Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Albert neitaði sök

Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd.

Innlent
Fréttamynd

„Bæði lið gátu klár­lega stolið þessu í dag“

Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leysir frá brandar­askjóðunni

Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á RÚV átti erfitt með þáttastjórn EM stofunnar í hálfleik Portúgals og Slóveníu vegna hláturskasts. Það kom til vegna brandara frá Hjörvari Hafliðasyni sparkspekingi.

Lífið
Fréttamynd

Hall­grímur: Við hefðum getað skorað sjö mörk

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var kátur í leikslok í kvöld eftir að hafa slegið stórlið Valsmanna út úr bikarnum og komist þar með í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir KA-menn en Hallgrímur er búinn að koma sínum mönnum á beinu brautina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Við Olla erum enn vin­konur, er það ekki?“

„Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark

Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk. 

Íslenski boltinn