Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Þegar ég fór að gráta

Ég náði í fjögurra ára son minn í leikskólann um daginn. Sú iðja er svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þegar ég kom inn á deildina hans sat hann með tveimur vinkonum sínum við borð og lék sér í mesta bróðerni við þessar æðislegu stúlkur.

Bakþankar
Fréttamynd

Þrælahald

Enn eitt mansalsmálið er nú til rannsóknar hjá lögreglu, nú meint vinnumansal hjá starfsmanni Félags heyrnarlausra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innganga og útganga

Ekkert jafnast á við undrið þegar barn fæðist. Í síðustu viku tók ég mér nokkurra daga sumarfrí til að heilsa dótturdóttur minni sem kom í heiminn dökkhærð og undurfríð.

Bakþankar
Fréttamynd

Verkleysið

Í gær var birt svört skýrsla um stöðu salernismála á ferðamannastöðum á Íslandi. Skýrslan var unnin að beiðni Stjórnstöðvar ferðamála og kemst að þeirri, ekki beint óvæntu, niðurstöðu að málin séu ekki í góðum horfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ofmetið frelsi

Launafólk finnur ekkert fyrir gjaldeyrishöftunum enda eru vöru- og þjónustuviðskipti undanþegin höftum. Að þessu sögðu er hins vegar mjög brýnt að losa um gjaldeyrishöftin fyrir lífeyrissjóði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pabbastund

Ég á ekki margar minningar um pabba minn sem lést langt fyrir aldur fram. Því dýrmætari eru augnablikin sem lifa í hugskotinu. Lykt, hlátur, háhestur. Ég breytist í stelpuskott.

Bakþankar
Fréttamynd

Að hafa skoðun á öllu

Jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti.

Bakþankar
Fréttamynd

Af-lands-plánun

Við erum þjóð sem borgum iðnaðarmönnum svart og gefum aldrei undir nokkrum kringumstæðum stefnuljós, bara af því að maður fer ekki eftir reglum.

Skoðun
Fréttamynd

Föðurbetrungar

Nýstúdentarnir með hvíta kolla og sólskinsbros streyma út úr skólum landsins þessa dagana og það er svo sannarlega ástæða til þess að óska þeim öllum til hamingju með áfangann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Guðni í höfn?

Kannanir hafa sýnt yfirburðastöðu Guðna Th. Jóhannessonar, sem nýtur fylgis allt að 2/3 kjósenda.

Skoðun
Fréttamynd

Seinfeld-áhrifin

Munið þið eftir Seinfeld? Auðvitað muna allir eftir Seinfeld þó að það séu átján ár síðan hann var í sjónvarpinu. Meira að segja krakkar sem voru ekki fæddir þegar síðasti þáttur Seinfeld var sýndur þekkja hann samt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loftvarnarbyrgið undir leikvellinum

Á meðan við biðum eftir að komast í skoðunarferð um loftvarnarbyrgið undir leikvellinum við skóla sonar míns um daginn, sýndi Barry okkur tösku eins og hann og hin börnin voru send með að heiman árið 1941.

Bakþankar
Fréttamynd

Lofar góðu

Bílar vega óvíða í þróuðum löndum þyngra í kostnaði heimila en hér á landi. Á það við bæði um innkaupsverð þeirra og rekstrarkostnað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Flýjarar og lemjarar

Ég var laminn um daginn. Í fyrsta skipti á ævinni. Já, ég veit. Ég hef ekki lifað. Jú, reyndar þegar ég var þrettán ára sparkaði tíu ára strákur í augað á mér þannig að augnlokið rifnaði en ég ætla ekki að segja ykkur frá því því það er aðeins of vandræðalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Nýtt blóð

Nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, var stofnað á þriðjudag. Á heimasíðu flokksins kemur fram að um sé að ræða nýtt, frjálslynt stjórnmálaafl á Íslandi. Flokkurinn standi í grófum dráttum fyrir réttlátt samfélag þar sem lífskjör eigi að verða svipuð og í nágrannalöndunum. Auðlindir eigi að nýta skynsamlega og markaðslausnir þar sem við á. Kjósa skuli um hvort ljúka eigi viðræðum við Evrópusambandið. Fundurinn var vel sóttur en þar munu hafa verið samankomin um 400 manns.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lýðræði undir álagi

Grikkland gengur aftur, vagga lýðræðisins. Aristóteles, gríski heimspekingurinn (384-322 f.Kr.), lýsti kostum lýðræðis sem hann taldi þó ekki endilega vera skástu stjórnskipun sem völ væri á, ólíkt Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands löngu síðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Okur utan ESB

Afar forvitnilegt getur verið að fylgjast með umræðu í Bretlandi um áhrif mögulegrar útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Á ýmsan hátt endurspeglar umræðan nefnilega vangaveltur hér heima um kost og löst á inngöngu í sambandið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nútíminn sem var

Ég var nýorðin 10 ára í maí 2003 og þótti aldurinn farinn að segja til sín. Mér skildist að ómögulegt væri að kortleggja nútímann því kennileitin yrðu ekki augljós fyrr en grafin í fönn og orðin að fortíð. Ég einblíndi þess vegna á framtíðina.

Bakþankar
Fréttamynd

Þegar öllu er á botninn hvolf

Fyrir stuttu voru vanefndir vinnuveitenda minna í Malaga orðnar svo miklar að ég sá mér ekki sæmd í öðru en að segja upp. Við tók mikið öryggisleysi.

Bakþankar
Fréttamynd

Ættarmótið

Ég nenni bara ekki að hvað sem ég tek mér fyrir hendur sé rætt á forsendum húðlitar. Við sem verðum fyrir áreitinu eigum ekki alltaf að þurfa að vera í vörn,“ sagði Unnsteinn Manuel Stefánsson tónlistarmaður í einlægu viðtali við helgarblað Fréttablaðsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mývatn

Náttúran hefur gildi í sjálfu sér, ekki bara nytjagildi fyrir menn. Þetta er grundvallaratriði sem furðu oft gleymist. Að sjálfsögðu lifa menn af landsins gæðum, sem eru þrotlaus, og haga þá málum svo að þau rýrni ekki eða spillist – en raunverulegt gildi náttúrunnar felst ekki í slíkum nytjum.

Skoðun
Fréttamynd

Gleraugna–glámur

Frá því að ég var píreygur 9 ára krakki hefur sjón minni farið hrakandi og ég sit nú uppi með nærsýni upp á þrjár kommur og sjónskekkju eins og söguhetjan í Dagbókum Berts.

Bakþankar
Fréttamynd

Lærðu hratt

Sá mæti heimspekingur og háskólamaður Páll Skúlason sagði eitt sinn um menntun: "Tilgangur náms er námið sjálft. Þess vegna verða menn aldrei fullnuma í neinni námsgrein, hversu mörgum og góðum prófgráðum sem þeir ljúka.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Fullorðnir og börn

Á mínum uppvaxtarárum var oft talað um hrekkisvín og grenjuskjóður. Þessi orð sem enginn notar lengur (sem betur fer) tákna gerendur og þolendur í ævafornu einelti. Ólafur Kárason í Ljósvíkingi Laxness var t.d. stöðugt ofsóttur

Bakþankar
Fréttamynd

Ójafn leikur

Stjórnvöld vinna að því leynt og ljóst, að innan örfárra ára, verði Ríkisútvarpið og Netflix ein eftir á ljósvakanum. Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur RÚV verið sköpuð staða til að murka lífið úr frjálsri fjölmiðlun.

Fastir pennar