Finnum stæði 9. júní 2007 06:15 Einn af mörgum borgarstjórum Reykjavíkur stóð svellkaldur á hverfafundi: Vitið þið hvað það eru mörg bílastæði á Reykjavíkursvæðinu? Fundurinn þagði þrjóskulega enda nýbúið að nöldra talsvert um skort á bílastæðum í hverfinu. Borgarstjórinn gaf sér dramatíska kúnstpásu: Það eru ein miljón bílastæði í Reykjavík - vitið þið hvað það kostar sveitarfélögin?" Það var fyrir hendingu frekar en slysni að Reykjavík varð amerísk bílaborg og úthverfin - nágrannabyggðir fyrirgefið - öpuðu það eftir. Í Bandaríkjunum eru menn að vakna við vondan draum: samanlögð stæði þar í landi leggja undir sig ríkið Connecticut. Bílarnir eitra borgirnar, sjúga krafta úr atvinnulífi og opinberri þjónustu. Akbrautir og bílar heimta meira og meira til sín af plássi og orku. Í borgum Evrópu eru menn teknir að loka hverfum fyrir umferð eða selja inn aðgang. Í Reykjavík treður bíllinn sér inn í garðana. Borgin gefur tvö stæði við götu svo húseigandi geti keyrt inn í garðinn sinn. Húseigendum er gert að borga fyrir bílastæði, atvinnurekstur þarf flennistæði við hús sín. Bílastæðin kosta og á endanum borgar almenningur brúsann. Vestanhafs hafa róttækir frjálshyggjumenn bent á að afnema beri ókeypis bílastæði - alveg. Það dragi úr óþarfa umferð: þar eru 87 prósent umferðar á einkabílum og erindisleysur þrífast vegna ókeypis stæða. Þar verða menn að finna ráð til að draga úr umferð sem kostar samfélagið gríðarlegar fjárhæðir: ókeypis bílastæði vestra kosta jafn mikið og heilsugæsla og landvarnir ár hvert. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur snerist í umferðarmálum á einni nóttu: um leið og ábyrgðin skall á þeim fattaði liðið að bílaborgin Reykjavík er í vanda. Þegar borgarbúar við tilteknar götur geta krafið sveitarfélag um skaðabætur vegna loftmengunar er ástandið orðið alvarlegt. Raunar er að finna talsverða forsjárhyggju í umferðarkerfinu þegar: þegar einstefna er sett á hluta Vesturgötu að kröfu íbúa er umferðinni beitt annað. Einstefnukerfið er stýritilraun - forsjárhyggja hét það einu sinni. Gjaldtaka á öllum stæðum er réttindamál þeirra skattborgara sem ekki fara um á bíl. Það er sjálfsagt að gefa fyrirtækjum sjálfsvald um hvort þau heimta stöðugjöld við hús sín. Víða er það endurgreitt við kaup á vörum eða þjónustu. Hvers vegna skyldu fyrirtæki leggja í mikinn og óendurkræfan kostnað svo starfsmenn þeirra geti geymt bíl sinn daglangt á lóðum þeirra? Eru það ekki fríðindi sem meta verður til tekna? Rými í borginni er gæði - rými til að anda að sér hreinu lofti, geta hleypt yngstu borgurunum út án þess að þeir búi við stöðuga lífshættu af ofsaakstri bílstjóra. Stæði við heimili eru sums staðar seld, annars staðar keypt í upphafi hússins. Það er ein lausn á vaxandi umferðarvanda í Reykjavík og víðar að hugsa stæðaleigu upp á nýtt og í samræmi við annað verð á plássi. Það gæti dregið úr umferð sem verður að gera, dregið í látlitlum fasteignum fyrir bíla sem verður að linna. Og hvað á þá borgin að gera við öll bílastæðahúsin sín - hvers vegna á sveitarfélag að reka bílageymslur? Þau má selja til einkaaðila. Þessi gæði eiga menn að greiða fyrir eftir efnum og ástæðum, erindi og erindisleysum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun
Einn af mörgum borgarstjórum Reykjavíkur stóð svellkaldur á hverfafundi: Vitið þið hvað það eru mörg bílastæði á Reykjavíkursvæðinu? Fundurinn þagði þrjóskulega enda nýbúið að nöldra talsvert um skort á bílastæðum í hverfinu. Borgarstjórinn gaf sér dramatíska kúnstpásu: Það eru ein miljón bílastæði í Reykjavík - vitið þið hvað það kostar sveitarfélögin?" Það var fyrir hendingu frekar en slysni að Reykjavík varð amerísk bílaborg og úthverfin - nágrannabyggðir fyrirgefið - öpuðu það eftir. Í Bandaríkjunum eru menn að vakna við vondan draum: samanlögð stæði þar í landi leggja undir sig ríkið Connecticut. Bílarnir eitra borgirnar, sjúga krafta úr atvinnulífi og opinberri þjónustu. Akbrautir og bílar heimta meira og meira til sín af plássi og orku. Í borgum Evrópu eru menn teknir að loka hverfum fyrir umferð eða selja inn aðgang. Í Reykjavík treður bíllinn sér inn í garðana. Borgin gefur tvö stæði við götu svo húseigandi geti keyrt inn í garðinn sinn. Húseigendum er gert að borga fyrir bílastæði, atvinnurekstur þarf flennistæði við hús sín. Bílastæðin kosta og á endanum borgar almenningur brúsann. Vestanhafs hafa róttækir frjálshyggjumenn bent á að afnema beri ókeypis bílastæði - alveg. Það dragi úr óþarfa umferð: þar eru 87 prósent umferðar á einkabílum og erindisleysur þrífast vegna ókeypis stæða. Þar verða menn að finna ráð til að draga úr umferð sem kostar samfélagið gríðarlegar fjárhæðir: ókeypis bílastæði vestra kosta jafn mikið og heilsugæsla og landvarnir ár hvert. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur snerist í umferðarmálum á einni nóttu: um leið og ábyrgðin skall á þeim fattaði liðið að bílaborgin Reykjavík er í vanda. Þegar borgarbúar við tilteknar götur geta krafið sveitarfélag um skaðabætur vegna loftmengunar er ástandið orðið alvarlegt. Raunar er að finna talsverða forsjárhyggju í umferðarkerfinu þegar: þegar einstefna er sett á hluta Vesturgötu að kröfu íbúa er umferðinni beitt annað. Einstefnukerfið er stýritilraun - forsjárhyggja hét það einu sinni. Gjaldtaka á öllum stæðum er réttindamál þeirra skattborgara sem ekki fara um á bíl. Það er sjálfsagt að gefa fyrirtækjum sjálfsvald um hvort þau heimta stöðugjöld við hús sín. Víða er það endurgreitt við kaup á vörum eða þjónustu. Hvers vegna skyldu fyrirtæki leggja í mikinn og óendurkræfan kostnað svo starfsmenn þeirra geti geymt bíl sinn daglangt á lóðum þeirra? Eru það ekki fríðindi sem meta verður til tekna? Rými í borginni er gæði - rými til að anda að sér hreinu lofti, geta hleypt yngstu borgurunum út án þess að þeir búi við stöðuga lífshættu af ofsaakstri bílstjóra. Stæði við heimili eru sums staðar seld, annars staðar keypt í upphafi hússins. Það er ein lausn á vaxandi umferðarvanda í Reykjavík og víðar að hugsa stæðaleigu upp á nýtt og í samræmi við annað verð á plássi. Það gæti dregið úr umferð sem verður að gera, dregið í látlitlum fasteignum fyrir bíla sem verður að linna. Og hvað á þá borgin að gera við öll bílastæðahúsin sín - hvers vegna á sveitarfélag að reka bílageymslur? Þau má selja til einkaaðila. Þessi gæði eiga menn að greiða fyrir eftir efnum og ástæðum, erindi og erindisleysum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun