Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 18:06 Frá Svartsengi þar sem kvikusöfnun heldur áfram á stöðugum hraða. Vísir/Arnar Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23