Frá „svikum“ til „þjóðarsigurs“ "…vissulega er það svo, að smáþjóð verður að varast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn alþjóðadómstóls, því að sannleikurinn er sá, að smáþjóð á ekki annars staðar frekar skjóls að vænta heldur en hjá alþjóðasamtökum og alþjóðastofnunum af því hún hefur ekki valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og stórveldin.“ Fastir pennar 2. febrúar 2013 06:00
Næsta norræna velferðarstjórn Tímaritið virta og víðlesna The Economist birtir í nýjasta tölublaði sínu heilmikla úttekt á nágrannaríkjum okkar fjórum á Norðurlöndunum. Ísland er ekki með í úttektinni. Á forsíðunni er birt mynd af úfnum víkingi með fyrirsögninni "Næsta súpermódel“. Þar er augljóslega vísað í norræna módelið, sem The Economist færir rök fyrir að hafi skilað norrænu ríkjunum í fremstu röð og mörg önnur ríki muni horfa til í vaxandi mæli. Fastir pennar 2. febrúar 2013 06:00
Eðlilegasti hlutur í heimi Kynlíf er fallegt. Og gott. Stundum frábært, stundum minna frábært. Og yfirleitt algjört leyndarmál. Það er ekkert nýtt. Í gegnum aldirnar hefur losti jafnvel verið talinn til dauðasynda sem gætu brenglað sálarlífið með alvarlegum hætti. Bakþankar 2. febrúar 2013 06:00
Grýla er ekki dauð Viðbrögð við Icesave-dómnum hafa verið áhugaverð. Margir þeirra sem börðust gegn samningaleiðinni telja hann færa þeim einhvers konar glaðhlökkunarvald yfir hinum sem mátu stöðuna öðruvísi. Í Þórðargleði sinni fullyrða þeir að þessir eða hinir hafi reynt að "hengja á þjóðina hundruð milljarða í erlendum skuldbindingum“ og hika ekki við að ásaka náungann um föðurlandssvik eða landráð. Fastir pennar 1. febrúar 2013 06:00
Klám fjölgar ekki nauðgunum Myndin hér fyrir neða sýnir lagalega stöðu kláms víða um heim. Ísland er þar í flokki með löndum á borð við Kúbu, Kína, Norður-Kóreu og harðstjórnarríki Mið-Austurlanda. Það er vandamál. Fastir pennar 1. febrúar 2013 06:00
Eddinn Erfiðleikarnir við að halda veglega verðlaunahátíð fyrir íslenska kvikmynda- og sjónvarpsgeirann á hverju ári afhjúpuðust á vandræðalegasta mögulega máta í vikunni. Bakþankar 1. febrúar 2013 06:00
Kynlíf án fullnægingar Mig langar til að bera undir þig eftirfarandi. Ég fæ ekki fullnægingu og finnst það ekkert mál. Þetta verður meira vandamál í hans huga, því hann heldur að hann sé ekki að standa sig og við eigum kannski ekki saman kynferðislega. Fastir pennar 31. janúar 2013 20:00
Alltaf sama lagið Ég er Júróvisjónmaður eins og flestir góðir Íslendingar. Hef fylgst með keppninni nánast frá upphafi og átt yfir henni margar ógleymanlegar stundir. Yfirburðasigur Ítala með Non Ho L"Etá (Heyr mína bæn) árið 1964 er enn í fersku minni, sem og naumur sigur Spánverja með La La La fjórum árum síðar. Að ekki sé nú minnst á þann lygilega atburð þegar Spánn, Bretland, Holland og Frakkland voru jöfn að stigum í efsta sætinu 1969. Þá duttu mér allar dauðar lýs úr hári. Bakþankar 31. janúar 2013 06:00
Tækifæri til uppstokkunar Forysta Kennarasambands Íslands lýsti því yfir í fjölmiðlum í síðustu viku að hún vildi skilgreina kennarastarfið upp á nýtt. Sú yfirlýsing býður upp á einstakt tækifæri því þar með virðast kennarar og sveitastjórnarmenn sammála um að tími sé kominn til að núverandi kerfi verði endurmetið í heild sinni. Fram að þessu hafa báðir aðilar sett fram ólíkar kröfur um breytingar sem enda iðulega sem breyting eða sem viðbót við eldri samning. Samningurinn sem nú er í gildi er því orðinn mjög ítarlegur og inniheldur of margar hindranir að mati margra, bæði innan kennarastéttar og utan. Það er kominn tími til að hugsa hlutina upp á nýtt svo að skólastarf og kennarar fái að blómstra. Fastir pennar 31. janúar 2013 06:00
Á sömu blaðsíðu? Í skýrslunni, sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið McKinsey vann um hagvaxtarmöguleika á Íslandi og birti síðastliðið haust, var lagt til að settur yrði á fót samráðshópur fulltrúa stjórnmálaflokkanna og ýmissa hagsmunaaðila til að hrinda í framkvæmd ýmsum hugmyndum sem þar komu fram. Fastir pennar 31. janúar 2013 06:00
Já, nei – Eyrbyggja Ég er nýkomin heim úr ferðalagi. Sat ráðstefnu um norðurslóðamál í Tromsö í Noregi. Þar var glímt við stórar spurningar tengdar stjórnmálum, nýtingu náttúruauðlinda og umhverfismálum. Spurningar um óljósa framtíð. Bakþankar 30. janúar 2013 06:00
Lög gegn vanda sem er ekki til Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vill þrengja verulega að rétti útlendinga til að eiga fasteignir á Íslandi. Fastir pennar 30. janúar 2013 06:00
Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. Skoðun 30. janúar 2013 06:00
Áfram, þetta er ekki búið Viðbrögð við Icesave-dómnum eru kannski stuttlega orðuð svona: Mikill léttir, gott að þurfa ekki að borga meira í erlendum gjaldeyri, en við erum samt í hrikalegum vandræðum. Vonandi munu allir stjórnarmálaflokkarnir leggja fram trúverðug plön um hvernig mögulegt verður að standa við skuldbindingar í erlendri mynt, á árunum 2015 til 2018. Eftir aðeins tvö ár myndast hér neyðarástand að óbreyttu. Mikilvægt er að muna að ódýrt erlent lánsfé í ótakmörkuðu magni kemur aldrei aftur. Þannig að það mun ekki redda neinu. Fastir pennar 29. janúar 2013 20:00
Það er djamm! "Eru það bara óléttuhormónin eða langar fleirum að grenja af gleði?" Þetta voru fyrstu viðbrögð óléttrar konu á Facebook eftir að ljóst var að Ísland vann. (Ísland vann. Ísland vann. Já, mig langaði bara að skrifa það aftur.) En þetta voru aldeilis ekki óléttuhormónin. Fólk fékk gæsahúð, hoppaði, öskraði og spurði hvort búið væri að opna Vínbúðirnar. Á Rás 2 hljómaði "Ísland er land þitt" og einhverjir drógu fána að húni. Nú er þjóðhátíð. Ísland vann. Bakþankar 29. janúar 2013 08:00
Kaflalok Niðurstaða EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu er fagnaðarefni af mörgum ástæðum. Hún er léttir fyrir íslenzka skattgreiðendur, sem nú liggur fyrir að munu ekki þurfa að bera útgjöld vegna málsins. Hún dregur úr óvissu í efnahagslífinu og í samskiptum við umheiminn og stuðlar vonandi að betra lánshæfismati landsins. Það ætti líka að hjálpa til í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og almennum umræðum um þær að þessi draugur sé kveðinn niður. Fastir pennar 29. janúar 2013 06:00
Nýr bókmenntapáfi Árlega birtast í blöðum og netmiðlum myndir af listamönnum sem hlotið hafa úthlutun úr launasjóðum á vegum ríkisins. Þessar myndbirtingar vekja hugrenningatengsl við myndir af sakborningum í fjársvikamálum. Okkur er ætlað að horfa á þessi andlit og hugsa um það hvílíkir loddarar þau séu – hversu auðveldlega þau komist yfir almannafé. Okkur er ætlað að hugsa: Af hverju þau? Okkur er ætlað að hugsa: Aha! Klíka! Fastir pennar 28. janúar 2013 06:00
Einkavæðingarblús Fréttablaðið greindi frá því á föstudag að fjárhagsleg endurskipulagning Skipta, móðurfélags Símans, Skjásins og Mílu, væri hafin. Félagið skuldar nú um 62 milljarða króna og er langstærstur hluti þess vegna risavaxins sambankaláns sem félagið tók árið 2005 þegar það keypti 98,8 prósenta hlut í Símanum af íslenska ríkinu. Söluverðið var 66,7 milljarðar króna. Fastir pennar 28. janúar 2013 06:00
Gullfoss, Laxá og framtíðin Við Gullfoss stendur minnisvarði um merka konu, Sigríði Tómasdóttur í Brattholti. Sigríðar er minnst vegna ötullar baráttu hennar gegn því að Gullfoss yrði virkjaður um aldamótin 1900 og er oft nefnd fyrsti íslenski náttúruverndarsinninn. Fastir pennar 26. janúar 2013 06:00
Brugðist við erfiðum málum Það deila ef til vill margir þeirri tilfinningu minni að það hafi verið æði erfitt að fylgjast með fjölmiðlum þessar fyrstu vikur ársins. Ástæðan er einfaldlega sú að óvanalega mörg fréttamál hafa komið upp sem snúast um kynferðisbrot gegn börnum. Bakþankar 25. janúar 2013 10:00
Þolendur ofbeldis bíða of lengi Ung stúlka sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás norður í Skagafirði fyrir nærri ári bíður enn eftir að ákæra verði gefin út í málinu. Sá sem réðst á hana játaði þó strax brot sitt. Freyja Þorvaldsdóttir hefur farið í fjöldamargar aðgerðir eftir árásina, auk annarrar meðferðar. Hún lýsti því í samtali við Vísi í vikunni að erfitt væri að bíða svona lengi eftir því að meðferð málsins kláraðist: "Það er stórt skref í bataferlinu að klára þetta fyrir utan allt annað sem maður er að vinna í,“ sagði hún. Fastir pennar 25. janúar 2013 06:00
Falsað fólk Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherja- og menntamálefndar Alþingis er ekki ánægður með Kristínu Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar vegna ummæla hennar um hælisleitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Fastir pennar 25. janúar 2013 06:00
Þema: Bull Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er alltaf með þema í gangi. Á fölsku velmegunarárunum var það þjóðrembingslegt liðsinni við útrás sjálftitlaðra viðskiptajöfra. Í kjölfar hrunsins var það andstaða við Icesave. Frá því í forsetakosningunum síðasta sumar hefur þemað að mestu verið Evrópusambandið. Fastir pennar 24. janúar 2013 06:00
Öxlar Evrópu Aldrei hafa jafnólíkar þjóðir bundist jafn nánum böndum og Þýskaland og Frakkland. Í vikunni halda menn upp á fimmtíu ára afmæli vináttusáttmála þjóðanna tveggja sem kenndur er við Elysée-höllina í París. Það segir sögu um nánd þessa sambands að ríkisstjórnir landanna halda sameiginlega ríkisstjórnarfundi tvisvar á ári og á milli embættismanna og ráðherra þeirra er formlegt, stöðugt og oft náið samráð. Menn kenna samstarfið ýmist við öxul eða mótor og hvort tveggja er lýsandi. Fastir pennar 24. janúar 2013 06:00
Volvo eða Citroën? Volvo er í hugum flestra tákn um sænska velferð og öryggi. Traustan bíl sem hægt er að stóla á að komi fjölskyldunni frá einum stað til annars án teljandi vesens. Hin týpíska sænska kjarnafjölskylda samanstendur gjarna af pabba, mömmu, tveimur börnum, húsi, sumarbústað, hundi og Volvo. Bakþankar 24. janúar 2013 06:00
Hvað gerist 1. mars? Síðustu daga var lýst yfir svokölluðu óvissustigi á Landspítalanum. Ástæðan var inflúensufaraldur og veirusýkingar sem ganga. Starfsfólk þurfti að bæta á sig vinnu en allt gekk þó vel. Fastir pennar 23. janúar 2013 06:00
Harður heimur Ég hafði fundið á mér í nokkra daga að þetta myndi koma upp á yfirborðið. Ég kveið því þegar það yrði opinbert. Óttaðist viðbrögðin, umtalið. Þetta þykir ekki gott, afar ósmart raunar og fólk er svo dómhart nú til dags. Ég hef séð það á Facebook. Fólk tekur jafnvel myndir af því sem því mislíkar hjá samferðafólki sínu og setur á netið. Til dæmis af jeppa sem tekur tvö stæði. Ég vona að enginn taki mynd af þessu. Bakþankar 23. janúar 2013 06:00
Hættulegar uppfinningar fyrir heilsuna Þegar maður horfir um öxl á tækninýjungar sem hafa orðið á undanförnum árum er ekki hægt annað en að dást að elju og uppfinningasemi okkar mannanna. Margar af þeim nýjungum hafa valdið algerum straumhvörfum í lífi okkar, ekki síst á Vesturlöndum þar sem lífslíkur hafa aldrei verið hærri. Möguleikar læknisfræðinnar aukast ár frá ári í að takast á við sjúkdóma og heilsufarsleg vandamál en þar leika þróun meðferða, lyfja og tækjabúnaðar aðalhlutverkin auk fjölda umhverfisþátta. Fastir pennar 22. janúar 2013 06:00
Mál sem má ræða Klaufaleg ummæli Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, um svokallaða hælisferðamennsku (e. asylum tourism) hafa skiljanlega vakið hörð viðbrögð. Af þeim mátti skilja að það ætti við um verulegan hóp hælisleitenda að hann væri fólk sem stundaði að "fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða“. Fastir pennar 22. janúar 2013 06:00