Að hafa skoðun á öllu Helga Vala Helgadóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hvernig nennirðu að hafa alltaf skoðun á öllu, spurði gömul vinkona mín mig um daginn. Er hægt að hafa skoðun á öllu? Ég hef pælt í þessu síðan hún spurði mig. Hef ég í alvöru skoðun á öllu? Sálarlíf mitt tók t.d. ekki djúpa dýfu daginn sem rassinn á Gretu Salóme prýddi forsíðu Fréttablaðsins. Greip hvorki fyrir augun á manninum mínum né börnum enda er ég iðinn notandi sundlauga landsins og því vön alls konar rössum af öllum stærðum og gerðum. En sálarlíf mitt tekur stundum dýfur, það verður að viðurkennast. Helst þá þegar mér misbýður bullið í pólitíkinni. Þegar ósannindin flæða um opinbera umræðu og hagsmunaárekstur stjórnmálamanna blasir við. Sálarlíf mitt tekur líka djúpar dýfur þegar ég verð vitni að því þegar íslensk stjórnvöld senda ung börn með foreldrum sínum á götuna í stríðshrjáðum löndum eða vanmáttugum ríkjum Evrópu. Þar hef ég sterka skoðun því ég tel okkur vera á algjörum villigötum hvað varðar þjónustu við þá sem vilja búa hér og starfa. Ég get ekki annað en hugsað um það hversu heppin ég er að eignast börnin mín hér á Íslandi. Þar sem flestir hafa þak yfir höfuðið, flestir geta gengið um borg og bæi án þess að eiga á hættu ofsóknir eða sprengjuregn. Já, ég er þakklát fyrir þessi forréttindi, jafnvel þó að börnin mín alist upp við það að það teljist eðlilegt að brjálast yfir hundinum Lúkasi og rassinum á Gretu Salóme en teljist óeðlileg öfgaróttækni að vera misboðið yfir launamisrétti, umhverfishryðjuverkum eða því að ráðamenn eigi eignir í skattaparadísum svo þeir þurfi ekki að taka þátt í samneyslunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun