Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Of­beldis­maður sem hótaði að hringja inn sprengju­hótun færi kærasta hans í flug á sér engar máls­bætur

Karlmaður sem ákærður var fyrir fjölmörg brot gagnvart sambýliskonu sinni og börnum þeirra hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi. Héraðsdómur segir ljóst að maðurinn hafi skapað ógnarástand á heimili mannsins og konunnar og að hann eigi sér engar málsbætur. Maðurinn hótaði því meðal annars að hringja inn sprengjuhótun ef sambýliskona hans væri í flug til útlanda.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl í Eyjum

Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið.

Innlent
Fréttamynd

„Lög­regla sleppir fram­burði sem hreinsar manninn af þátt­töku í mann­­drápi“

Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana.

Innlent
Fréttamynd

Sýndi mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns

Karlmaður sem rauf einangrun vegna Covid-19 sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns þar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla er með fjölmörg mál tengd manninum til meðferðar.

Innlent
Fréttamynd

Bóta­kröfur upp á tugi milljóna í Rauða­gerðis­málinu

Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu.

Innlent
Fréttamynd

82 prósent 2.655 ákærðra karlar

Af þeim 2.655 einstaklingum sem sættu ákæru í fyrra voru 2.168 karlar, eða 82 prósent. Alls komu 9.132 mál til meðferðar hjá ákæruvaldinu en um er að ræða 5,1 prósent fækkun frá fyrra ári, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Fengu ekki að syrgja eðli­lega því dánar­búið var í höndum ó­kunnugs manns

Fjölskyldu manns sem missti móður sína úr krabbameini þykir stórfurðulegt að Landsréttur hafi litið fram hjá hinsta vilja hennar í erfðaskrá. Eignir konunnar sátu eftir í höndum nýs eiginmanns sem losaði sig við ýmsa muni hennar án þess að láta fjölskylduna vita. Hæstiréttur hefur nú dæmt syninum í vil og verður dánarbúi hennar skipt á milli þeirra. 

Innlent
Fréttamynd

Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið

Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir ræktun 224 kanna­bis­plantna á heimilinu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir vörslu á rúmlega 32 grömmum af maríjúana og ræktun á 224 kannabisplöntur sem fundust við húsleit á heimili mannsins í Reykjavík í nóvember 2019. Hann er talinn hafa ræktað kannabis um nokkurt skeið.

Fréttir
Fréttamynd

Beitti skralli og skrúfjárni í líkamsárás

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa slegið annan mann í höfuðið með skralli úr topplyklasetti og stungið hann í sköflunginn með skrúfjárni, auk annarra brota.

Innlent
Fréttamynd

Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss

VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið.

Innlent
Fréttamynd

Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi

Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði.

Innlent
Fréttamynd

Einkasonur lagði eiginmann móður í dramatísku erfðamáli

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu einkasonar um að dánarbú móður hans verði tekið til opinberra skipta. Málið hafði flakkað úr héraði í Landsrétt og fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem sonur konunnar hafði betur eftir margra ára baráttu við eftirlifandi eiginmann móður hans.

Innlent
Fréttamynd

Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin

Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin.

Innlent
Fréttamynd

Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt

Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 

Innlent
Fréttamynd

Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu

Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar.

Innlent