Ef keisarinn er ekki í neinum fötum… Sif Sigmarsdóttir skrifar 30. janúar 2013 06:00 Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. Áhrif maskarans sem kenndur var við „sjónauka" sagði hún „stjarnfræðileg" en hann lengdi augnhárin um 60%. Bresk auglýsingayfirvöld voru hins vegar ekki lengi að snúa háfleygum loforðum L'Oréal aftur til jarðar. Í ljós kom að í auglýsingunni skartaði leikkonan fölskum augnhárum. L'Oréal var gert að breyta auglýsingunni og taka fram í henni að augnhárin væru ekki afrakstur maskarans heldur búnt af gervihárum ella hætta sýningu hennar.Hámark ósvífninnar Í upphafi árs bárust þær stórfréttir úr heimi fræga fólksins á Íslandi að vinslit hefðu orðið með viðskiptafélögunum og líkamsræktarfrömuðunum Arnari Grant og Ívari Guðmundssyni. Séð og heyrt var fyrst til að fjalla um málið. „Þeir bara hættu að heilsast," var haft eftir „sameiginlegum vini" félaganna. „Það slitnaði varla slefið á milli þeirra fyrir áramót, en núna er allt frosið og enginn veit neitt." Slúðuriðnaðurinn iðaði af getgátum. Hvað gerðist? Hverjum var um að kenna? Áhugamenn um fræga fólkið gátu hins vegar varpað öndinni léttar tveimur vikum síðar. Í ljós kom að vinslitin, rétt eins og gerviaugnhár Penelope Cruz, voru aðeins auglýsingabrella sem ætlað var að vekja athygli á próteindrykknum Hámarki sem þeir félagar brugga í samstarfi við Vífilfell. Viðbrögðin við auglýsingaherferðinni komu einfeldningi eins og mér á óvart. Þegar fyrirtæki lýgur að viðskiptavinum sínum, hefur þá að fíflum með því að láta þá velta sér upp úr tilbúnum slúðurfregnum til að selja þeim fleiri fernur af mjólkur- og mysupróteinum, hefði maður haldið að þessir sömu viðskiptavinir yrðu reiðir. Fyndist uppátæki Hámarks-manna hámark ósvífninnar. Jafnvel hefði mátt búast við að slík auglýsingaherferð myndi snúast í höndum auglýsandans og salan á drykknum hreinlega minnka. En nei. Sú staðreynd að ekki nokkur sála kippir sér upp við það að fyrirtæki noti lygar og bull í auglýsingaskyni ber þess vitni að við Íslendingar erum orðin allt of vön slíkum málflutningi; allt of gjörn á að láta hann yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust.Tilgangurinn helgar bullið Bullið tröllríður hverjum krók og kima íslenskrar umræðu. Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga. En sumir virðast telja að tilgangurinn helgi bullið. Viðbrögð við niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu báru merki um bull-hefð stjórnmálanna. Mörgum dögum áður en niðurstaðan lá fyrir reið forsetinn á vaðið. Um miðja síðustu viku virtist Ólafur Ragnar Grímsson farinn að óttast að málið væri tapað. Hann brá því á það ráð að spinna sér bull-vef, öryggisnet sem myndi mýkja fall hans af stalli sjálfskipaðs lausnara þjóðarinnar, ef svo illa vildi til að málið færi honum í óhag. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky fullyrti hann að niðurstaða dómstólsins væri aðeins „ráðgefandi". Lögfróðari menn voru ekki lengi að hrekja þá staðhæfingu – en gaman væri að vita hvort forsetanum þyki niðurstaðan jafnráðgefandi í þessari viku og honum fannst hún í þeirri síðustu.Of mikill skáldskapur Á sama tíma og sannleikurinn er að engu hafður í opinberri umræðu er hins vegar sprottin upp krafa um meiri sannleik í sjálfu musteri uppspunans. Nokkrir bloggarar risu upp á afturfæturna á dögunum í kjölfar þess að Hallgrímur Helgason var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Konan við 1000°. Kveikjan að bók Hallgríms var ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, sonardóttur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, og er sagan lauslega byggð á lífshlaupi hennar. Einn bloggaranna, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kvartaði yfir að of mikill skáldskapur væri í skáldsögunni: „Við sem þekktum Brynhildi vitum að þetta er skáldsaga og vitum hvað er raunverulegt og hvað ekki. En hvað með fólk sem þekkti hana ekki? Hvernig eiga þeir lesendur að gera mun á raunveruleika og skáldskap?" Öllu hefur verið snúið á hvolf. Fréttir af fræga fólkinu eru auglýsingar í dulargervi. Krafan um að stjórnmálamenn fari með rétt mál hefur fyrir löngu verið látin niður falla. En sannleikurinn á hins vegar að ríkja í skáldskapnum, hliðarveröldinni þar sem frelsi til að skrumskæla, spinna og bulla þótti framan af óskorað. Er ekki tími kominn til að koma tilverunni aftur á réttan kjöl? Tryggja uppspunanum fyrrum sess sinn í heimi skáldskapar en krefjast þess að vegur sannleikans sé aukinn í raunheimum. Maskari lengir ekki augnhár – hann lætur þau aðeins virðast lengri. Ef fjölmiðill birtir fréttir af vinslitum sem reynast auglýsing er fjölmiðillinn ekki lengur fjölmiðill heldur auglýsingabæklingur. Löggjöf á að nota til að bregðast við raunverulegum vandamálum sem samfélag stendur frammi fyrir, hún á ekki að vera vettvangur fyrir ráðherra til að fá útrás fyrir hugmyndafræðilegar fantasíur sínar. Ef keisarinn er ekki í neinum fötum þá er hann einfaldlega nakinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2007 birtist ný maskaraauglýsing frá snyrtivöruframleiðandanum L'Oréal á breskum sjónvarpsskjáum. Í auglýsingunni blakaði leikkonan Penelope Cruz svo umfangsmiklum augnhárum að undrum sætti að hún tókst ekki hreinlega á loft. Áhrif maskarans sem kenndur var við „sjónauka" sagði hún „stjarnfræðileg" en hann lengdi augnhárin um 60%. Bresk auglýsingayfirvöld voru hins vegar ekki lengi að snúa háfleygum loforðum L'Oréal aftur til jarðar. Í ljós kom að í auglýsingunni skartaði leikkonan fölskum augnhárum. L'Oréal var gert að breyta auglýsingunni og taka fram í henni að augnhárin væru ekki afrakstur maskarans heldur búnt af gervihárum ella hætta sýningu hennar.Hámark ósvífninnar Í upphafi árs bárust þær stórfréttir úr heimi fræga fólksins á Íslandi að vinslit hefðu orðið með viðskiptafélögunum og líkamsræktarfrömuðunum Arnari Grant og Ívari Guðmundssyni. Séð og heyrt var fyrst til að fjalla um málið. „Þeir bara hættu að heilsast," var haft eftir „sameiginlegum vini" félaganna. „Það slitnaði varla slefið á milli þeirra fyrir áramót, en núna er allt frosið og enginn veit neitt." Slúðuriðnaðurinn iðaði af getgátum. Hvað gerðist? Hverjum var um að kenna? Áhugamenn um fræga fólkið gátu hins vegar varpað öndinni léttar tveimur vikum síðar. Í ljós kom að vinslitin, rétt eins og gerviaugnhár Penelope Cruz, voru aðeins auglýsingabrella sem ætlað var að vekja athygli á próteindrykknum Hámarki sem þeir félagar brugga í samstarfi við Vífilfell. Viðbrögðin við auglýsingaherferðinni komu einfeldningi eins og mér á óvart. Þegar fyrirtæki lýgur að viðskiptavinum sínum, hefur þá að fíflum með því að láta þá velta sér upp úr tilbúnum slúðurfregnum til að selja þeim fleiri fernur af mjólkur- og mysupróteinum, hefði maður haldið að þessir sömu viðskiptavinir yrðu reiðir. Fyndist uppátæki Hámarks-manna hámark ósvífninnar. Jafnvel hefði mátt búast við að slík auglýsingaherferð myndi snúast í höndum auglýsandans og salan á drykknum hreinlega minnka. En nei. Sú staðreynd að ekki nokkur sála kippir sér upp við það að fyrirtæki noti lygar og bull í auglýsingaskyni ber þess vitni að við Íslendingar erum orðin allt of vön slíkum málflutningi; allt of gjörn á að láta hann yfir okkur ganga þegjandi og hljóðalaust.Tilgangurinn helgar bullið Bullið tröllríður hverjum krók og kima íslenskrar umræðu. Ögmundur Jónasson hefur síðustu daga farið mikinn í tilraunum sínum til að selja frumvarp sem hann vinnur nú að og á að banna erlendum ríkisborgurum að kaupa jarðir á Íslandi. Hann segist vera að bregðast við þróun sem sé að eiga sér stað hér á landi. „Það sem er að gerast er að erlendir auðmenn eru að safna hér jörðum – kaupa jarðir – og leggja byggðarlögin í rúst." Sannleikurinn er hins vegar sá að útlendingar eiga aðeins hluti í 101 jörð á Íslandi af þeim ríflega 7.600 sem skráðar eru í fasteignaskrá. Sveitarstjórar sem fréttamenn Sjónvarpsins ræddu við í kvöldfréttum í fyrrakvöld könnuðust jafnframt ekki við lýsingar innanríkisráðherra um afleiðingar jarðakaupa þessara fáu útlendinga. En sumir virðast telja að tilgangurinn helgi bullið. Viðbrögð við niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu báru merki um bull-hefð stjórnmálanna. Mörgum dögum áður en niðurstaðan lá fyrir reið forsetinn á vaðið. Um miðja síðustu viku virtist Ólafur Ragnar Grímsson farinn að óttast að málið væri tapað. Hann brá því á það ráð að spinna sér bull-vef, öryggisnet sem myndi mýkja fall hans af stalli sjálfskipaðs lausnara þjóðarinnar, ef svo illa vildi til að málið færi honum í óhag. Í viðtali við sjónvarpsstöðina Sky fullyrti hann að niðurstaða dómstólsins væri aðeins „ráðgefandi". Lögfróðari menn voru ekki lengi að hrekja þá staðhæfingu – en gaman væri að vita hvort forsetanum þyki niðurstaðan jafnráðgefandi í þessari viku og honum fannst hún í þeirri síðustu.Of mikill skáldskapur Á sama tíma og sannleikurinn er að engu hafður í opinberri umræðu er hins vegar sprottin upp krafa um meiri sannleik í sjálfu musteri uppspunans. Nokkrir bloggarar risu upp á afturfæturna á dögunum í kjölfar þess að Hallgrímur Helgason var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir skáldsöguna Konan við 1000°. Kveikjan að bók Hallgríms var ævi Brynhildar Georgíu Björnsson, sonardóttur Sveins Björnssonar, fyrsta forseta Íslands, og er sagan lauslega byggð á lífshlaupi hennar. Einn bloggaranna, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kvartaði yfir að of mikill skáldskapur væri í skáldsögunni: „Við sem þekktum Brynhildi vitum að þetta er skáldsaga og vitum hvað er raunverulegt og hvað ekki. En hvað með fólk sem þekkti hana ekki? Hvernig eiga þeir lesendur að gera mun á raunveruleika og skáldskap?" Öllu hefur verið snúið á hvolf. Fréttir af fræga fólkinu eru auglýsingar í dulargervi. Krafan um að stjórnmálamenn fari með rétt mál hefur fyrir löngu verið látin niður falla. En sannleikurinn á hins vegar að ríkja í skáldskapnum, hliðarveröldinni þar sem frelsi til að skrumskæla, spinna og bulla þótti framan af óskorað. Er ekki tími kominn til að koma tilverunni aftur á réttan kjöl? Tryggja uppspunanum fyrrum sess sinn í heimi skáldskapar en krefjast þess að vegur sannleikans sé aukinn í raunheimum. Maskari lengir ekki augnhár – hann lætur þau aðeins virðast lengri. Ef fjölmiðill birtir fréttir af vinslitum sem reynast auglýsing er fjölmiðillinn ekki lengur fjölmiðill heldur auglýsingabæklingur. Löggjöf á að nota til að bregðast við raunverulegum vandamálum sem samfélag stendur frammi fyrir, hún á ekki að vera vettvangur fyrir ráðherra til að fá útrás fyrir hugmyndafræðilegar fantasíur sínar. Ef keisarinn er ekki í neinum fötum þá er hann einfaldlega nakinn.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun