Fjármálaólæsi þjóðar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 28. mars 2013 06:00 Kallað er eftir því að skólar leggi meiri áherslu á kennslu í fjármálalæsi. Sú krafa er eðlileg enda var Íslendingum gefin einkunnin 4,3 í fjármálalæsi í rannsókn Háskólans í Reykjavík 2009. Í skýrslu nefndar skipaðri af viðskiptaráðherra kom auk þess fram að einungis 4,6% aðspurðra töldu sig hafa öðlast fjármálaskilning í skóla. Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að kennt sé fjármálalæsi og frá því sl. haust hafa sex grunn- og framhaldsskólar tekið þátt í tilraunakennslu. Markmiðið er að fræða ungmenni um fjármál og efnahagsmál svo þau verði hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilji betur efnahagskerfi heimsins. Skólar eru þannig að byrja að fylgja þessum kröfum eftir þó það verði seint þannig að færni í fjármálalæsi verði alfarið á ábyrgð skólakerfisins.Áhætta og ávöxtun Viðskiptaráðherra skipaði fyrrgreinda nefnd til að kanna frekar stöðu fjármálalæsis á Íslandi árið 2008. Þegar til kom þurfti þó að fresta útgáfu skýrslu nefndarinnar vegna hruns íslenska hlutabréfamarkaðarins sem féll um 95% frá sumrinu 2007 og til byrjunar árs 2009. Sjálf kreppan mikla í Bandaríkjunum var ekki einu sinni svona slæm, en þá lækkaði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn um 89% á þriggja ára tímabili. Ástæða þess að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi lækkaði svona skelfilega mikið var sú að flest fyrirtækin sem mynduðu íslensku hlutabréfavísitöluna lækkuðu ekki bara í virði heldur urðu gjaldþrota. Árangur áranna þar á undan var hins vegar „glæsilegur", sé horft til þeirrar ávöxtunar sem náðist á því tímabili. Vandamálið var að sá árangur náðist með gríðarlegri áhættu sem kom ekki að sök fyrr en illa áraði. Skammtímaávöxtunin var glæsileg en langtímaávöxtunin engin.Ávöxtunarleikur sem fjármálalæsi Áhugi almennings á hlutabréfum sem sparnaðarleið er alltaf lítill eftir miklar lækkanir hlutabréfa. Í því ljósi er skiljanlegt að Keldan, ásamt Kauphöllinni og fleiri aðilum sem hafa hag af því að íslenskur hlutabréfamarkaður blómstri, ráðist í að búa til leik sem ýtir undir áhuga almennings á hlutabréfum. Leikurinn kallast Ávöxtunarleikurinn og gengur nákvæmlega út á það og að stuðla að auknu fjármálalæsi þjóðarinnar. Leikurinn kynnir íslensk hlutabréf og skuldabréf fyrir stórum hópi fólks, þar með talið mörgu ungu fólki, sem annars liti ekki við slíkum verðbréfum í kjölfar hruns íslenska markaðarins. Í þessu ljósi er leikurinn sniðugur. Sem kynning á verðbréfum sem leið fyrir langtímasparnað venjulegs fólks er leikurinn hins vegar varasamur. Hann ýtir undir skammtímahugsun sem ætti að kenna öllum frá blautu barnsbeini að forðast þegar kemur að fjárfestingum í hlutabréfum. Hver nær bestri ávöxtun yfir nokkurra mánaða tímabil skiptir nefnilega engu máli í raunveruleikanum! Í Ávöxtunarleiknum vinnur sá sem nær hæstri ávöxtun yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Að auki er þeim keppendum sem standa sig best í hverjum mánuði veitt sérstök verðlaun en þeir hljóta titilinn hástökkvari mánaðarins. Þetta minnir á árin fyrir hrun þegar íslenskir fjárfestar kepptust við að ná sem mestri ávöxtun á sem skemmstum tíma. Fjölmiðlar kepptust þá við að flytja fréttir af árangrinum og birt voru viðtöl við þá sem stóðu sig best. Viðskiptamenn ársins voru oftast þeir sem höfðu tekið mestu áhættuna það árið.Skammtímahugsun verðlaunuð Leiðin til að vinna leik í ávöxtun þar sem aðeins er horft til nokkurra mánaða er sú að taka sem mesta áhættu. Þetta er gert með því að kaupa sem fæst hlutabréf eða skuldabréf en taka á móti stærri stöður í hverju þeirra og treysta svo á lukkuna. Í leiknum er sem betur fer sett hámark á það hversu langt er hægt að ganga í þessum efnum þar sem ekki er hægt að fjárfesta fyrir meira en 25% af heildareign í einu verðbréfi eða gjaldmiðli. Þetta er hins vegar miklu meiri samþjöppun á eignasafni en mælt er með. Slíkt getur að sjálfsögðu gengið til skemmri tíma, en sá sem hegðar sér á þennan hátt til lengri tíma fer nánast örugglega á höfuðið fyrr eða síðar. Mat á áhættu og langtímahugsun eru þeir þættir sem er mikilvægast að kenna þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði, kaupa sér íbúð eða ætla að tileinka sér færni í fjármálalæsi. Allir þurfa þannig að taka ábyrgð á að bæta fjármálalæsi þjóðarinnar. Leiki eins og Ávöxtunarleikinn þarf að ígrunda vel, alveg eins og námsefni grunnskóla. Ekki síður þurfa stjórnmálaflokkar, sem keppast nú við að bjóða kjósendum galdralausnir vegna vanda sem orsakaðist vegna skorts á langtímahugsun við ávöxtun fjármuna, að hugsa sinn gang. Galdralausnirnar eru ekki til, ekki frekar en gervipeningarnir í Ávöxtunarleiknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Kallað er eftir því að skólar leggi meiri áherslu á kennslu í fjármálalæsi. Sú krafa er eðlileg enda var Íslendingum gefin einkunnin 4,3 í fjármálalæsi í rannsókn Háskólans í Reykjavík 2009. Í skýrslu nefndar skipaðri af viðskiptaráðherra kom auk þess fram að einungis 4,6% aðspurðra töldu sig hafa öðlast fjármálaskilning í skóla. Í nýrri aðalnámskrá grunnskóla er kveðið á um að kennt sé fjármálalæsi og frá því sl. haust hafa sex grunn- og framhaldsskólar tekið þátt í tilraunakennslu. Markmiðið er að fræða ungmenni um fjármál og efnahagsmál svo þau verði hæfari til að takast á við eigin fjármál og skilji betur efnahagskerfi heimsins. Skólar eru þannig að byrja að fylgja þessum kröfum eftir þó það verði seint þannig að færni í fjármálalæsi verði alfarið á ábyrgð skólakerfisins.Áhætta og ávöxtun Viðskiptaráðherra skipaði fyrrgreinda nefnd til að kanna frekar stöðu fjármálalæsis á Íslandi árið 2008. Þegar til kom þurfti þó að fresta útgáfu skýrslu nefndarinnar vegna hruns íslenska hlutabréfamarkaðarins sem féll um 95% frá sumrinu 2007 og til byrjunar árs 2009. Sjálf kreppan mikla í Bandaríkjunum var ekki einu sinni svona slæm, en þá lækkaði bandaríski hlutabréfamarkaðurinn um 89% á þriggja ára tímabili. Ástæða þess að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi lækkaði svona skelfilega mikið var sú að flest fyrirtækin sem mynduðu íslensku hlutabréfavísitöluna lækkuðu ekki bara í virði heldur urðu gjaldþrota. Árangur áranna þar á undan var hins vegar „glæsilegur", sé horft til þeirrar ávöxtunar sem náðist á því tímabili. Vandamálið var að sá árangur náðist með gríðarlegri áhættu sem kom ekki að sök fyrr en illa áraði. Skammtímaávöxtunin var glæsileg en langtímaávöxtunin engin.Ávöxtunarleikur sem fjármálalæsi Áhugi almennings á hlutabréfum sem sparnaðarleið er alltaf lítill eftir miklar lækkanir hlutabréfa. Í því ljósi er skiljanlegt að Keldan, ásamt Kauphöllinni og fleiri aðilum sem hafa hag af því að íslenskur hlutabréfamarkaður blómstri, ráðist í að búa til leik sem ýtir undir áhuga almennings á hlutabréfum. Leikurinn kallast Ávöxtunarleikurinn og gengur nákvæmlega út á það og að stuðla að auknu fjármálalæsi þjóðarinnar. Leikurinn kynnir íslensk hlutabréf og skuldabréf fyrir stórum hópi fólks, þar með talið mörgu ungu fólki, sem annars liti ekki við slíkum verðbréfum í kjölfar hruns íslenska markaðarins. Í þessu ljósi er leikurinn sniðugur. Sem kynning á verðbréfum sem leið fyrir langtímasparnað venjulegs fólks er leikurinn hins vegar varasamur. Hann ýtir undir skammtímahugsun sem ætti að kenna öllum frá blautu barnsbeini að forðast þegar kemur að fjárfestingum í hlutabréfum. Hver nær bestri ávöxtun yfir nokkurra mánaða tímabil skiptir nefnilega engu máli í raunveruleikanum! Í Ávöxtunarleiknum vinnur sá sem nær hæstri ávöxtun yfir rúmlega hálfs árs tímabil. Að auki er þeim keppendum sem standa sig best í hverjum mánuði veitt sérstök verðlaun en þeir hljóta titilinn hástökkvari mánaðarins. Þetta minnir á árin fyrir hrun þegar íslenskir fjárfestar kepptust við að ná sem mestri ávöxtun á sem skemmstum tíma. Fjölmiðlar kepptust þá við að flytja fréttir af árangrinum og birt voru viðtöl við þá sem stóðu sig best. Viðskiptamenn ársins voru oftast þeir sem höfðu tekið mestu áhættuna það árið.Skammtímahugsun verðlaunuð Leiðin til að vinna leik í ávöxtun þar sem aðeins er horft til nokkurra mánaða er sú að taka sem mesta áhættu. Þetta er gert með því að kaupa sem fæst hlutabréf eða skuldabréf en taka á móti stærri stöður í hverju þeirra og treysta svo á lukkuna. Í leiknum er sem betur fer sett hámark á það hversu langt er hægt að ganga í þessum efnum þar sem ekki er hægt að fjárfesta fyrir meira en 25% af heildareign í einu verðbréfi eða gjaldmiðli. Þetta er hins vegar miklu meiri samþjöppun á eignasafni en mælt er með. Slíkt getur að sjálfsögðu gengið til skemmri tíma, en sá sem hegðar sér á þennan hátt til lengri tíma fer nánast örugglega á höfuðið fyrr eða síðar. Mat á áhættu og langtímahugsun eru þeir þættir sem er mikilvægast að kenna þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði, kaupa sér íbúð eða ætla að tileinka sér færni í fjármálalæsi. Allir þurfa þannig að taka ábyrgð á að bæta fjármálalæsi þjóðarinnar. Leiki eins og Ávöxtunarleikinn þarf að ígrunda vel, alveg eins og námsefni grunnskóla. Ekki síður þurfa stjórnmálaflokkar, sem keppast nú við að bjóða kjósendum galdralausnir vegna vanda sem orsakaðist vegna skorts á langtímahugsun við ávöxtun fjármuna, að hugsa sinn gang. Galdralausnirnar eru ekki til, ekki frekar en gervipeningarnir í Ávöxtunarleiknum.