Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Grínistinn Sóli Hólm fékk verðugt verkefni í fyrsta þætti Varsjárinnar á Sýn Sport. Hann þurfti að velja fimm manna lið af leikmönnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Athygli vekur að Mohamed Salah kemst ekki í liðið. Enski boltinn 20. ágúst 2025 15:15
Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. Enski boltinn 20. ágúst 2025 14:30
Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM. Körfubolti 20. ágúst 2025 13:47
Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Þróttur Vogum hefur hlotið 200.000 króna sekt vegna vítaverðrar framkomu áhorfanda á leik liðsins við KFG í Garðabæ í lok síðasta mánaðar. Íslenski boltinn 20. ágúst 2025 12:51
Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Arsenal verður án þýska sóknarmannsins Kai Havertz á næstunni vegna hnémeiðsla. Félagið er núna í leit að nýjum leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokast 1. september. Enski boltinn 20. ágúst 2025 11:54
Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Þjálfarinn og fyrrum knattspyrnukappinn Helgi Sigurðsson og eiginkona hans María Valdimarsdóttir hafa sett glæsilegt einbýlishús við Gulaþing 1 í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 315 milljónir. Lífið 20. ágúst 2025 11:41
Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Hundruð milljóna og sæti í sjálfri Sambandsdeild Evrópu verða í húfi í einvígi Breiðabliks og Virtus frá San Marínó. Nú er ljóst að báðir leikirnir verða sýndir á Sýn Sport. Fótbolti 20. ágúst 2025 10:32
„Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Enski boltinn 20. ágúst 2025 09:45
Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs FH-ingurinn Úlfur Ágúst Björnsson hefur verið valinn bestur allra leikmanna bandaríska háskólafótboltans nú þegar ný leiktíð fer að hefjast. Íslenski boltinn 20. ágúst 2025 09:28
„Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Baldur Sigurðsson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru ósammála um sumt og sammála um annað þegar þeir svöruðu nokkrum stórum spurningum frá Gumma Ben um Bestu deild karla í fótbolta, í Uppbótartímanum í Stúkunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2025 08:31
Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út. Fótbolti 20. ágúst 2025 07:30
Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Bikarúrslitaleikur karla fer fram á föstudagskvöldið á Laugardalsvellinum en þarna eru ekki bara Valur og Vestri að mætast heldur einnig dönsku bræðurnir Patrick og Jeppe Pedersen. Íslenski boltinn 20. ágúst 2025 06:31
Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Paul Scholes er einn sigursælasti leikmaður Manchester United í sögunni og hann spilaði aldrei fyrir neitt annað félag. Það er því kannski ekkert skrýtið að hann hafi ekki verið ánægður með dóttur sína á dögunum. Enski boltinn 19. ágúst 2025 23:18
Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Englandsmeistarar Liverpool hafa verið afar duglegir á leikmannamarkaðnum í sumar en ekki bara við það að eyða pening í nýja leikmenn. Enski boltinn 19. ágúst 2025 22:30
Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Bayer Leverkusen fær einn efnilegasta leikmann Manchester City á láni í vetur en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er að lána tvo unga leikmenn liðsins. Enski boltinn 19. ágúst 2025 22:02
Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Norska knattspyrnusambandið undirbýr sig fyrir mikil mótmæli og læti í tengslum við heimaleik liðsins á móti Ísrael í undankeppni HM í október. Fótbolti 19. ágúst 2025 21:33
Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Kylian Mbappe sá til þess að Real Madrid byrjaði tímabilið á sigri en liðið vann 1-0 sigur á Osasuna í fyrstu umferð spænsku deildarinnar í kvöld. Fótbolti 19. ágúst 2025 20:55
Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Alexander Isak, sænski framherjinn hjá Newcastle, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um stöðuna sem er komin upp á milli hans og félagsins. Það er erfitt að sjá hann spila aftur fyrir félagið. Enski boltinn 19. ágúst 2025 20:26
Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Mohamed Salah var valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld af leikmönnum deildarinnar og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun þrisvar sinnum á ferlinum. Enski boltinn 19. ágúst 2025 20:09
Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sporting seldi á dögunum sænska framherjann Viktor Gyökeres til Arsenal en ekki fyrr en eftir verkfallsaðgerðir Gyokeres. Sport 19. ágúst 2025 19:30
Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Marseille, tók mjög hart á hegðun tveggja leikmanna sinna. Báðum var vísað á dyr hjá félaginu. Fótbolti 19. ágúst 2025 19:02
Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Cristiano Ronaldo og félagar í Al Nassr tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ofurbikarsins í Sádi-Arabíu eftir 2-1 sigur á Al Ittihad í undanúrslitaleiknum. Fótbolti 19. ágúst 2025 18:02
Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sólmundur Hólm er gestur fyrsta þáttar Varsjárinnar sem verður frumsýndur í kvöld. Sóli er meðal harðari Púllara landsins og hefur lítið dágæti á Michael Owen, sem sveik lit er hann samdi við Manchester United. Enski boltinn 19. ágúst 2025 17:02
Eze fari til Spurs fyrir vikulok Fátt virðist geta komið í veg fyrir skipti enska fótboltamannsins Eberechi Eze frá Crystal Palace til Tottenham. Palace getur átt von á því að missa tvo lykilmenn fyrir gluggalok en félagið hefur gott sem ekkert styrkt sig í sumar. Enski boltinn 19. ágúst 2025 16:16
KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ. Íslenski boltinn 19. ágúst 2025 15:30
Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Liverpool fékk draumabyrjun í titilvörn sinn í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Bournemouth í fyrsta leik en það stóð þó afar tæpt. Markið mikilvæga sem Federico Chiesa skoraði má nú sjá frá ótal mismunandi sjónarhornum. Enski boltinn 19. ágúst 2025 14:00
Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Eftir að hafa misst af fyrstu þremur vikunum í undirbúningi gríska landsliðsins fyrir Evrópumótið í körfubolta er Giannis Antetokounmpo loksins mættur á æfingar. Gríska körfuknattleikssambandið neitar að útskýra hvers vegna hann hefur ekki tekið þátt hingað til. Körfubolti 19. ágúst 2025 13:30
Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ „Þetta voru ótrúlegir yfirburðir,“ sagði Sigurbjörn Hreiðarsson um frammistöðu ÍBV gegn Val í 4-1 sigri Eyjamanna á toppliðinu í Bestu deildinni í fótbolta. Sérfræðingarnir í Stúkunni vildu helst sem minnst segja um Valsliðið því frammistaðan var svo slök að það hefði endað í allt of löngum þætti að byrja að ræða hana. Íslenski boltinn 19. ágúst 2025 12:34
Isak skrópar á verðlaunahátíð Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag. Enski boltinn 19. ágúst 2025 12:00
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. Erlent 19. ágúst 2025 11:11