Fann fimm ástæður fyrir því af hverju Man. City verður ekki enskur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 Algeng sjón á vorin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, brosandi með enska meistarabikarinn. Getty/Michael Regan/ Veðbankar eru á því að Manchester City verði enskur meistari fimmta árið í röð en það er von fyrir önnur lið samkvæmt fróðlegum pistli á ESPN. Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor. Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor.
Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira