Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Arnóri Sigurðssyni bárust hótanir gagnvart fjölskyldu hans eftir skipti fótboltamannsins til Malmö í Svíþjóð á dögunum. Hann hefur ekki tilkynnt málið til lögreglu en metur næstu skref ásamt forráðamönnum félagsins. Fótbolti 27. mars 2025 08:00
Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Nýtt fyrirkomulag HM félagsliða í knattspyrnu gæti skilað ensku félögunum Chelsea og Manchester City 97 milljónum punda í vasann, það gerir sextán milljarða íslenskra króna. Fótbolti 27. mars 2025 07:00
Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Arsenal gerði sér lítið fyrir og vann 3-0 sigur á Real Madríd í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta. Real var 2-0 yfir eftir fyrri leikinn en Skytturnar sneru dæminu við. Fótbolti 26. mars 2025 21:58
Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir kom ekki við sögu þegar Bayern München féll úr leik í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu. Hún hefur verið að glíma við meiðsli og sat allan leikinn á varamannabekknum. Fótbolti 26. mars 2025 19:40
Glódís Perla aftur á bekknum Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern München, er aftur á bekknum í leik kvöldsins gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 26. mars 2025 17:47
Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Vinstri bakvörðurinn Alphonso Davies sleit krossband í hné á dögunum og mun ekki leika meira með Bayern München á þessari leiktíð. Ólíklegt er að hann spili aftur fyrr en á næsta ári. Fótbolti 26. mars 2025 17:16
Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Fótbolti 26. mars 2025 15:15
„Mjög krefjandi tímabil framundan“ Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að tímabilið gæti orðið strembið fyrir Vestra og erfitt sé að rýna í stöðu liðsins vegna mikilla breytinga sem hafa orðið á því. Íslenski boltinn 26. mars 2025 11:02
Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Erlent 26. mars 2025 10:49
„Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Sindri Kristinn Ólafsson segist vera stoltur af tíma sínum í FH og ákvörðunin að yfirgefa klúbbinn hafi verið erfið. Íslenski boltinn 26. mars 2025 10:32
Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Vestra 10. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 26. mars 2025 10:03
Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Heimsmeistarar Argentínu rústuðu Brasilíu, 4-1, í undankeppni HM 2026 í nótt. Argentínumenn eru komnir á HM þarnæsta sumar á meðan vandræði Brasilíumanna halda áfram. Fótbolti 26. mars 2025 09:31
Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Willie Kirk, sem var rekinn frá Leicester City eftir að hafa viðurkennt að eiga í ástarsambandi með leikmanni, vill fá annað tækifæri. Enski boltinn 26. mars 2025 09:01
Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda NWSL-deildin í Bandaríkjunum rannsakar nú hatursorðræðu eins áhorfanda í garð Barbra Banda, leikmanns Orlando Pirate. Fótbolti 25. mars 2025 23:15
Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það. Íslenski boltinn 25. mars 2025 22:31
Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Noregur vann sannfærandi 4-2 sigur á Ísrael í undankeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem fram fer á næsta ári. Fótbolti 25. mars 2025 21:40
Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta. Íslenski boltinn 25. mars 2025 20:24
Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals í Bestu deild kvenna, er að ganga til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård. Valur vill fá Úlfu Dís Kreye til að fylla skarð Ísabellu Söru. Íslenski boltinn 25. mars 2025 18:32
Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Fyrrum knattspyrnumaðurinn Joey Barton hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á eiginkonu sína,Georgiu. Atvikið átti sér stað á heimili fjölskyldunnar í Lundúnum sumarið 2021. Enski boltinn 25. mars 2025 17:48
Enda án stiga á botni riðilsins Landslið drengja 19 ára og yngri í knattspyrnu endar án stiga í milliriðli fyrir undankeppni Evrópumótsins sem fram fer síðar á þessu ári. Liðið tapaði í dag með minnsta mun fyrir heimamönnum í Ungaverjalandi. Fótbolti 25. mars 2025 17:01
Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Íslenska U21-landsliðið í fótbolta karla vann 6-1 stórsigur gegn Skotlandi í seinni vináttulandsleik sínum á Pinatar Arena á Spáni í dag. Fótbolti 25. mars 2025 15:01
Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Kraftajötnarnir Andrés Guðmundsson og Hjalti „Úrsus“ Árnason stela senunni í Bestu deildar auglýsingunni fyrir Aftureldingu. Íslenski boltinn 25. mars 2025 12:02
„Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ Spænska ungstirnið Lamine Yamal togaði stuttbuxurnar sínar aðeins niður eftir sigurinn gegn Hollandi í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í fyrrakvöld, til að skjóta á Hollendinginn Rafael van der Vaart. Fótbolti 25. mars 2025 11:31
„Veturinn eins og best verður á kosið“ Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Afturelding geti spjarað sig vel á sínu fyrsta tímabili í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 25. mars 2025 11:01
„Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Sérfræðingur Stöðvar 2 Sports Albert Brynjar Ingason segir að ferill nýráðins landsliðsþjálfara fari illa af stað og að hann þurfi núna að læra hratt. Fótbolti 25. mars 2025 10:32
Besta-spáin 2025: Í túninu heima Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íslenski boltinn 25. mars 2025 10:00
Lífið í Brúnei einmanalegt Miðvörðurinn Damir Muminovic segir að lífið í Brúnei geti verið einmanalegt og lítið annað hægt að gera en að spila golf. Hann æfir nú með Blikum í fríi á Íslandi. Fótbolti 25. mars 2025 09:32
Fjölskyldu Arnórs hótað Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, segist alveg geta þolað það að fá send óhugnanleg skilaboð frá ósáttum stuðningsmönnum en það sé annað mál þegar fjölskyldunni sé hótað. Fótbolti 25. mars 2025 09:00
„Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Eftir að hafa tapað illa með Ungverjum gegn Tyrkjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildar ákvað Liverpool-stjarnan Dominik Szoboszlai samt að skjóta á hinn tvítuga Arda Güler sem nú segir Szoboszlai algjöran brandara. Fótbolti 25. mars 2025 08:31
Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Óhætt er að segja að ákveðin togstreita ríki fyrir leik Ísraels og Noregs í kvöld, í undankeppni HM karla í fótbolta. Óvíst er að leikmenn liðanna skiptist á treyjum eftir leik, eins og gjarnan er gert. Fótbolti 25. mars 2025 08:02