Íslandbaídsjan Í þjóðfélagsumræðunni er oftar en ekki talað um „þær þjóðir sem Íslendingar vilja bera sig saman við". Hingað til hef ég ekki heyrt minnst á Aserbaídsjan í þeim flokki en upp á síðkastið hefur þó komið í ljós að Íslendingar eiga ýmislegt sameiginlegt með Aserum. Bakþankar 15. júní 2007 06:00
Gunnarshólmi Jónasar Jónas Hallgrímsson var listaskáldið góða, enda minntist Háskóli Íslands 200 ára afmælis hans með veglegri ráðstefnu 8. júní. Ég flutti þar erindi um stjórnmálaviðhorf á dögum Jónasar og hóf mál mitt á örfáum orðum um eitt frægasta kvæði Jónasar, Gunnarshólma. Þar kveður skáldið Gunnar á Hlíðarenda hafa snúið aftur af ættjarðarást. Þetta hafa norrænufræðingar og uppeldisfrömuðir haft eftir í eina öld og hálfri betur. Fastir pennar 15. júní 2007 06:00
Möguleiki á mjúkri lendingu Nýjar hagtölur gefa ágætis fyrirheit um að aðlögun hagkerfisins sé hafin og aukinn útflutningur taki upp merkið af einkaneyslu og stóriðjufjárfestingu í að drífa áfram vöxt framleiðslu þjóðarinnar. Í fyrsta sinn vex neysla heimilanna ekki milli tímabila í fimm ár. Fastir pennar 14. júní 2007 06:15
Banki eða mjaltavél? Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Skoðun 14. júní 2007 06:15
Áhugamál Hæfileikinn til að eiga sér áhugamál er eitt það skemmtilegasta sem aðskilur okkur frá hinum dýrategundunum. Aðrir ofur eiginleikar, eins og að vita að einn daginn hrökkvum við upp af, hafa bara skilað okkur bömmerum. Því eru áhugamálin einn besti kostur okkar grimmu tegundar og kæmi til refsilækkunar ef við lentum fyrir tegundadómstóli. Bakþankar 14. júní 2007 06:00
Leikreglukreppa Nýir þingmenn hafa síðustu daga átt á kost á að láta ljós sitt skína. Illugi Gunnarsson notaði tækifærið til þess að brýna iðnaðarráðherra á hugmyndum um breytt lagaumhverfi í orkubúskapnum. Þar má enn finna leifar gamallar ríkisforræðishyggju sem stríðir gegn nútímaviðhorfum. Fastir pennar 13. júní 2007 06:00
Kynjasögur Egils Það hljóp á snærið hjá blöðunum í síðustu viku þegar skarst í odda á milli Egils Helgasonar og Ara Edwald. Ekki sáu þau ástæðu til að fá hlutlausan lögfræðing til að rýna í tölvupóstsamskipti þeirra - svona rétt til að fræða almenning á því hvað stenst lög - heldur létu þá um að skattyrðast. Egill brá sér síðan í helgarviðtal til Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Blaðinu þar sem hann útlistar það sem bíður hans á Ríkissjónvarpinu. Bakþankar 13. júní 2007 03:00
Heima og heiman Hótel eru undarlegir staðir. Á margan hátt líkjast hótel hugmyndum flestra trúaðra um staðinn sem tekur við eftir að jarðlífinu lýkur. Þá verða engar íþyngjandi skyldur. Enginn þarf að búa um rúmið sitt og ósýnilegar hendur munu alltaf sjá til þess að allt verði hreint og fagurt í kringum mann. Að minnsta kosti ef maður hefur verið góður og lagt fyrir áður en lagt er í langferðina. Bakþankar 12. júní 2007 04:00
Tvær hliðar á sama peningi Fréttir af nauðgunum eða nauðgunartilraunum, eins og þeirri sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur um helgina, valda bæði ónotum og reiði. Ofbeldið virðist fara vaxandi í borginni og nauðganir og nauðgunartilraunir á götum úti verða stöðugt algengari. Fastir pennar 11. júní 2007 06:15
Sigling við sólarlag Hér áður fyrr dóu flestir á miðjum aldri með smalaprikið eða skörunginn í hendi án þess að hið opinbera þyrfti að hafa af þeim áhyggjur. Einstöku kerlingar voru þó lífseigar og voru kallaðar “ömmur”. Bakþankar 11. júní 2007 06:00
Litlu þúfurnar og þungu hlössin Ein af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt. Fastir pennar 10. júní 2007 06:15
Hvenær á að virkja og hvenær ekki Ég vil byrja þessa grein á því að þakka heiðursmanninum Sturlu Böðvarssyni fyrir þá þolinmæði og huggulegheit sem hann sýndi mér þegar ég ítrekað, aftur og aftur, ávarpaði hann sem frú forseta í fyrstu ræðunni sem ég hélt á Alþingi. Fastir pennar 10. júní 2007 06:00
Bölvuð ekkisens... Mér finnst ótrúlega sorglegt að sjá gengið út frá því sem vísu að hæfileikinn til að læra eigi að eldast af manni, að það að vera enn að þroskast og auka við þekkingu sína sé merki um vanþroska. Auðvitað ætti þessu að vera öfugt farið. Fátt ber einmitt gleggri merki um vanþroska en að geta ekki lært, þroskast og breyst, að bíta í sig skoðanir og viðhorf sem maður er ófáanlegur ofan af hvað sem tautar og raular. Bakþankar 10. júní 2007 06:00
Finnum stæði Einn af mörgum borgarstjórum Reykjavíkur stóð svellkaldur á hverfafundi: Vitið þið hvað það eru mörg bílastæði á Reykjavíkursvæðinu? Fundurinn þagði þrjóskulega enda nýbúið að nöldra talsvert um skort á bílastæðum í hverfinu. Borgarstjórinn gaf sér dramatíska kúnstpásu: Það eru ein miljón bílastæði í Reykjavík – vitið þið hvað það kostar sveitarfélögin?“ Það var fyrir hendingu frekar en slysni að Reykjavík varð amerísk bílaborg og úthverfin – nágrannabyggðir fyrirgefið – öpuðu það eftir. Fastir pennar 9. júní 2007 06:15
Í nýju kompaníi Í þingsetningarræðu sinni lét forseti Íslands þess getið að nú væru þeir allir horfnir af vettvangi sem hefðu verið með honum á þingi. Ég kleip mig í handlegginn til að kanna hvort ég væri ekki þar sem ég var. Eða væri ekki ég. Mundi sem sagt ekki betur en að við Ólafur Ragnar hefðum verið samferða á þingi fyrir margt löngu. Fastir pennar 9. júní 2007 06:00
Póstkort Að aldagömlum sið ákvað ég fyrir nokkrum dögum að bregða mér suður á bóginn og freista þess að njóta lífsins í þægilegu loftslagi, frír og frjáls í lögbundnu sumarfríi. Þegar þetta er skrifað er ég kominn með 15 moskitóbit og hverju þeirra hef ég að sjálfsögðu tekið fagnandi enda ekki á hverjum degi sem maður getur gengið um á bol og stuttbuxum utandyra og sjálfsagt að einhver greiðsla, eða fórn, komi í staðinn. Bakþankar 9. júní 2007 06:00
Hugmyndir Svía um nútímann Það er viss passi í kringum hina árlegu fegurðarsamkeppni Ungfrú Ísland að henni sé mótmælt, einkum af ljótu og bitru femínistunum sem enginn vildi sofa hjá. Alltaf eru aðstandendur keppninnar jafn gáttaðir á gagnrýninni, enda frjálst val ungu stúlknanna með vaselínsmurðu skelfingarbrosin að taka þátt í viðkomandi skrokkasýningu. Sem er alveg rétt. Ekki fá þær pening fyrir. Í mesta lagi þrjátíu kíló af nælonsokkum, ef þær eru nógu vinsælar. Bakþankar 8. júní 2007 00:01
Hálfvitar Þegar allt kemur til alls og kjarninn hefur verið skilinn frá hisminu blasir við einföld skýring á flest öllum vandræðum heimsins: Það er of mikið til af hálfvitum. Bakþankar 7. júní 2007 00:01
Tilboð um réttlæti Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um verulegan samdrátt í þorskveiði er óneitanlega mikið áfall með margvíslegum áhrifum. Þau snerta bæði einstaklinga, fyrirtæki og þjóðarbúskapinn. Fastir pennar 6. júní 2007 06:15
Sértæk fræði Frá því einu sérfræðingarnir voru latínuþyljandi prestar og feitir sýslumenn eru nú bara stöku strá sem ekki flokkast undir sérfræðinga á einhverju sviði. Bakþankar 6. júní 2007 06:00
Velgjörðarmenn fátækra stúlkna Um súludans og vændi virðist oft ekki mega tala um án þess að sjálfskipaðir verndarar frelsis stígi fram. Þeir vilja vernda þessar atvinnugreinar og hafa jafnan bent á, máli sínu til stuðnings, að vændi sé til að mynda ein elsta atvinnugrein heims. Bakþankar 5. júní 2007 10:26
Íslenskir þjófar Íslendingar eru í öðru sæti yfir þjóðir sem nota mest af ólöglegum hugbúnaði. Aðeins Aserbaídsjan er fyrir ofan Ísland á lista tímaritsins The Economist yfir þær þjóðir sem hafa mest af illa fengnum hugbúnaði í hverri tölvu. Fastir pennar 5. júní 2007 10:26
Hver á að blása? Sunnudagsmorgunn í Kaupmannahöfn. Klukkan er hálfellefu og í Københavns Dommervagt stendur sléttfeitur maður frammi fyrir rétti. Hann er 29 ára gamall. Þessa stundina er hann frægasti maður í Danaveldi. Samt veit enginn hvað hann heitir. Bakþankar 4. júní 2007 05:30
Athugasemd Ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að það sem fór á milli mín og forstjóra 365 væri samningur. Viðbrögðin koma mér algjörlega í opna skjöldu. Mikið er þetta leiðinlegt... Fastir pennar 4. júní 2007 01:09
Biljónsdagbók 3.6. 2007 OMXI15 var 8.178,27 í morgun, þegar ég bað Halla að ganga frá yfirtökutilboði í Reyktjaldagerðina, og S&P500 var 1.503,23 þegar Iwaunt Moore hringdi frá London og sagði að ég yrði að koma strax út til að róa útlendu fjárfestana í Asian Viking Ventures. Bakþankar 3. júní 2007 00:01
Lög um reyk Í gær tóku í gildi ný lög á skemmtistöðum og börum borgarinnar sem banna gestum að reykja tóbak þar innandyra. Þeir sem hafa hatast við reykinn um langt árabil fagna þessum lögum og gera sér jafnvel vonir um að þetta skref verði byrjunin á endalokum tóbaksreykinga yfir höfuð, enda eru þær jú vissulega heilsuspillandi fyrir þá sem þær stunda sem og nærstadda. Bakþankar 2. júní 2007 00:01
Reyklaus barlómur Allir vita að reykingafólk er frekasti minnihlutahópur í heimi. Í eigin huga er reykingamaðurinn þó fyrst og fremst kúgað fórnarlamb, eins og umræðan um reykingabannið sem tekur gildi í dag sýnir. Svo innilega trúir reykingamaðurinn tjörunni að hann hefur fengið til liðs við sig ófáa nytsama sak/reykleysingja, sem oft eru uppnefndir „frjálslyndir húmanistar“ og eru vinsælir álitsgjafar og pistlahöfundar. Bakþankar 1. júní 2007 06:00
Fækkun ráðuneyta Þorsteinn Pálsson ritstjóri spurði um daginn beittrar spurningar í leiðara þessa blaðs. Úr því að Frökkum duga fimmtán ráðuneyti handa sextíu milljónum manns, hvers vegna þurfa Íslendingar tólf? Svarið blasir við. Fastir pennar 31. maí 2007 06:00
Sólgleraugu fyrir sálina Á morgun verður bannað að reykja á öllum veitingastöðum landsins, jafnt á Hótel Holti sem á Rökkurbarnum. Bretar eru farnir að merkja áfengisflöskur með miðum frá hinu opinbera. Þar kemur fram hversu stórra skammta af viðkomandi áfengistegund ríkið telur ásættanlegt að neyta á dag. Þessar merkingar koma örugglega hingað fljótlega. Bakþankar 31. maí 2007 00:01
Kvennaathvarf í aldarfjórðung Samtök um kvennaathvarf verða 25 ára næstkomandi laugardag, 2. júní. Kvennaathvarfið tók svo til starfa hálfu ári síðar, í desember 1982. Fyrsta kvennaathvarfið var stofnað í Bretlandi í upphafi áttunda áratugarins en hugmyndin breiddist hratt út og hefur skotið rótum í vestrænu samfélagi. Fastir pennar 31. maí 2007 00:01
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun