Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Treysti á broddana í bröttum hlíðum Búlandstinds

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi. Við gefum honum orðið.

Ferðalög
Fréttamynd

Ferða­þyrstir Ís­lendingar nenna ekki heim

Isavia gerir ráð fyrir sex til sjö hundruð komum og brottförum á Keflavíkurflugvelli yfir páskana, frá síðasta laugardegi til annars í páskum. Þetta er margfalt á við það sem var í fyrra þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði en þá voru komur og brottfarir um eitt hundrað um páskana.

Innlent
Fréttamynd

Sólbrunninn á brúninni á Lómagnúpi

Garpur I. Elísabetarson þáttastjórnandi Okkar eigið Ísland er enn á flakki og í ævintýraleit þó að fyrstu þáttaröðinni sé lokið. Hann mun skrifa reglulega pistla um sína útivist hér á Lífinu á Vísi, sá fyrsti er um Lómagnúp. Við gefum honum orðið.

Lífið
Fréttamynd

Keyptu fjögurra herbergja íbúð á 16 milljónir

Þórunn Jónsdóttir býr ásamt yngra barni sínu og kúbverskum eiginmanni í fjallaþorpinu Valsequillo á eyjunni Gran Canaria í Kanaríeyjaklasanum. Þau fluttu þangað frá Íslandi, meðal annars af því að þau áttu erfitt með að finna daggæslu fyrir dóttur sína.

Lífið
Fréttamynd

Vorfiðringur á dýnudögum

Árlegir dýnudagar standa nú yfir í Vogue fyrir heimilið. Halldór Snæland hefur staðið vaktina í yfir þrjátíu ár og segir skemmtilega stemmingu alltaf myndast í versluninni á þessum tíma enda viðskiptavinir að gera sig klára fyrir sumarið og sólardagana framundan. 20 % afsláttur er af svampi og áklæði þessa daga.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Fjölmenni á fyrirlestri pólfarans Börge Ousland

Norðmaðurinn Börge Ousland einn fremsti pólfari nútímans sagði í máli og myndum frá mögnuðum ferðum sínum á miðvikudagskvöldið var á fyrirlestri á Hilton Nordica. Nær 400 gestir voru mættir til að hlýða á Börge.

Samstarf
Fréttamynd

Skemmtilegir hlutir til að gera í París

Nú eru eflaust margir farnir að skipuleggja ferðalög og velta fyrir sér næsta áfangastað. Parísarborg er þekkt fyrir að vera einhvers konar miðja ástar og rómantíkur. Þangað fer fólk meðal annars til að trúlofast og vera ofur rómó. Þrátt fyrir krafta ástarinnar er alls ekki nauðsynlegt að gestir borgarinnar séu ástfangnir þegar farið er til Parísar þar sem borgin býður upp á endalaus ævintýri og lífið er bókstaflegt listasafn í París.

Ferðalög
Fréttamynd

Golfæði runnið á Íslendinga

„Það vilja bókstaflega allir komast út. Páskarnir eru nánast uppseldir hjá okkur og vorið einnig orðið þétt. Við erum þegar farin að huga að haustferðunum. Ég hugsa að hver einasti Íslendingur sem getur haldið á kylfu fljúgi út á þessu ári,“ segir Einar Viðar Gunnlaugsson, golfstjóri hjá Úrval Útsýn en frostbitnir Íslendingar festa sér nú golfferðir til sólarlanda í unnvörpum.

Samstarf