Barcelona náði samkomulagi við Raphinha í febrúar Spænska liðið Barcelona náði samkomulagi um kaup og kjör við Deco, umboðsmann Raphinha, í febrúar síðastliðnum. Fimm ára samningur bíður eftir að vera undirritaður. Barcelona er þó ekki tilbúið að borga Leeds það sem enska félagið vill fá fyrir leikmanninn. Fótbolti 19. júní 2022 09:31
Þýskur landsliðsmaður í sigtinu hjá Man.Utd Manchester United hefur áhuga í því að tryggja sér þjónustu David Raum, leikmanns Hoffenheim og þýska karlalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 19. júní 2022 08:01
Man. City mögulega að skipta um vinstri bakvörð Manchester City hefur borið víurnar í spænska landsliðsbakvörðinn Marc Cucurella sem sló í gegn með Brighton á síðasta keppnistímabili. Fótbolti 19. júní 2022 07:01
Jesus þrýstir á Pep | Vill fara til Arsenal Gabriel Jesus er orðinn spenntur fyrir þeirri hugmynd að ganga til liðs við Arsenal í sumar. Enski boltinn 18. júní 2022 17:30
Barcelona fær fyrrum besta leikmann heims á frjálsri sölu Spænska liðið Barcelona hefur staðfest komu Lucy Bronze til liðsins frá Manchester City. Fótbolti 18. júní 2022 15:15
Rice sakaði dómara um spillingu | Fær tveggja leikja bann Declan Rice, leikmaður West Ham, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann frá Evrópuleikjum af knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Fótbolti 18. júní 2022 14:30
Langar að spila fyrir Manchester United Inigbjörg Sigurðardóttir, leikmaður Vålerenga, verður samningslaus eftir næsta tímabil. Henni langar að fá nýja áskorun utan Noregs og dreymir um að spila fyrir Manchester United. Fótbolti 18. júní 2022 12:45
Bale á leið til Englands Velski framherjinn Gareth Bale er að leita af nýju félagi eftir að samningur hans við Real Madrid rann út. Fótbolti 18. júní 2022 12:00
Veðbankar loka á veðmál um félagaskipti Kalvin Phillips Sky Bet og Betfair eru hætt að taka við veðmálum um möguleg félagaskipti Kalvin Phillips, leikmann Leeds, til Manchester City. Enski boltinn 18. júní 2022 11:00
Özil ætlar að vera atvinnumaður í rafíþróttum Eftir að samningur Mesut Özil við Fenerbache rennur sitt skeið mun þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid snúa sér að rafíþróttum samkvæmt umboðsmanni hans, Erkut Sogut. Fótbolti 18. júní 2022 09:30
Krefst þess að Liverpool bjóði Eriksen samning Jose Enrique, fyrrum leikmaður Liverpool, biðlar til félagsins að gera Dananum Christian Eriksen samningstilboð. Enski boltinn 18. júní 2022 08:01
Leeds staðfestir komu Marc Roca Spænski miðjumaðurinn Marc Roca hefur skrifað undir fjögurra ára samning við Leeds United. Roca kemur til félagsins frá Bayern Münich. Enski boltinn 18. júní 2022 07:00
Van Dijk var of hægur fyrir Crystal Palace Fyrrum knattspyrnustjórinn Neil Warnock var nálægt því að semja við Virgil Van Dijk árið 2014, þegar Van Dijk var enn þá leikmaður Celtic. Enski boltinn 17. júní 2022 19:15
Tottenham gengur frá kaupum á Bissouma Tottenham hefur staðfest þriðju félagaskipti liðsins það sem af er sumri. Yves Bissouma kemur til liðsins frá Brighton á 35 milljónir punda. Enski boltinn 17. júní 2022 18:00
Cristiano Ronaldo vill fara frá Manchester United Endurkoma Ronaldo hjá Manchester United er lokið ef marka má fregnir sem nú berast frá meginlandi Evrópu. Fótbolti 17. júní 2022 16:30
Styrktaraðilinn sem hætti að styrkja Chelsea heldur áfram að styrkja félagið Fjarskiptafyrirtækið Three ætlar sér að halda áfram sem aðalstyrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Three hætti stuðningi sínum tímabundið við félagið eftir að eigur Romans Abramovich, þáverandi eiganda Chelsea, voru frystar. Enski boltinn 17. júní 2022 15:46
Liverpool samþykkir tilboð Bayern í Mané Liverpool hefur samþykkt 35 milljón punda tilboð Bayern München í senegalska framherjann Sadio Mané. Enski boltinn 17. júní 2022 14:23
Lögreglan vill framlengja gæsluvarðhald Greenwood Í næstu viku mun lögreglan í Manchester fara fram á að gæsluvarðhald Mason Greenwood verði framlengt. Hann er grunaður um að beita þáverandi kærustu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi. Greenwood ku hafa gengið í skrokk á henni, brotið á henni kynferðislega og hótað að drepa hana. Enski boltinn 17. júní 2022 14:15
Porto samþykkir tilboð Arsenal í Vieira Porto hefur samþykkt 34 milljón punda tilboð Arsenal í Fabio Vieira, 22 ára miðjumann félagsins. Enski boltinn 17. júní 2022 13:31
Sadio Mané nálgast Bayern München Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané er við það að innsigla félagsskipti frá Liverpool til Bayern München, en þýsku meistararnir undirbúa nú betrumbætt tilboð í Senegalann. Enski boltinn 17. júní 2022 12:31
Áttu að vera upplifa drauminn en héldu að þau myndu deyja Að fara á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ætti að vera góð skemmtun en fyrir stuðningsfólk Liverpool reyndist það hreint helvíti. Morðhótanir, piparúði og troðningur bættist ofan á tap Liverpool. Fótbolti 17. júní 2022 09:31
Pogba gagnrýnir Man Utd fyrir samningsboð upp á nærri fimmtíu milljónir á viku Í dag kemur út heimildarmynd með Paul Pogba í aðalhlutverki. Í myndinni segir Pogba að Manchester United hafi ekki gert neitt til að halda sér hjá félaginu en vitað er að Pogba fékk samningstilboð upp á 300 þúsund pund á viku frá Man Utd. Fótbolti 17. júní 2022 08:30
Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fótbolti 17. júní 2022 07:30
Eigendur City bæta félagi í safnið Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að City Football Group, sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City, sé við það að ganga frá kaupum á Palermo á Ítalíu. Það verður ellefta félagið í eigu fjárfestingahópsins. Fótbolti 16. júní 2022 16:31
Man City mætir West Ham í fyrstu umferð og Liverpool heimsækir Fulham Leikjaniðurröðun ensku úrvalsdeildarinnar er klár. Englandsmeistarar Manchester City heimsækja West Ham United í fyrstu umferð á meðan Liverpool heimsækir nýliða Fulham. Enski boltinn 16. júní 2022 08:31
Danny Guthrie gjaldþrota Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið. Fótbolti 16. júní 2022 07:31
Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu. Fótbolti 15. júní 2022 23:30
La Liga berst gegn „ríkisfélögunum“ PSG og Man. City Forráðamenn spænsku 1. deildarinnar í fótbolta, La Liga, hafa sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Fótbolti 15. júní 2022 14:01
Hlutabréf Man Utd aldrei lægri: Eigendurnir greiða sér samt arð Segja má að Manchester United hafi náð því sem virðist vera botninn með frammistöðu sinni innan vallar sem utan á liðnu tímabili. Það er allavega staðreyndin ef horft er á hvers virði félagsins er fjárhagslega. Enski boltinn 15. júní 2022 07:02
Liverpool staðfestir komu Núñez | Gæti orðið sá dýrasti í sögu félagsins Darwin Núñez er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld. Enski boltinn 14. júní 2022 18:59