Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Rennsli af kviku svipað og í Elliðaánum

Kvika streymir inn undir Svartsengi á svipuðum krafti og Elliðaárnar. Prófessor í jarðeðlisfræði segir hugsanlegt að atburðurinn í þessari lotu á Reykjanesskaga sé hálfnaður. Mikilvægt sé að að skipuleggja umhverfi þannig að þol gegn náttúruvá sé sem mest, meðal annars með því að byggja ekki á svæðum sem útsett eru fyrir hraunrennsli.

Innlent
Fréttamynd

Bláa lónið opnað á ný

Allar starfsstöðvar Bláa lónsins hafa verið opnaðar á ný eftir lokun og rýmingu síðdegis á laugardag þegar allt benti til þess að eldgos væri yfirvofandi. 

Innlent
Fréttamynd

Dregur lík­lega til tíðinda í vikunni

Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.

Innlent
Fréttamynd

Boðað til fundar með börnum frá Grinda­vík

Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við  þær aðstæður sem nú eru uppi.

Innlent
Fréttamynd

„Við getum búist við að þetta endur­taki sig“

Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum.

Innlent
Fréttamynd

Af­létta rýmingu í Grinda­vík

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Endur­meta rýmingu í kvöld

Lögreglan á Suðurnesjum hyggst endurmeta aðgengi að rýmdum svæðum í og við Grindavík í kvöld klukkan 19:00. Beðið er eftir því að Veðurstofan vinni úr gögnum af svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­stig lækkað á tveimur svæðum

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum. Á öðrum svæðum er hættumatið það sama og var í gildi fyrir atburðarás gærkvöldsins.

Innlent
Fréttamynd

Eld­gos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells

Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells.

Innlent
Fréttamynd

Upp­fært hættu­mat

Veðurstofa Íslands hefur uppfært nýtt hættumat og fylgir því hættumatskort sem skiptist upp í sjö hættusvæði. Hættan er talin mjög mikil á tveimur þeirra, lengju sem nær frá Klifhólahrauni norðan við Grindavík yfir Sundhnúksgíga og norður að Kálffellsheiði handan við hraunið frá því í desember í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á minna eld­gosi

Aflögunin sem nú mælist er mun minni en hefur áður mælst í aðdraganda eldgosa. Það gæti bent til þess að minni kvika sé á ferðinni nú en í fyrri eldgosum.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending frá Reykja­nes­skaga

Kvikuhlaup er hafið skammt frá Sýlingarfelli, rúmum einum kílómetra austan við fellið. Öflug og skyndileg skjálftavirkni er hafin við Stóra-Skógfell og við Sýlingarfell á Reykjanesi. Í fyrri eldgosum á Reykjanesi hafa slíkar hrinur verið undanfari eldgoss. Svæðið í kringum Grindavík hefur verið rýmt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm til átta hundruð manns í Bláa lóninu

Unnið er að því að rýma Grindavík, Bláa lónið og svæðið í kringum Svartsengi vegna þeirrar skjálftavirkni sem tók sig upp á Sundhnúkagígsröðinni um klukkan 16 í dag. Mörg hundruð manns voru í Bláa lóninu þegar viðvörunarlúðrarnir fóru í gang. 

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Kviku­hlaup skammt frá Sýlingar­felli

Kvikuhlaup sem hófst skammt frá Sýlingarfelli um 16 í dag virðist hafa stöðvast í bili þar sem smáskjálftavirkni á svæðinu er hætt. Enn er þó of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss.

Innlent
Fréttamynd

Tíu milljónir rúm­metra af kviku

Rólegt hefur verið yfir Reykjanesi í dag. Enn eru þó miklar líkur á að af eldgosi verði og er kerfið tilbúið í gos og heldur kvikumagn áfram að aukast.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er komið að þolmörkum“

Líklega mun gjósa á næstu þremur dögum að sögn eldfjallafræðingsins Þorvaldar Þórðarsonar. Hann spáir kraftmiklu eldgosi sem detti hratt niður og endist stutt. Á Veðurstofunni fylgjast sérfræðingar grannt með mælum og vefmyndavélum til að geta brugðist sem hraðast við.

Innlent
Fréttamynd

Altjón á yfir sex­tíu húsum í Grinda­vík

Altjón er á 60 til 65 húsum við sprungusvæðin í Grindavík. Á öðrum svæðum í bænum er tjónið mun minna en búist var við. Sviðsstjóri vátryggingasviðs NTÍ segir varhugavert að ráðast í viðgerðir á eignum á meðan atburðinum sé ekki lokið. 

Innlent
Fréttamynd

Mat á skemmdum eigna í Grinda­­vík nánast lokið

Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) hafa lokið við að skoða og meta skemmdir á flestum íbúðar- og atvinnueignum í Grindavík. Unnið er að kostnaðarmati og gerð matsgerða en fyrstu húsnæðiseigendur bæjarins fá matsgerðir kynntar í lok næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Grindvísk börn dreifast í hátt í sjö­tíu skóla

Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Með alla skjái í gangi og öll tæki uppi

Enn aukast líkurnar á eldgosi á næstu dögum og fyrirvarinn gæti orðið mjög stuttur. Náttúruvársérfræðingur segir þrýstinginn sífellt byggjast upp og starfsfólk Veðurstofunnar líti ekki af mælunum.

Innlent
Fréttamynd

Kvikumagnið heldur á­fram að aukast

Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga.

Innlent