Mesta kvika frá því að kvikugangurinn myndaðist Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 18:06 Frá Svartsengi þar sem kvikusöfnun heldur áfram á stöðugum hraða. Vísir/Arnar Kvikusöfnun heldur stöðugt áfram undir Svartsengi og er nú magn kviku það mesta frá því áður en kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Haldi kvikusöfnunin áfram án kvikuhlaups eða eldgoss segir Veðurstofan að huga þurfi að fleiri sviðsmyndum um framhaldið. Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Grindavík var rýmd eftir að fimmtán kílómetra langur kvikugangur myndaðist 10. nóvember. Þá er talið að um áttatíu milljón rúmmetrar af kviku hafi farið úr kvikuhólfi. Kvikusöfnun hefur haldið áfram óslitið síðan þá. Að minnsta kosti fimm kvikuhlaup hafa orðið frá Svartsengi yfir í Sundhnúkagígaröðina en fjögur þeirra enduðu með eldgosi. Heildarmagn kviku í hólfinu undir Svartsengi er nú það mesta frá því að kvikugangurinn myndaðist, að því er kemur fram í stöðuuppfærslu á vefsíðu Veðurstofunnar. Alls hafa um sextán milljón rúmmetrar kviku bæst við kvikuhólfið undir Svartsengi frá 16. mars þegar síðasta gos hófst. Þetta er lengsta lota kvikusöfnunar frá því að atburðarásin við Grindavík hófst í október. Eftir því sem lengra líður án þess að nýtt kvikuhlaup verði í Sundhnúkagígaröðina aukast líkur á að kvika leiti á önnur svæði þar sem jarðskorpan er veik fyrir. Líklegast þykir að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nokkur óvissa er sögð um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til þess að koma af stað nýju kvikuhlapi og að kvika nái til yfirborðs. Ólíklegri sviðsmynd er svæðið sunnan fjallsins Þorbjarnar í stóra sigdalnum við Grindavík. Smáskjálftavirkni síðustu daga og vikna hefur meðal annars verið þar. Veðurstofan segir að þar séu veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti nýtt sér til að ná til yfirborðs. Ætlunin er að safna og vinna úr gögnum næstu daga til að varpa frekara ljósi á þennan möguleika.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kvikusöfnunin áfram stöðug Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur áfram haldist stöðug og eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á næstu dögum. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og er fyrirvari á eldgosi gæti orðið mjög stuttur 16. maí 2024 11:23