Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Steinþór: Ætli þeir séu ekki bara svona betri en við

Markvörðu KA, Steinþór Már Auðunsson, stóð í ströngu nánast allan seinni leikinn Club Brugge í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur í leiknum urðu 1-5 fyrir Belgana og 10-2 því samanlagt. Steinþór átti samt sem áður stórleik en gestirnir áttur 17 skot á markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Mahrez á skotskónum í sigri Al-Ahli

Riyad Mahrez skoraði annað marka Al-Ahli sem vann 2-1 sigur á Kahleej Club í sádiarabísku deildinni í kvöld. Þetta er annar sigur Al-Ahli í jafnmörgum leikjum í upphafi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - KR 4-1 | Víkingur fjórða skiptið í röð í bikarúrslit

Víkingur vann 4-1 sigur gegn KR og tryggði sér farseðilinn í úrslit Mjólkurbikarsins í fjórða skiptið í röð. Heimamenn skoruðu tvö mörk í fyrri hálfleik en KR minnkaði muninn í síðari hálfleik og gestirnir fengu færi til að jafna. Það var síðan varamaðurinn Ari Sigurpálsson sem bætti við tveimur mörkum og kláraði leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

City vann Ofur­bikarinn eftir víta­spyrnu­keppni

Manchester City vann sigur á Sevilla í Ofurbikar UEFA í kvöld. Vítaspyrnukeppni þurfti til að skera úr um sigurvegara en þetta er í fyrsta sinn sem City vinnur sigur í þessum árlega leik Evrópumeistara síðasta árs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Allt jafnt í markaleik á Nesinu

Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið.

Fótbolti