Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Full­komið kvöld“

Kylian Mbappé skoraði öll þrjú mörkin þegar Evrópumeistarar Real Madríd unnu 3-1 sigur á Manchester City og tryggðu sér farseðilinn í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eðlilega talaði hann um hið fullkomna kvöld að leik loknum.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úr­slit

París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé magnaður og meistararnir á­fram

Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynd­band sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins

Umspilinu fyrir sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Sá stærsti án efa seinni leikur ríkjandi Evrópumeistara Real Madrid við Englandsmeistara Manchester City. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem bókað er að kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins sem verða að sjálfsögðu allir sýndir á sportrásum Stöðvar 2.

Fótbolti
Fréttamynd

Bellingham í tveggja leikja bann

Aganefnd spænska knattspyrnusambandsins hefur úrskurðað um mál Jude Bellingham eftir að hann fékk rauða spjaldið fyrir mótmæli í síðasta deildarleik Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær lang­mest

Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband.

Fótbolti
Fréttamynd

Ræddi við Arnór en ekki um peninga

Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi

Útlit er fyrir að Albert Guðmundsson gæti misst af fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, í umspilinu við Kósovó í Þjóðadeildinni í fótbolta í næsta mánuði, vegna beinbrots. Hann á ekki heldur möguleika á að mæta Víkingum í Sambandsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sam­skiptin furðu­leg og fólk tengt Gylfa við stýrið

„Þetta hafa verið óvenjulegir dagar en niðurstaða komin í málið og Gylfi farinn frá félaginu. Við erum að fá ásættanlega lausn fyrir klúbbinn. Þetta er náttúrulega hæsta sala sem hefur farið fram á leikmanni á Íslandi,“ segir Styrmir Þór Bragason, varaformaður knattspyrnudeildar Vals, um skipti Gylfa Þórs Sigurðssonar frá félaginu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vildu Kane en fé­lagið var ó­sam­mála

Benni McCarthy segir að þegar hann var hluti af þjálfarateymi Manchester United hafi Erik ten Hag viljað kaupa enska landsliðsframherjann Harry Kane en forráðamenn félagsins hafi séð hlutina öðruvísi. Á endanum keypti Bayern München framherjann á 95 milljónir evra meðan Man Utd keypti þá Rasmus Höjlund, Mason Mount og André Onana á 188 milljónir evra.

Fótbolti