Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Ljúft að klára leikinn svona“

ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá gætum við lagst niður og gefist upp“

Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Menn þurfa að fara að átta sig á því“

„Það er mikil spenna og langt síðan við höfum spilað leik. Við erum ferskir og klárir í slaginn,“ segir Viktor Jónsson, framherji ÍA, um leik liðsins við Breiðablik í Bestu deild karla í kvöld. Skagamenn eru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tók tíuna af Messi og sló met Maradona

Franco Mastantuono er nafnið á allra vörum í Argentínu. Ungstirnið efnilega sem Real Madrid keypti í sumar spilaði landsleik í gærkvöldi, fékk treyju númer 10 lánaða frá Lionel Messi og sló í leiðinni met Diego Maradona.

Fótbolti
Fréttamynd

Onana stóð sem steinn og ýtti á­horf­anda

André Onana hefur ekki átt sjö dagana sæla, hann var sendur á láni til Trabzonspor og stóð síðan sem steinn í marki Kamerún meðan leikmaður Grænhöfðaeyja renndi boltanum yfir línuna í 1-0 sigri í gærkvöldi. Eftir leik lenti Onana svo í áflogum við áhorfendur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“

Djed Spence braut blað í sögu enska landsliðsins í gærkvöldi þegar hann kom inn af varamannabekknum í seinni hálfleik. Hann vissi hins vegar ekki að hann væri fyrsti músliminn til að spila fyrir landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Köstuðu kúk og hentu hand­sprengjum: „Allt sem suður-amerískur fót­bolti á að standa fyrir“

Argentínska félagið Independiente hefur verið dæmt úr keppni í Suður-Ameríku bikarnum eftir að áflog brutust út í stúkunni í leik gegn Universidad. Independiente segir ákvörðunina tekna í pólitískum tilgangi, til að þjóna hagsmunum auðvaldsins hjá Universidad. Félagið og stuðningsmenn þess standi fyrir öllu sem suður-amerískur fótbolti eigi að standa fyrir.

Fótbolti