Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Englandsmeistarar Liverpool eru aðeins í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal, og knattspyrnustjórinn Arne Slot kennir sjálfum sér um stöðuna. Liðið mætir PSV í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Fótbolti 25. nóvember 2025 21:00
Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Martröð hollenska stórveldisins Ajax hélt áfram í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn lærisveinum Jose Mourinho í Benfica, 2-0, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Tveimur fyrstu leikjum kvöldsins var að ljúka. Fótbolti 25. nóvember 2025 19:39
Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. Fótbolti 25. nóvember 2025 18:12
Ronaldo slapp við bann á HM Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 25. nóvember 2025 17:48
Theodór Elmar hættur hjá KR Theodór Elmar Bjarnason er hættur störfum hjá KR eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í sumar og þjálfað 2. flokk. Íslenski boltinn 25. nóvember 2025 17:25
Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Hansi Flick, knattspyrnustjóri Barcelona, segir að Marcus Rashford njóti sín í botn á nýjum stað. Fótbolti 25. nóvember 2025 15:18
Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Everton sigraði Manchester United, 0-1, á Old Trafford í gær. Enski boltinn 25. nóvember 2025 12:30
„Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, segir mikilvægt að umkringja sig góðu fólki sem eru ekki bara til staðar þegar vel gengur, heldur líka þegar að illa gengur. Slíkan mikilvægan vin á hann í Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara. Fótbolti 25. nóvember 2025 12:03
Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Landsliðskonurnar í fótbolta, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, voru báðar valdar í lið umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 25. nóvember 2025 11:33
Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Markvörðurinn Jökull Andrésson segist vera spenntur fyrir því að berjast í efri hlutanum í Bestu deildinni á næsta tímabili en hann samdi við FH á dögunum. Sport 25. nóvember 2025 11:02
Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Þeir Ólafur Kristjánsson og Aron Jóhannsson hrifust ekki af frammistöðu Alexanders Isak fyrir Liverpool í tapinu fyrir Nottingham Forest. Enski boltinn 25. nóvember 2025 10:01
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Idrissa Gana Gueye, leikmaður Everton, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United í gær. Enski boltinn 25. nóvember 2025 09:31
Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var léttur í lund þegar Hjörvar Hafliðason ræddi við hann eftir sigurinn á Manchester United í gær. Enski boltinn 25. nóvember 2025 08:32
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Jamie Carragher vill að Mohamed Salah gefi kost á sér í viðtöl nú þegar Englandsmeistarar Liverpool eiga í vandræðum. Enski boltinn 25. nóvember 2025 07:32
Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Everton komst upp fyrir erkifjendur sína í Liverpool, á markatölu, og jafnaði einnig Manchester United og Tottenham að stigum með mögnuðum 1-0 sigri gegn United á Old Trafford í gær, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Öll helstu atvikin má sjá á Vísi. Enski boltinn 25. nóvember 2025 07:01
Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Hjörvar Hafliðason var á Old Trafford í kvöld og ræddi við Ruben Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir 1-0 tapið gegn tíu leikmönnum Everton. Enski boltinn 24. nóvember 2025 22:52
United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Enski boltinn 24. nóvember 2025 21:53
Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Það er afar fátítt að leikmenn séu reknir af velli fyrir brot á liðsfélaga en það gerðist í leik Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 24. nóvember 2025 20:36
Hareide með krabbamein í heila Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. Fótbolti 24. nóvember 2025 19:44
Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Stjarnan tilkynnti í kvöld að Hrannar Bogi Jónsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta. Íslenski boltinn 24. nóvember 2025 19:15
Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Fótboltaþjálfarinn Halldór Árnason, sem gerði Breiðablik að Íslandsmeistara fyrir rúmu ári síðan, segir það vissulega hafa komið sér á óvart þegar hann var rekinn frá félaginu í haust. Hann hafi hins vegar verið búinn að heyra frá leikmönnum að ákveðinn aðili innan félagsins væri að vinna gegn honum. Íslenski boltinn 24. nóvember 2025 18:46
Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið til sín hægri bakvörðinn Alex Frey Elísson frá Fram. Hann gerði samning sem gildir út árið 2027. Íslenski boltinn 24. nóvember 2025 18:40
Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Hörður Björgvin Magnússon fagnaði sigri í kvöld þegar tvö Íslendingalið mættust í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 24. nóvember 2025 18:07
Pep skammast sín og biðst afsökunar Pep Guardiola, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, segist skammast sín fyrir framkomu sína gagnvart myndatökumanni eftir tap liðsins gegn Newcastle United á laugardaginn síðastliðinn. Enski boltinn 24. nóvember 2025 16:46
María aftur heim til Klepp Eftir stutt stopp hjá Brann er María Þórisdóttir gengin aftur í raðir Klepp. Fótbolti 24. nóvember 2025 14:30
Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Nick Woltemade hefur tekið stór skref á sínum ferli á undanförnum árum. Aron Jóhannsson þekkir til Woltemade og hann hefur komið honum á óvart. Enski boltinn 24. nóvember 2025 12:30
Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Lionel Messi kom með beinum hætti að öllum mörkum Inter Miami í 0-4 sigri á Cincinatti. Með sigrinum komst Inter Miami í úrslit Austurdeildar MLS-deildarinnar í fyrsta sinn. Fótbolti 24. nóvember 2025 11:32
Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, segir að Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfi að taka stórar ákvarðanir, eins og að setja Mohamed Salah á varamannabekkinn. Enski boltinn 24. nóvember 2025 11:01
Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Heimir Hallgrímsson hefur hrifist af þeim skrefum sem íslenska landsliðið hefur tekið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, hann segir þó vanta kjöt á beinin hjá liðinu. Fótbolti 24. nóvember 2025 09:30
Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Eberechi Eze skoraði þrennu þegar Arsenal rúllaði yfir Tottenham, 4-1, í Norður-Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Þá vann Aston Villa sjötta sigurinn í síðustu sjö deildarleikjum. Enski boltinn 24. nóvember 2025 09:01