Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Steinunn Stefánsdóttir: Ha ég? Já þú. Ekki satt. Hver þá?

Það hálfa annað ár sem liðið er frá hruninu hefur að mörgu leyti einkennst af vonbrigðum; vonbrigðum yfir að það sem talið hafði verið velgengni var reist á sandi, ef ekki beinlínis blekkingum; vonbrigðum yfir því að stjórnvöld og stjórnkerfi virtist bæði skorta reglur og einnig þor til að stemma stigu við þeirri þróun, sem sumir sáu þó fyrir, að bankakerfið væri að vaxa þjóðinni langt yfir höfuð og vonbrigðum vegna þess að svo virtist sem enginn ætlaði sér að axla ábyrgð á hruninu og því sem til þess leiddi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ólafur Þ. Stephensen: Rotið kerfi

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis staðfestir þá mynd sem birzt hefur smátt og smátt í fréttum eftir að bankakerfið hrundi; í bönkunum var orðið til rotið kerfi, þar sem stóru eigendurnir völsuðu um og misnotuðu stöðu sína, á kostnað smærri hluthafa og sparifjáreigenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bananalýðveldið

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið er harðari áfellisdómur yfir íslenzku stjórnkerfi, viðskiptalífi og samfélagi en margir væntu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náðarbrauðið

Við lifum á tímum gegndarlauss uppnáms og ekki var síðasta vika frí af slíku. Áslaug Guðrúnardóttir, fréttamaður Ríkissjónvarpsins, flutti sláandi frétt þar sem sýndar voru myndir sem virðast teknar úr launsátri aftan á fólk sem bíður í röð eftir náðarbrauði Fjölskylduhjálparinnar. Í frétt Áslaugar benti félagsfræðingurinn Harpa Njáls á að stjórnvöld hafi alla tíð vitað að hér á landi væri greiddur út lífeyrir sem ekki dygði til framfærslu. Þess vegna hafi stjórnvöld heldur ekki viljað reikna út hvað lífeyririnn þyrfti raunverulega að vera hár.

Bakþankar
Fréttamynd

Atli Fannar Bjarkason: Hættulegur kynþokki golfara

Í vikunni var kosið um að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Samþykkt var að verja 230 milljónum í verkið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson átti eftirminni­legustu ummælin um stækkuna þegar hann sagði að golfvöllurinn yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa.

Bakþankar
Fréttamynd

Ólafur Stephensen: „Allt sem þú segir mér að gera“

Eitt af því sem felldi íslenzka bankakerfið voru gáleysislegar lánveitingar bankanna til eigenda sinna og tengdra aðila. Of mikil áhætta byggðist upp í lánabókum bankanna, sem lánuðu sömu eða skyldum aðilum gífurlegar fjárhæðir. Það magnaði upp áhættuna í efnahagslífinu að ýmsir stórir lántakar voru jafnframt í hópi eigenda bankanna. Færi illa fyrir

Fastir pennar
Fréttamynd

Brynhildur Björnsdóttir: Málsháttatal

Þá er lokið stærstu málsháttaveislu ársins. Milljón málshættir, dulbúnir sem súkkulaðiegg og umvafðir sælgæti í skrjáfpappír, hafa nú runnið inn í hug og hjarta landsmanna og -kvenna öllum til umhugsunar og vonandi sumum til hugljómunar. Það er frábært hversu margir hafa áhuga á málshættinum inni í páskaegginu, sumir réttlæta jafnvel óhóflega súkkulaðineyslu um páska með því að þeir kaupi páskaeggin bara fyrir málshættina.

Bakþankar
Fréttamynd

Fæðukeðjan í bankanum

Orðavalið í tölvuskeyti stjórnarmanns í Glitni rétt fyrir hrun opinberar hugarfarið í höfuðstöðvum bankans. Stjórnarmaðurinn var að reyna að herja lán út úr bankanum, en rak sig á óvænta fyrirstöðu og skrifaði

Fastir pennar
Fréttamynd

Steinunn Stefánsdóttir: Að fara með börnin sín í stríð

Hún kom óþyrmilega við mann upptakan af árásum bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Bagdad fyrir hálfu öðru ári. Efni upptökunnar kom ekki á óvart en áminning er það engu að síður að horfa upp á þetta dæmalaust óhugnanlega dæmi um atburði sem eiga sér stað í stríði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ríkið úti að aka

Ekki löngu fyrir áramót samþykkti ríkisstjórnin að skipta landinu í sjö svæði við gerð sóknaráætlana í landshlutum. Eitt þeirra er svokallað Suðvestursvæði, eða stór-höfuðborgarsvæðið. Skiptingin er hluti af svokallaðri Sóknaráætlun 20/20.

Fastir pennar
Fréttamynd

Greitt eftir notkun

Hugmyndir um að leggja á vegtolla til að fjármagna samgönguframkvæmdir koma nú upp enn á ný, að þessu sinni í tillögum starfshóps á vegum samgönguráðherra. Rætt er um að lífeyrissjóðirnir láni til stórframkvæmda í samgöngukerfinu, til dæmis tvöföldunar Suðurlands- og Vesturlandsvegar, og vegtollarnir standi undir endurgreiðslum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Listi hinna viljugu þjóða

Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt.

Bakþankar
Fréttamynd

Vegtollar

Á Íslandi hefur verið sæmileg sátt um að það sé verkefni hins opinbera að tryggja góðar samgöngur í landinu. Raunar eru samgöngur eitt þeirra opinberu verkefna sem minnstur styrr stendur um þar sem aðhaldssamir frjálshyggjumenn hafa iðulega stutt samgönguframkvæmdir til að tryggja verktökum verkefni. Þessi misserin er svigrúm í opinberum rekstri hins vegar lítið og það kemur niður á vegaframkvæmdum eins og öðru. Núna eru uppi hugmyndir að breyta þessu með einkaframkvæmd til að breikka Suðurlandsveg og Vesturlandsveg. Slík framkvæmd verður kostnaðarsöm en í samgönguráðuneytinu hafa menn þjóðráð við því, að velta kostnaðinum yfir á vegfarendur í formi vegtolla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Utan af landi

Konan mín er utan af landi en ekki ég. Þótt þetta valdi ekki oft misskilningi á heimilinu getur þó einstaka sinnum komið fyrir að menningarlegur bakgrunnur okkar er of ólíkur til að samstundis sé fyllilega ljóst hvað átt er við með sama orðalaginu. Til dæmis stakk konan mín upp á því við mig um daginn að við færum og kíktum á gosið þegar

Bakþankar
Fréttamynd

„Innan forsvaranlegra marka“

Jóhanna Sigurðardóttir vill reyna að friðmælast við atvinnulífið í landinu, ef marka má grein hennar hér í blaðinu í fyrradag. Þar segir Jóhanna stjórnina gera sitt ýtrasta til að standa við ákvæði stöðugleikasáttmálans og efla atvinnu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnlagaþing

Við hrunið spruttu eðlilega upp umræður um stjórnskipunarmálefni. Í framhaldinu fékk ríkisstjórnin hugmynd um stjórnlagaþing án þess að hafa nokkra skoðun á því hvert markmiðið væri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Friður á Balkanskaga

Öldin sem leið kvaddi líkt og hún heilsaði: með blóðugu stríði á Balkanskaga. Fyrsta stríðið brauzt út 1912, þegar Búlgarar, Grikkir og Serbar reyndu að brjótast undan yfirráðum Tyrkja og Serbar reyndu að tryggja sér aðgang að Adríahafi, en Serbía var og er landlukt. Árið eftir hófst annað stríð, og þar börðust einnig Makedónar og Svartfellingar auk fyrr nefndra þjóða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstristjórn sker

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra boðaði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um síðustu helgi að ríkisstjórnin myndi ráðast í erfiða uppstokkun í ríkisrekstrinum. Jóhanna sagðist telja raunhæft að fækka ríkisstofnunum um 30-40% á næstu tveimur til þremur árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heilagur Glinglinus

Í ýmsum tungumálum eru til orð og orðtæki sem merkja einhvern óákveðinn og óljósan tíma sem er einhvers staðar afskaplega langt í burtu. Í íslensku er t.d. talað um það ár þegar jólin ber upp á páska.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrír mikilvægir áfangar

Þeim sem láta sig jafnrétti kynjanna varða þykir oft sem baráttan sækist seint. Og ekki bara seint því ýmis teikn eru um að það sem ætti að ganga áfram virðist fara aftur á bak.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rauða rúllukragapeysan

Ég átti auðveldara með að skilja pólitíkina hér áður fyrr. Til dæmis þegar ég vann í fiskvinnslu og kaus Alþýðubandalagið. Ekki lét ég þar við sitja heldur mætti á kosningaskrifstofu flokksins í rauðri rúllukragapeysu, sötraði kaffi og vitnaði í Stein Steinar og Bob Dylan meðan ég hallmælti auðvaldinu.

Bakþankar
Fréttamynd

Það vex sem að er hlúð

Góð vinkona mín fór nýverið með barnabörnum sínum í sundlaugina á Álftanesi. Hún naut þess að synda í lauginni og vera í heita pottinum en þau höfðu meiri áhuga á rennibrautinni. Dóttursonur hennar sem er mjög hændur að ömmu sinni kom og spurði í samúðartón hvort hún þyrði ekki í brautina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Talíbanar femínista

Fyrir nokkru hitti ég afganska kvenréttindakonu sem hafði verið valin úr hópi fólks til að nema við Jafnréttisskólann í Háskóla Íslands. Margt sem hún komst í tæri við hér var henni fullkomlega framandi, svo sem galtómar og hættulausar götur, sem og námskeið um kynferðisleg réttindi, sem yrði seint kennt við Háskólann í Kabúl.

Bakþankar
Fréttamynd

Biðin er dýr

Seinkun um ár á stóriðjuframkvæmdum vegna þess að enn hafa ekki náðst samningar um Icesave getur haft í för með sér að landsframleiðsla dragist saman um fimmtíu milljarða næstu þrjú árin. Þetta er ein af niðurstöðum hagdeildar Alþýðusambandsins, sem að beiðni Fréttablaðsins reiknaði út hvað það kynni að kosta þjóðarbúið að Icesave-viðræðurnar drægjust enn á langinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jörð í Afríku

Mér var boðið í afmælisveislu til vinkonu minnar fyrir skömmu. Ekki vildi hún fá bók, geisladisk eða annað sem gaman hefði verið að velja og fá að pakka inn. Nei, hana langaði í geit eða jafnvel hænu.

Bakþankar