Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ráð­leggur fólki að koma fyrr á völlinn

Isavia ráðleggur fólki að koma fyrr en venjulega í innritun á Keflavíkurflugvöll í þessari viku vegna páskaörtraðar á vellinum. Upplýsingafulltrúi segir að langtímabílastæði nálægt vellinum hafi verið uppöntuð yfir hátíðina strax í síðustu viku þrátt fyrir að þeim hafi verið fjölgað.

Innlent
Fréttamynd

Í sjálf­heldu í fimm daga: „Ég er vit­lausi ameríski ferða­maðurinn“

Bandarískur ferðamaður, sem var bjargað af björgunarsveitum eftir að hafa verið fastur í Loðmundarfirði í fimm daga, segist uppfullur þakklætis í garð allra sem komu að björguninni. Hann sé fullkomið dæmi um vitlausa ameríska túristann sem sífellt sé varað við. Hann vonar að saga sín verði öðrum víti til varnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Úr­val Út­sýn færir lands­mönnum sól og gleði í 70 ár

Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Önnur Airbus-þotan væntan­leg á morgun

Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvö þúsund Ís­lendingar í hverri viku á Tenerife

Um tvö þúsund Íslendingar eru staddir á Tenerife í hverri viku nú yfir vetrartímann og njóta þess að sleikja sólina með heimamönnum. Á síðasta ári heimsóttu um fimmtíu þúsund Íslendingar eyjuna en alls voru ferðamennirnir, sem sóttu Tenerife það ár um sjö milljónir talsins.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind hlaut blessun á Balí

Inga Lind Karlsdóttir, fjölmiðlakona og framleiðandi, er á heimleið eftir ævintýralegt frí á Balí með vinkonu sinni, Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni bæjarráðs Garðabæjar. Vinkonurnar deildu myndum frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Bundið slit­lag á síðasta kafla Norðausturvegar

Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027.

Innlent
Fréttamynd

Hátindar Ör­æfa­jökuls að vori

Fjallgöngur á hæstu tinda Öræfajökuls á vordögum hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Um tíma má segja að það hafi verið í tísku að ganga á Hvannadalshnúk og stundum var fólk að taka slíka ákvörðun með skömmum fyrirvara. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar um mikilvægi þess að huga að undirbúningi og þjálfun tímanlega fyrir krefjandi jökulgöngur. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Icelandair hefur flug til Miami

Icelandair tilkynnti í dag um nýjan áfangastað flugfélagsins. Það er Miami í Flórída ríki Bandaríkjanna. Fram kemur í tilkynningu að flogið verði til borgarinnar þrisvar í viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gucci og glæsi­leiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma

Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, eru í rómantísku fríi á Ítalíu. Parið eyddi fyrsta degi ferðalagsins í Flórens og eru nú komin til Rómaborgar þar sem þau drekka í sig ítalska menningu.

Lífið
Fréttamynd

Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN

KVAN sérhæfir sig í námsferðum sem eru fræðandi, uppbyggjandi og hvetjandi fyrir þátttakendur. KVAN skipuleggur námsferðir bæði innan- og utanlands fyrir skóla, stofnanir og fyrirtæki og aðlagar eftir óskum þátttakanda.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“

Rakel María Hjaltadóttir, hlaupari og förðunarfræðingur, er stödd í fríi í Cartagena í Kólumbíu, ásamt kærasta sínum Guðmundi Lúther Hall­gríms­syni, stafræns markaðsstjóra hjá Bláa Lóninu. Parið var á leið inn á eitt hættulegasta svæði borgarinnar í gærmorgun þegar hópur manna á mótorhjólum skipaði þeim að snúa við.

Lífið
Fréttamynd

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um öryggi á fjöllum.

Lífið samstarf