Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Verð aldrei trúður“

„Sama hvernig fer á morgun þá er ég ekki trúður og verð aldrei trúður,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, en á miðvikudag mæta lærisveinar hans Manchester United í úrslitum Evrópudeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Manchester er heima“

Það var tilfinningaríkur Kevin De Bruyne sem reif í hljóðnemann og ræddi við stuðningsfólk Manchester City eftir það sem var hans síðasti heimaleikur fyrir félagið. Það verður ekki annað sagt en að þessi belgíski miðjumaður hafi sett svip sinn á ensku úrvalsdeildina sem og liðið sem hann vann fjölda titla með.

Enski boltinn
Fréttamynd

De Bru­yne kvaddur með stæl

Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne lék í kvöld sinn síðasta heimaleik fyrir Manchester City. Það var því við hæfi að liðið sýndi sínar bestu hliðar þó De Bruyne sjálfur hafi klikkað á algjöru dauðafæri.

Enski boltinn
Fréttamynd

Frimpong í læknis­skoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Pepe Reina leggur hanskana á hilluna

Pepe Reina, hinn 42 ára gamli markvörður, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tæplega þrjá áratugi sem atvinnumaður í fótbolta. Hann mun spila sinn síðasta leik með Como í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar næsta föstudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Beck­ham varar Manchester United við

David Beck­ham, fyrr­verandi leik­maður Manchester United, hvetur eig­endur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leik­manna­markaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykil­leik­manninn Bruno Fernandes.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nýtt sjónar­horn færir Arnari fullnaðar­sigur

Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt.

Fótbolti
Fréttamynd

Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka

Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Horn­spyrnur urðu heima­mönnum að falli

Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig.

Íslenski boltinn