Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

FIFA hótar fé­lögunum stórum sektum

Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land náði jafn­tefli gegn Spáni

Íslenska U-17 ára lið drengja í knattspyrnu gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Spán í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer næsta sumar. Báðar þjóðirnar höfðu þegar tryggt sér sæti í næsta stigi undankeppninnar fyrir leik kvöldsins en fyrsta sætið var engu að síður undir.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­trú­legur sigur Sporting í síðasta heima­leik Amorim

Rúben Amorim stýrði Sporting í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Amorim tekur við Man United síðar í þessum mánuði og stuðningsfólk Rauðu djöflanna slefar eflaust yfir tilhugsuninni eftir ótrúlegan 4-1 sigur Sporting í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Komu KR upp um deild og stýra liðinu á­fram

Knattspyrnufélag Reykjavíkur staðfesti í dag að Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson yrðu áfram þjálfarar kvennaliðs félagsins sem leikur í Lengjudeild kvenna á næsta ári. Þeir félagar stýrðu liðinu upp úr 2. deildinni í ár og fá nú tækifæri til að gera gott betur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni

Norski landsliðsfyrirliðinn Martin Ödegaard, sem einnig er fyrirliði Arsenal, er kominn í hnapphelduna. Hann giftist hinni 28 ára gömlu danskonu Helene Spilling sem nú ber einnig Ödegaard-eftirnafnið.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ás­laug og Katla féllu en Arnór og Ísak ó­hultir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli.

Fótbolti
Fréttamynd

Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma

Eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, og 3-2 tap gegn Verona um helgina, er útlit fyrir að ítalska knattspyrnufélagið Roma skipti um þjálfara í annað sinn á leiktíðinni.

Fótbolti