Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Innlent 22. desember 2022 12:43
Landabruggari með heimagerða sprengju í fjögurra mánaða fangelsi Karlmaður á sjötugsaldri var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og ökulagabrot. Þá var hann einnig dæmdur fyrir vopnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum heimatilbúna sprengju og gaddakylfu sem fannst við húsleit lögreglu Innlent 21. desember 2022 19:07
Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. Innlent 21. desember 2022 15:55
Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkjótt Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt. Innlent 21. desember 2022 13:48
Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti. Innlent 21. desember 2022 11:02
Ekki talið nauðgun að troða fingri í endaþarm Karlmaður var í gær dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Í málinu var talið sannað að hann hefði troðið fingri í endaþarm annars manns en það var ekki talið nauðgun. Innlent 20. desember 2022 06:30
Taldi sig dauðvona, afhenti dóttur sinni fúlgur fjár og vildi þær svo til baka Einstakt mál var til úrlausnar hjá Héraðsdómi Reykjaness en það snýst um að maður nokkur sem var á leið í aðgerð og taldi litlar líkur á að hann myndi lifa hana af afhenti dóttur sinni fúlgur fjár. Innlent 19. desember 2022 16:14
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. Innlent 19. desember 2022 10:23
Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur. Viðskipti innlent 18. desember 2022 10:00
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. Innlent 17. desember 2022 18:19
Átta ára fangelsi yfir Árnmari endanleg niðurstaða Landsréttur staðfesti í dag átta ára fangelsisdóm yfir Árnmari Jóhannesi Guðmundssyni fyrir skotárás á Egilsstöðum í ágúst í fyrra. Innlent 16. desember 2022 14:33
Dómur fyrir íkveikju á Akureyri lítillega mildaður Landsréttur hefur dæmt Kristófer Örn Sigurðarson í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Um er að ræða mildun sem nemur þremur mánuðum frá dómi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í fyrra. Innlent 16. desember 2022 14:12
Gæsluvarðhaldi yfir mönnum í hryðjuverkamáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. Innlent 16. desember 2022 12:00
Úrskurðað í hryðjuverkamáli í dag Úrskurður verður kveðinn upp klukkan 11:45 varðandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Mönnunum var sleppt úr haldi á þriðjudaginn eftir rúmlega ellefu vikna gæsluvarðhald. Innlent 16. desember 2022 10:39
Tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Innlent 15. desember 2022 15:10
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. Innlent 15. desember 2022 07:01
Jón Ársæll sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað sjónvarpsmanninn Jón Ársæl af skaðabótakröfum dánarbús konu sem hann tók viðtal við fyrir sjónvarpsþættina Paradísarheimt sem sýndir voru hjá Ríkissjónvarpinu. Landsréttur dæmdi Jón fyrr á árinu til að greiða konunni átta hundrað þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Innlent 14. desember 2022 18:06
„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær. Innlent 14. desember 2022 15:00
Sendi stúlku undir lögaldri kynferðisleg skilaboð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan karlmann í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn barni. Innlent 14. desember 2022 13:43
„Sviðsettur blaðamannafundur“ hafi verið gróf atlaga að æru Áslaugar Thelmu Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar, segja blaðamannafund sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt um vinnustaðamenningu og mannauðsmál sín hafa verið sviðsettan. Markmiðið með fundinum hafi verið að vega gróflega gegn æru Áslaugar Thelmu og til að upphefja OR, dótturfélög fyrirtækisins og stjórnendur þeirra. Innlent 14. desember 2022 09:21
Rannsókn lögreglu lokið: Nýdæmdur barnaníðingur grunaður um brot gegn tugum til viðbótar Lögregla hefur lokið rannsókn á tugum meintra kynferðisbrota karlmanns á sextugsaldri. Í öllum tilvikum er maðurinn grunaður fyrir að hafa brotið gegn stúlkum undir 15 ára aldri, á þriðja tug stúlkna. Karlmaðurinn hlaut sex ára dóm fyrir kynferðisbrot í maí á þessu ári. Innlent 13. desember 2022 18:29
Krefur Orku náttúrunnar um 125 milljónir króna Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem Orka náttúrunnar braut gegn með uppsögn árið 2018, krefst 125 milljóna króna í skaða- og miskabætur. Hún hafði áður hafnað boði fyrirtækisins um 13,6 milljónir króna í bætur. Innlent 13. desember 2022 12:42
Mættu í skólann og völdu áfanga sem búa þær undir læknanám Hussein systurnar mættu í dag aftur í Fjölbrautaskólann við Ármúla til að velja áfanga fyrir næstu önn. Báðar völdu þær fög sem undirbúa þær undir læknis- og tannlæknisfræði en þær vilja starfa sem læknar hér á Íslandi í framtíðinni. Skólameistarinn segist himinlifandi með komu þeirra. Innlent 13. desember 2022 11:04
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Innlent 12. desember 2022 20:08
„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. Innlent 12. desember 2022 18:31
Bókari á heimili fyrir þroskahamlaða ákærður fyrir fjárdrátt Launafulltrúi og bókari Skálatúns í Mosfellsbæ hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Honum er gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega ellefu milljónir króna yfir níu ára tímabil. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 12. desember 2022 16:54
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. Innlent 12. desember 2022 15:06
Réðst á barnsmóður og 28 daga gamalt barn sitt: „Hræðilegt að sjá hana“ Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í 12 mánaða fangelsi fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð þáverandi kærustu sinnar og barnsmóður og 28 daga gamallar dóttur þeirra. Fram kemur í dómnum að konan hafi sætt margvíslegu ofbeldi af hálfu mannsins um langt skeið og þá hafi maðurinn haldið áfram að ásækja hana eftir að umrædd árás átti sér stað. Innlent 12. desember 2022 11:54
Ummæli Kára um Ferðamálaskóla Íslands ekki dæmd dauð og ómerk Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms þar sem leiðsögumaðurinn Kári Jónasson er sýknaður í máli þar sem rekstraraðili Ferðamálaskóla Íslands fór fram á að ummæli sem Kári lét falla um skólann í sjónvarpsþætti árið 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Innlent 12. desember 2022 08:05
„Ég var fokking graður og ég gat ekki stjórnað mér“ Faðir stúlku sem kærði ungan mann fyrir nauðgun segir dóttur sína upplifa að réttarkerfið hafi brugðist henni algjörlega. Maðurinn hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en vegna ungs aldurs mannsins og tafa á málsmeðferð var dómurinn skilorðsbundinn. Réttargæslumenn ýttu ítrekað á eftir lögreglu að senda málið til saksóknara. Innlent 11. desember 2022 08:01