Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Meistararnir byrja titil­vörnina gegn Jóa Berg og fé­lögum

    Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í sínum fyrsta leik í endurkomu sinni í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili. Greint var frá leikjaniðurröðun næsta tímabils nú fyrir skemmstu og Burnley tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í opnunarleik tímabilsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea hafnaði til­boði Man United í Mount

    Enska knattspyrnufélagið Manchester United bauð formlega í Mason Mount, miðjumann Chelsea og enska landsliðsins, í gær, miðvikudag. Chelsea hafnaði tilboðinu. Frá þessu greina breskir fjölmiðlar á borð við Telegraph, Guardian og fleiri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    James Milner frá Liverpool til Brighton

    James Milner, miðjumaður Liverpool, fer á frjálsri sölu til Brighton. Hann hefur verið hjá Liverpool í átta ár og er einungis 34 leikjum frá því að slá Gareth Barry við sem leikjahæsta leikmanni ensku Úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þriggja ára bann fyrir að gera grín að Hillborough-slysinu

    Kieron Darlow, 25 ára gamall stuðningsmaður Tottenham Hotspur, hefur verið úrskurðaður í þriggja ára bann frá því að mæta á fótboltaleiki eftir að hann var fundinn sekur um að gera grín að Hillsborough-slysinu, mannskæðasta breska íþróttatengda slysi sögunnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland hættur að fagna og lentur í Noregi

    Erling Haaland er kominn heim til Noregs eftir stíf fagnaðarhöld Manchester City í kjölfar þess að liðið tryggði sér þrennuna með sigri á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjeikinn sagður eignast Man. Utd

    Samkvæmt fréttum frá Katar hafa núverandi eigendur enska knattspyrnufélagsins Manchester United samþykkt tilboð sjeiksins Jassim bin Hamad al-Thani. Samkvæmt því verður enska félagið brátt alfarið í eigu katarska sjeiksins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ancelotti stefnir Everton fyrir vanefndir

    Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og núverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, hefur stefnt enska úrvalsdeildarfélaginu vegna vanefnda á almennum viðskiptasamningum og fyrirkomulagi þeirra.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola kveður eftir tvö ár

    Pep Guardiola vildi lítið tjá sig um framtíð sína eftir að hafa klárað að vinna þrennuna með Manchester City um helgina, með sigri gegn Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Tielemans á leið til Villa

    Youri Tielemans, miðjumaður Leicester City, hefur samþykkt að ganga til liðs við Aston Villa þegar samningur hans við Refina rennur út í sumar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Búið að lofa Rice að hann megi fara

    David Sullivan, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, segir að Declan Rice hafi að öllum líkindum leikið sinn seinasta leik fyrir félagið er West Ham vann 2-1 sigur gegn Fiorentina í úrslitum Sambandsdeildarinnar í gær. Sullivan hafi verið búinn að lofa Rice að hann megi fara í sumar.

    Fótbolti