Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Alec Baldwin heldur áfram að gera stólpagrín að Trump

Í gær birti Baldwin mynd á Instagram þar sem hann er með sams konar derhúfu og Trump hefur ítrekað látið sjá sig með og prýðir kosningaslagorð hans. Á derhúfu Baldwin er þó sú breyting á að slagorði Trump hefur verið snarað yfir á rússnesku en með því er Baldwin án efa að vísa í meint afskipti Rússlands að forsetakosningunum í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Gullöld á næsta leiti

Árið 2016 var glæsilegt í vísindasögunni og gullöld erfðavísinda á næsta leiti. Á árinu fæddist til að mynda drengur sem á þrjá foreldra. Hvað skyldi árið 2017 bera í skauti sér?

Lífið
Fréttamynd

Segjast geta nafngreint rússnesku njósnarana

Yfirmenn bandarískra leyniþjónustustofnana uppfræða Donald Trump um tölvuinnbrot Rússa. Sjálfur segist Trump vera mikill aðdáandi leyniþjónustunnar. Joe Biden varaforseti segir að Trump verði að drífa sig í að fullorðnast.

Erlent
Fréttamynd

Buffett græðir vel

Milljarðamæringurinn Warren Buffett græddi að meðaltali 32,2 milljónir dala á dag eða 3,6 milljarða allt árið 2016, samkvæmt útreikningum Bloomberg.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump tekur inn Lighthizer

Donald Trump, sem tekur við forsetaembætti í Bandaríkjunum eftir rúmar tvær vikur, hefur ákveðið að James Lighthizer verði viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Vopnahlé í Sýrlandi hangir á bláþræði

Sýrlenskir uppreisnarmenn segja stjórnarherinn og Rússa halda áfram að varpa tunnusprengjum. Óvíst hvort friðarviðræður hefjast síðar í mánuðinum eins og að var stefnt. Bandaríkin koma ekki að þessu vopnahléi, ólíkt fyrri tilraunum.

Erlent