Páll Baldvin Baldvinsson: Hugsað til kartöflubænda 16. apríl 2010 06:00 Þessa dagana eru kartöflubændur þungstígir. Öskulag er lagst á garðana austurfrá og enn ekki ljóst hvaða áhrif efnasamsetning öskunnar hefur á yfirborðslag moldarinnar. Utan öskufallssvæða eru kartöflubændur að gíra sig upp og farnir að huga að útsæði vorsins. Köld jörðin býður brátt upp á ruðning, mólendin gömlu munu að venju ýta upp grjóti sem liggur í djúpinu og leitar upp þegar frostið þýðir og klakinn fer úr jörð. Sandgarðarnir þurfa sína endurnýjun og þar sem ræktun hefur staðið lengi djúpum rótum verða menn að flytja skákir svo jarðvegurinn standi undir jarðeplarækt að gagni. Kartöflurækt er kúnst. Ekki vilja menn sitja uppi með gríðarleg grös og ekkert undir. Og allt byggist þetta í upphafinu: almennilegu útsæði. Nú bý ég svo vel að eiga þokkalegt útsæði. Geymslur undir útsæði eru vandamál nú til dags og líkastil þarf maður að finna sér hól og gera sér geymslu. Hitastig jafnvel á köldustu stöðum er of hátt og ekki má heldur frysta. Og svo eru það tegundirnar: kartöflumenn vita að það er ekki sama kartafla og kartafla. Helga, Gullauga, Rauðar - svo ekki sé talað um exótískar sortir eins og þær bláu eða möndlulaga kartöflur: allt eru þetta spennandi tegundir. Að ógleymdum Bintje, Eyvindi og Premier. Og fyrr en varir detta áhugasamir ofan í litteratúrinn og svo er tekið að skiptast á ráðum: pælingar geta orðið miklar og kalla á huggulegheit í spjallinu, kökur, kaffi og kúnstpásur. Það er smuga að komast í skipti og þá er eins gott að eiga eitthvað til skiptanna, menn láta ógjarnan poka af útsæði nema fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ef í þrautir rekur má fara í bankafyrirtækin á grænmetismarkaði nú eða þá sem enn standa uppréttir á hlaupareikningnum og með báða fætur á jörðinni í eiginfjárstöðu í öðrum fyrirtækjum og kaupa sér útsæði. Þá bíður mörkin andandi af jarðgufum. Við sem höfum aðgang að skika erum mikið að hugsa þessa dagana. Tíðindin að austan kunna að þýða felli í kartöflurækt innanlands og þá er spurning hvort sveitarfélög utan öskusvæða hafa vit á að opna stór garðflæmi innan sinna marka til að hefja stórfellda kartöflurækt á vegum almennings. Margt bendir raunar til að búhyggnir finni sér spildu: nú þegar samdráttur er að aukast innanlands er um að gera að fólk finni sér verkefni við hæfi og fátt er hollara en að rækta ofan í sig, jarðeplin, rófur og annan jarðargóða, reyta arfann á fjórum undan háum grösum og loks finna fögnuð að tína upp úr moldinni glóandi eplin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Kartöflurækt Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Þessa dagana eru kartöflubændur þungstígir. Öskulag er lagst á garðana austurfrá og enn ekki ljóst hvaða áhrif efnasamsetning öskunnar hefur á yfirborðslag moldarinnar. Utan öskufallssvæða eru kartöflubændur að gíra sig upp og farnir að huga að útsæði vorsins. Köld jörðin býður brátt upp á ruðning, mólendin gömlu munu að venju ýta upp grjóti sem liggur í djúpinu og leitar upp þegar frostið þýðir og klakinn fer úr jörð. Sandgarðarnir þurfa sína endurnýjun og þar sem ræktun hefur staðið lengi djúpum rótum verða menn að flytja skákir svo jarðvegurinn standi undir jarðeplarækt að gagni. Kartöflurækt er kúnst. Ekki vilja menn sitja uppi með gríðarleg grös og ekkert undir. Og allt byggist þetta í upphafinu: almennilegu útsæði. Nú bý ég svo vel að eiga þokkalegt útsæði. Geymslur undir útsæði eru vandamál nú til dags og líkastil þarf maður að finna sér hól og gera sér geymslu. Hitastig jafnvel á köldustu stöðum er of hátt og ekki má heldur frysta. Og svo eru það tegundirnar: kartöflumenn vita að það er ekki sama kartafla og kartafla. Helga, Gullauga, Rauðar - svo ekki sé talað um exótískar sortir eins og þær bláu eða möndlulaga kartöflur: allt eru þetta spennandi tegundir. Að ógleymdum Bintje, Eyvindi og Premier. Og fyrr en varir detta áhugasamir ofan í litteratúrinn og svo er tekið að skiptast á ráðum: pælingar geta orðið miklar og kalla á huggulegheit í spjallinu, kökur, kaffi og kúnstpásur. Það er smuga að komast í skipti og þá er eins gott að eiga eitthvað til skiptanna, menn láta ógjarnan poka af útsæði nema fá eitthvað fyrir sinn snúð. Ef í þrautir rekur má fara í bankafyrirtækin á grænmetismarkaði nú eða þá sem enn standa uppréttir á hlaupareikningnum og með báða fætur á jörðinni í eiginfjárstöðu í öðrum fyrirtækjum og kaupa sér útsæði. Þá bíður mörkin andandi af jarðgufum. Við sem höfum aðgang að skika erum mikið að hugsa þessa dagana. Tíðindin að austan kunna að þýða felli í kartöflurækt innanlands og þá er spurning hvort sveitarfélög utan öskusvæða hafa vit á að opna stór garðflæmi innan sinna marka til að hefja stórfellda kartöflurækt á vegum almennings. Margt bendir raunar til að búhyggnir finni sér spildu: nú þegar samdráttur er að aukast innanlands er um að gera að fólk finni sér verkefni við hæfi og fátt er hollara en að rækta ofan í sig, jarðeplin, rófur og annan jarðargóða, reyta arfann á fjórum undan háum grösum og loks finna fögnuð að tína upp úr moldinni glóandi eplin.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun