Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Spekúleringar ferðalangs

Helgina fyrir páska heimsótti ég mína gömlu "heima"haga í Kaupmannahöfn. Ég hafði beðið ferðarinnar með barnslegri tilhlökkun allt frá því að ég bókaði flugmiðann í janúarbyrjun og eftir langa bið var loks komið að ferðadeginum sjálfum.

Bakþankar
Fréttamynd

"Heilbrigt“ kynlíf…

Þegar við veltum fyrir okkur hvað það er að stunda heilbrigt kynlíf getur ýmislegt komið upp í huga fólks. Sumir kynnu að velta fyrir sér praktík, aðrir að horfa til sjúkdóma og örugglega margir sem horfa til þess að það sé gert með samþykki beggja aðila og á jafnræðisgrundvelli.

Fastir pennar
Fréttamynd

Námsmannabólan

Um aldamótin var næstum helmingur Íslendinga án framhaldsmenntunar en í dag er um þriðjungur Íslendinga einungis með svokallað grunnskólapróf. Fólki með háskólamenntun hefur fjölgað álíka mikið á þessu tímabili og í dag hafa aldrei fleiri Íslendingar verið skráðir í nám í háskóla. Þetta hljóta að teljast frábær tíðindi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Óttanum snúið í sigurvissu

Fyrir kristinn mann er auðvelt að vera orðinn svolítið niðurdreginn á laugardaginn fyrir páska, eftir allan passíusálmalesturinn undanfarna daga, píslargöngurnar og frásagnir af pínu og dauða Jesú Krists fyrir tvö þúsund árum. Þannig var líka komið á þessum sama degi á sínum tíma fyrir fylgjendum Krists, þeim sem urðu fyrsti vísirinn að kirkju hans. Þeir voru hræddir, vonlausir og margir vantrúaðir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hugmyndafræði á haus

Alla jafnan sætir ekki tíðindum þegar ráðherrar af Norðurlöndum koma hingað. Þó vakti heimsókn Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, nokkru meiri athygli á dögunum en gengur og gerist. Hann var áður leiðtogi Hægri flokksins og forsætisráðherra. Koma hans hingað að þessu sinni gefur tilefni til að skoða ýmsar hliðar

Fastir pennar
Fréttamynd

Skrælingjadraumar

Grænland er spennandi draumaland á hverfanda hveli í bókstaflegri merkingu. Þegar ég var yngri blundaði í mér draumur um að kynnast grænlenskum veiðimanni og njóta ásta með honum í snjóhúsi á hjara veraldar á meðan vindurinn geisaði um hjarn en norðurljós dönsuðu á himni í köldum bjarma starandi stjarna. En nóg um það. Þessi draumur blundar ekki lengur í brjósti mér en hugsanlegt er að eitthvað eimi enn af honum í undirmeðvitundinni, í það minnsta hlusta ég fremur mikið á grænlensku útvarpsstöðina Kalaallit Nunaata Radioa í gegnum snjallsímann minn þótt ég skilji ekki orð (kannski er það þess vegna sem ég þoli við).

Bakþankar
Fréttamynd

Fjármálaólæsi þjóðar

Kallað er eftir því að skólar leggi meiri áherslu á kennslu í fjármálalæsi. Sú krafa er eðlileg enda var Íslendingum gefin einkunnin 4,3 í fjármálalæsi í rannsókn Háskólans í Reykjavík 2009.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að verða illt í auðmýktinni

Fyrir nokkru fór ég á fund í Valhöll um stöðu femínisma á Íslandi. Ég hafði aldrei komið í Valhöll áður og aldrei, eflaust út af einhverri verndandi töfraþulu, hitt Brynjar Níelsson, einn framsögumanna.

Bakþankar
Fréttamynd

Hreint vatn er ekki sjálfsagt mál

Við Íslendingar tökum hreinu drykkjarvatni gjarnan sem algjörlega sjálfsögðum hlut. Fáar þjóðir búa þó við önnur eins forréttindi og við í þeim efnum; að úr krönum í borgum og bæjum komi tandurhreint og ómeðhöndlað hágæðavatn. Víðast hvar er raunveruleikinn allt annar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hún amma sko

Ég fékk sæti á besta stað, í sófanum við blómabeðið. Ég var mætt tímanlega sem betur fer, þökk sé ábyrgum samferðakonum mínum, sem sáu fyrir að líklega yrði þétt setinn bekkurinn. Það stóð heima, fólkið streymdi að og fyllti stofuna svo opnað var inn í borðstofuna líka.

Bakþankar
Fréttamynd

Latte-listinn: Gegn óforskömmuðu kjördæmapoti

Borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson fékk eina traustustu stuðningsyfirlýsingu stjórnmálaferils síns í síðustu viku þegar þingmaðurinn knái Árni Johnsen kallaði hann "borgarsveitalubba“ og fullyrti að þar færi "einhver alvitlausasti borgarfulltrúi sem hefur verið í sögu Reykjavíkur“. Tilefnið var sú skoðun Gísla Marteins að flytja eigi Reykjavíkurflugvöll burt úr Vatnsmýrinni.

Skoðun
Fréttamynd

Kurteisar aðvaranir

Í síðustu viku eyddi ég nokkrum afbragðsgóðum túristadögum í Skotlandi. Það er nú varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að Skotland kom mér skemmtilega á óvart. Ég sá ekki einn einasta mann í skotapilsi en bruggaði mitt eigið viskí.

Bakþankar
Fréttamynd

Réttarríki viðurkennir mistök

Skýrsla starfshóps innanríkisráðherra um Guðmundar- og Geirfinnsmálin markar tímamót í hartnær fjörutíu ára sögu þeirra mála og raunar í sögu íslenzks réttarfars. Niðurstöður hópsins staðfesta það sem lengi hefur verið haldið fram af þeim sem dæmdir voru fyrir aðild að málunum, að stórkostlegir annmarkar voru á rannsókn málsins, réttindi voru brotin á hinum grunuðu í stórum stíl og játningar þeirra voru knúnar fram með þvingunum og ómannúðlegri meðferð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mjóu bökin

Ein helstu heilsufarsvandamál sem þekkt eru í hinum vestræna heimi, og þótt víðar væri leitað, eru vandamál tengd stoðkerfi okkar. Stoðkerfi er orð sem er notað um beinin, auk vöðva- og sinakerfi líkamans. Verkir og óþægindi frá þessum svæðum er einna algengast að valdi veikindum og fjarveru frá vinnustað. Það er því afar mikilvægt að reyna að draga úr álagi, hugsa um líkamsbeitingu okkar og vinna með skipulegum hætti gegn aðstæðum sem geta haft slæm áhrif á stoðkerfið.

Fastir pennar
Fréttamynd

102 Reykjavík

Sum mál eru aldrei útrædd hér á landi og kannski varla rædd: um þau er kapprætt eins og þetta sé íþróttakeppni þar sem sá/sú sigrar sem "á síðasta orðið“ og nær með því að kæfa umræðuna. Þessi mál koma skyndilega til tals og fólk keppist við að kveða hvert annað í kútinn – og hefur svo hver sitt að kveða í sínum kút. Svo hverfur umræðan jafn snögglega og hún hófst, án þess að leiða til annars en að herða fólk í sinni

Fastir pennar
Fréttamynd

Skorið niður að slagæð lögreglu

Verkefni ríkisvaldsins númer eitt er stundum sagt vera að tryggja öryggi borgaranna. Til þess þurfum við öfluga lögreglu. Í nýrri skýrslu innanríkisráðuneytisins kemur fram að niðurskurður hjá lögreglu síðustu ár er óhugnanlega nálægt slagæð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innleggsnóta

Ég á orðið nokkurn stafla af innleggsnótum. Ýmist vegna hluta sem ég hef séð eftir því að kaupa eða gjafa sem ég hef ekki getað notað. Ég verð að viðurkenna að ég myndi mun heldur vilja fá endurgreitt. En rétturinn á peningunum er hjá verslunareigendum og ekki viðskiptavinum í þessum tilfellum.

Bakþankar
Fréttamynd

Vigdís og spítalinn í Malaví

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var eini þingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands á Alþingi í fyrradag. Áætlunin felur í sér að næstu fjögur árin fari um 24 milljarðar króna samtals í þróunaraðstoð. Í lok tímabilsins muni Ísland því verja um 0,42 prósentum af landsframleiðslu í þróunaraðstoð. Við höfum þó margoft skuldbundið okkur með lögum til að uppfylla það markmið Sameinuðu þjóðanna að þróuð iðnríki leggi 0,7 prósent landsframleiðslu til þróunaraðstoðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Myndin af heiminum

Það er sniðugt þegar augnablik nást á filmu sem gefa spaugilegri mynd af aðstæðum en þær kannski voru. Nýleg dæmi eru þegar tveir ráðherrar virtust sofa í þingsal, sem og sendinefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ég veit ekki hvert sannleiksgildi myndanna er og það skiptir minna máli – stundum má skemmtanagildið ráða för.

Bakþankar
Fréttamynd

Hræðslan truflar dómgreindina

"Þennan málflutning er því erfitt að skilja nema það vaki fyrir mönnum að knýja fram breytingar með því að hræða fólk. Það hefur aldrei gefist vel. Hræðslan truflar dómgreindina.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Nauthólsvíkin kallar

Á mínum yngri árum leið vart sú vika þar sem móðir mín lét ekki athugasemd falla í þá veru að ég væri ekki nægilega vel klæddur. Þetta var vitaskuld gert af væntumþykju en ég lét þetta samt sem áður fara nokkuð í taugarnar á mér. Rétt eins og það þegar hún krafðist þess að fá að kreista fílapenslana mína sem og mjög tíðar spurningar um matarvenjur mínar (sorrí mamma). Raunar er móðir mín alls ekkert hætt þessum athugasemdum en ég hef að vísu lært að klæða mig örlítið betur með árunum. Ekki mikið en örlítið.

Bakþankar
Fréttamynd

Að gleypa sæði svipar til þess að gleypa hor

Þetta er kannski kjánalegt en mér finnst ég oft heyra að sæði geti verið gott fyrir líkamann, þá meina ég eins og að gleypa það. Ég las einhver staðar að það gæti hvíttað tennurnar, væri rakagefandi fyrir húðina og væri stútfullt af próteini og vítamínum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Femínistar og farísear

Nauðgunardómurinn í Steubenville og fréttaflutningur af því máli hefur skekið íslenskar Facebook-síður og kommentakerfi undanfarna daga. Skiljanlega. Það er með ólíkindum að afstaða sé tekin með ofbeldismönnunum í jafnsvakalegu máli, jafnvel þótt þeir séu góðir í fótbolta. Þetta er viðbjóðslegt mál frá upphafi til enda og vandséð hvernig í

Bakþankar
Fréttamynd

Ef væri ég hún Salome

Salome. Það var nafnið sem mamma og pabbi gáfu mér sumarið 1967. Um haustið, þegar ég fæddist, var ljóst að þau heiðurshjónin þyrftu að draga upp nýja áætlun. Ég var skírður eftir Svavari afa á Seyðisfirði og ég hef borið nafnið mitt með stolti. Ég man ekki eftir honum afa en frásagnir þeirra sem þekktu hann, þær duga mér. Hef ég staðið undir nafninu? Sennilega ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Andaðu djúpt!

Landlæknir birti nýverið tíðnitölur um reykingar hérlendis fyrir árið 2012 og kemur í ljós að þær eru almennt á niðurleið og ber að fagna því. Þó eru enn of margir sem nota tóbak, bæði í formi þess að reykja það og ekki síður sem munntóbak, sem er hinn versti ósiður. Heildartíðni þeirra sem reykja hérlendis er 13,8% samkvæmt þessum tölum, en karlar reykja ívið meira en konur. Þá er einnig talsverður munur á milli menntunarstigs og tekna en sem dæmi má nefna að þeir sem einungis hafa lokið grunnskólaprófi reykja í 23% tilvika en ríflega 8% háskólagenginna reykja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjóræningjar stela stjórnarskránni

Ungir kjósendur sem kjósa í fyrsta sinn eru nærri 20 þúsund. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 kemur fram að ef unga fólkið fengi að ráða næði flokkur pírata fimm frambjóðendum á þing. Þegar heildarfjöldi kjósenda er skoðaður á enginn frambjóðandi Pírata möguleika á þingsæti. Þetta hljóta að teljast stórtíðindi og sjaldgæft að svo mikið beri á milli yngri kjósenda og þeirra eldri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það sem er bannað

Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann.“ Þessi lína er ítrekað sungin af frumburðinum á heimilinu þessa dagana, ásamt öðrum stórskemmtilegum línum úr Laginu um það sem er bannað. "Það má ekki pissa bak við hurð“ og "Það má ekki hjóla inní búð“ er einnig vinsælar línur út textanum og vafalaust eitthvað sem mín kona hefur íhugað að prófa einhvern tímann á sinni fimm ára ævi.

Bakþankar
Fréttamynd

Raddir vorsins þagna

Frétt síðustu viku var engin frétt. Og kannski var fréttin einmitt sú – að þetta þætti frétt: Lagarfljót er að deyja. Heilt lífríki, einkennileg blanda af fljóti og vatni, með sínum sérkennilegu litbrigðum; einstök náttúrusmíði sem vitnaði um sérstakt vatnafar í sérstæðu landi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðrembingslegt stolt

Hver kannast ekki við að finna til svolítils stolts þegar útlendingar hrósa heimalandinu á einhvern hátt? Eða þeirrar réttmætu reiði sem blossar upp ef sami útlendingur segir nokkuð niðrandi eða ljótt um heimahagana? Það mun seint líða mér úr minni þegar austurrískur maður hélt því eitt sinn fram að besta vatn í heimi væri að finna í austurrísku Ölpunum. Það veit hvert mannsbarn að besta vatn í heimi finnst á Íslandi!

Bakþankar
Fréttamynd

Löggjöf úr takti við veruleikann

Einstæður faðir, Matthías Freyr Matthíasson, gagnrýndi í samtali við helgarblað Fréttablaðsins það fyrirkomulag að börn foreldra, sem hafa slitið samvistum, geti eingöngu átt lögheimili hjá öðru foreldrinu, jafnvel þótt barnið dveljist jafnmikið hjá báðum.

Fastir pennar