enski boltinn 18. ágúst 2025 09:30
„Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, hvatti stuðningsmenn liðsins til að hafa í huga að ekki væri alltaf allt satt og rétt sem skrifað væri á fréttasíðum um leikmenn. Enski boltinn 18. ágúst 2025 09:01
„Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta. Fótbolti 18. ágúst 2025 08:33
„Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, segir það hafa tekið sig góðan tíma að líta á myndirnar og skoða skilaboðin sem hún fékk á Evrópumótinu í Sviss eftir vonbrigðin sem landsliðið upplifði þar. Fótbolti 18. ágúst 2025 07:32
Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 18. ágúst 2025 07:01
„Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Lárus Orri Sigurðsson var borubrattur og jákvæður þrátt fyrir að lið hans, Skagamenn, hafi lotið í gras fyrir Víkingi í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Akranesi í kvöld. Spilamennskan hjá Skagaliðinu gerði það að verkum að Lárus Orri er bjartsýnn á framhaldið. Fótbolti 17. ágúst 2025 22:28
„Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gat leyft sér að brosa eftir erfiða daga þegar lið hans lagði ÍA að velli með einu marki gegn engu í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta uppi á Skipaskaga í kvöld. Sigurinn færir Víking þremur stigum nær Val sem trónir á toppi deildarinnar. Fótbolti 17. ágúst 2025 22:04
Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ William Saliba, miðvörður Arsenal, viðurkenndi í samtali við Hjörvar Hafliðason að liðið ætti mjög mikið inni þrátt fyrir að það næði að landa 1-0 sigri gegn Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 17. ágúst 2025 22:00
Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Atlético Madrid varð að sætta sig við 2-1 tap á útivelli gegn Espanyol í fyrstu umferð spænsku 1. deildarinnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að hafa komist yfir í leiknum. Fótbolti 17. ágúst 2025 21:46
„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:46
Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Axel Óskar Andrésson, miðvörður Aftureldingar, var svekktur með varnarleik sinna manna í mörkunum sem þeir fengu á sig í 3-3 jafnteflinu við KA í Bestu deildinni í dag. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:32
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Breiðablik tók á móti FH í einhverjum furðulegasta leik sumarsins. Níu mörk voru skoruð í heildina, FH betri en Breiðablik komst tvisvar yfir í fyrri hálfleik, lenti svo þremur mörkum undir í seinni hálfleik en var næstum því búið að jafna undir lokin. Lokatölur urðu 4-5 fyrir FH og þeirra helsta hetja var Bragi Karl Bjarkason, sem átti eina bestu innkomu sumarsins. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 21:15
Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Evrópu- og Frakklandsmeistarar PSG hófu titilvörn sína í frönsku 1. deildinni í kvöld á því að vinna nauman sigur gegn Nantes, 1-0. Fótbolti 17. ágúst 2025 20:55
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Víkingur kom til baka eftir gríðarlegt svekkelsi í Kaupmannahöfn og batt þar að auki enda á fimm leikja hrinu sínu án deildarsigurs þegar liðið sótti þrjú stig í viðureign sinni við ÍA í 19. umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á ELKEM-vellinum á Akranesi í kvöld. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 19:54
Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Afturelding og KA skildu jöfn í frábærum knattspyrnuleik að Varmá í dag. KA liðið leiddi 0-1 í hálfleiknum, en eftir fimm mörk og eitt varið víti þá var niðurstaðan 3-3 jafntefli, í leik þar sem báðum liðum fannst þau eiga stigin þrjú skilin. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 19:45
Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Ísak Bergmann Jóhannesson og hans nýju liðsfélagar í FC Köln voru afar nálægt því að falla úr leik í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í fótbolta, gegn 3. deildarliði Regensburg, en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma og unnu sigur. Ísak skoraði sigurmarkið. Fótbolti 17. ágúst 2025 19:23
Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, var skiljanlega niðurlútur þegar hann ræddi við Hjörvar Hafliðason á Sýn Sport eftir 1-0 tapið gegn Arsenal í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Enski boltinn 17. ágúst 2025 18:50
Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var ósáttur eftir 2-1 tapið gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í fótbolta í Garðabænum í dag. Hann hefur hins vegar lítinn tíma til að staldra við það því Vestramanna bíður sjálfur bikarúrslitaleikurinn á föstudaginn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 18:36
Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði sigurmarkið þegar Þór vann afar dýrmætan 1-0 sigur gegn ÍR í Breiðholti í dag. Óhætt er að segja að toppbaráttan í Lengjudeildinni í fótbolta sé núna í algjörum hnút. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 18:05
Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Stefán Ingi Sigurðarson heldur áfram að raða inn mörkum í norsku úrvalsdeildinni með Sandefjord en hann gerði bæði mörk liðsins í dag. Fótbolti 17. ágúst 2025 17:48
Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Silfurlið Arsenal hóf nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á að vinna Manchester United á útivelli, 1-0. Enski boltinn 17. ágúst 2025 17:20
Jökull: Ætlum okkur ofar Stjarnan sigraði Vestra 2-1 á heimavelli í dag og var Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sáttur með frammistöðu liðsins eftir leikinn. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 16:53
Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Eftir að hafa verið ósigraðir í fyrstu sautján leikjum sínum í Lengjudeild karla tapaði Njarðvík fyrir Þrótti, 2-3, á heimavelli í dag. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 16:30
Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Stjarnan tók á móti Vestra í 19. umferð Bestu deildar karla á Samsungvellinum í Garðabæ í dag. Heimamenn fóru með sigur af hólmi í hörkuleik sem endaði 2-1, og tryggðu sér þar með dýrmæt þrjú stig í efri hluta deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 16:30
Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið ÍBV gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir topplið Vals, 4-1, í 19. umferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum komust Eyjamenn upp í 7. sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 17. ágúst 2025 15:55
Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson byrjar tímabilið af krafti en hann skoraði eitt marka Lille í 3-3 jafntefli gegn Brest í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 17. ágúst 2025 15:23