Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“

„Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG.

Enski boltinn
Fréttamynd

Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM

Nú þegar rétt rúm vika er í að Ísland hefji leik á EM í körfubolta eru nánast allar landsliðstreyjur orðnar uppseldar á heimasíðu Errea á Íslandi. Markaðsstjóri fyrirtækisins segir eftirspurnina í ár hafa verið mun meiri en áður þegar Ísland hefur farið á EM.

Körfubolti
Fréttamynd

„Skil­yrði fé­lagsins fyrir sölu hafa ekki verið upp­fyllt“

Newcastle brást við í gærkvöldi eftir að Alexander Isak sagði félagið hafa svikið loforð. Í yfirlýsingu Newcastle segir að Isak sé samningsbundinn og engin loforð hafi verið gefin um að hann mætti fara frá félaginu í sumar, en þar er einnig gefið í skyn að Isak geti farið að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stoltir af að kló­festa hæfi­leika­búnt frá Ís­landi

Forkólfar danska knattspyrnufélagsins Nordsjælland hrósa happi yfir því að hafa fest kaup á unga methafanum úr KR, Alexander Rafni Pálmasyni, en væntanleg vistaskipti hans voru formlega tilkynnt í gær. Hann mun þó fyrst klára grunnskóla á Íslandi áður en hann heldur út.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep Guardiola hjálpar Ten Hag

Bayer Leverkusen fær einn efnilegasta leikmann Manchester City á láni í vetur en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola er að lána tvo unga leikmenn liðsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Eze fari til Spurs fyrir viku­lok

Fátt virðist geta komið í veg fyrir skipti enska fótboltamannsins Eberechi Eze frá Crystal Palace til Tottenham. Palace getur átt von á því að missa tvo lykilmenn fyrir gluggalok en félagið hefur gott sem ekkert styrkt sig í sumar.

Enski boltinn
Fréttamynd

KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak skrópar á verðlaunahátíð

Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­góði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru

Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna.

Erlent