Ætlar aftur að sleppa kvöldverði með blaðamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 19:39 Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira