Álftanes fær mikla hetju úr Texas háskólanum Álftanes hefur fundið sér bandarískan leikmann fyrir næsta tímabil í Subway deild karla í körfubolta. Sá heitir Andrew Jones. Körfubolti 27. júní 2024 13:01
Basile á Krókinn Bandaríski leikstjórnandinn Dedrick Deon Basile er genginn í raðir Tindastóls frá Grindavík. Körfubolti 26. júní 2024 12:28
Besti leikmaður 1. deildarinnar til liðs við Álftanes Álftnesingum hefur borist vænn liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla en Viktor Steffensen skrifaði undir hjá félaginu í dag. Viktor, sem er 22 ára, er uppalinn í Fjölni og var hann valinn besti leikmaður 1. deildarinnar síðasta vetur. Körfubolti 24. júní 2024 20:01
Israel Martín þjálfar aftur Tindastól Spænski þjálfarinn Israel Martín Concepción hefur endurnýjað kynni sín við Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Körfubolti 23. júní 2024 12:47
Grindvíkingar búnir að finna sér nýjan bandarískan bakvörð Grindvíkingar hafa fundið eftirmann Dedrick Basile því félagið segir í dag frá samningi sínum við bandaríska leikstjórnandann Devon Thomas. Körfubolti 22. júní 2024 13:39
Álftanes semur við tveggja metra Frakka Alexez Yetna er genginn til liðs við Álftanes og mun leika með liðinu í Subway deild karla á næsta tímabili. Sport 21. júní 2024 13:01
Nýliðarnir sækja sér styrk í Hafnarfjörðinn ÍR, nýliðarnir í Subway-deild karla, hafa sótt sér liðsstyrk fyrir komandi tímabil. Körfubolti 20. júní 2024 22:31
Þórsarar sækja Ólaf úr háskólaboltanum Þór Þorlákshöfn hefur samið við Ólaf Björn Gunnlaugsson um að leika með liðinu í Subway-deild karla í körfubolta næstu tvö árin. Körfubolti 18. júní 2024 17:01
Njarðvík yfirgefur Ljónagryfjuna og fær nýjan heimavöll afhentan í sumar Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur yfirgefur hina fornfrægu Ljónagryfju. Nýr heimvöllur í nýju íþróttahúsi við Stapaskóla verður afhentur þann 29. júlí næstkomandi. Körfubolti 17. júní 2024 07:01
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Körfubolti 14. júní 2024 19:41
Ho You Fat í Hauka Subway-deildarlið Hauka er byrjað að styrkja sig fyrir átökin næsta vetur og er búið að semja við reynslumikinn leikmann. Körfubolti 14. júní 2024 10:41
Þorvaldur Orri kemur aftur til KR Þorvaldur Orri Árnason er genginn til liðs við KR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næstu leiktíð. Körfubolti 13. júní 2024 22:39
Badmus fer hvergi Íslandsmeistarar Vals í körfuknattleik fengu góð tíðindi í dag er staðfest var að Taiwo Badmus myndi spila áfram með liðinu. Körfubolti 11. júní 2024 14:17
„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“ Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili. Sport 9. júní 2024 11:29
Blása til styrktarleiks í minningu Bjarka Í kvöld mætast Þór Þ. og Álftanes í styrktarleik til minningar um Bjarka Gylfason sem lést langt fyrir aldur fram fyrr á þessu ári. Körfubolti 9. júní 2024 11:05
Friðrik tekur við keflinu í Keflavík Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 7. júní 2024 15:10
Jóhann Árni til Hattar Jóhann Árni Ólafsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hattar í körfubolta við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar. Körfubolti 7. júní 2024 13:07
Grindvíkingar sækja Bandaríkjamann norður og Mortensen framlengir Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Jason Gigliotti um að hann muni leika með liðinu á komandi leiktíð í Subway-deild karla. Körfubolti 7. júní 2024 11:30
Skyggnst bak við tjöldin á Stöð 2 Sport: Rafmagnið sló út í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og lítið minna dugir til að halda úti beinni útsendingu á íþróttaviðburðum. Hetjurnar sem vinna bakvið tjöldin eiga allt hrós skilið fyrir að veita áhorfendum þá stórkostlegu íþróttaupplifun sem birtist í Besta Sætinu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 6. júní 2024 09:00
„Verð að prófa þessa geðveiki áður en ég hætti“ Benedikt Guðmundsson var á dögunum ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Tindastóls í stað Pavels Ermolinskij. Benedikt segir að ástríðan fyrir körfubolta sé sérstök á Sauðárkróki og hann er afar spenntur fyrir starfinu. Körfubolti 6. júní 2024 08:02
Fotis og Nat-vélin saman undir körfunni hjá Hamri næsta vetur Hamarsmenn hafa gengið frá samningum við gríska körfuboltamanninn Fotios Lampropoulos sem mun nú færa sig úr Subway deildinni niður í fyrstu deildina. Körfubolti 1. júní 2024 17:00
Kane skrifaði undir samning á lokahófi Grindavíkur DeAndre Kane mun snúa aftur til Grindavíkur og leika með liðinu á næsta tímabili. Körfubolti 31. maí 2024 21:59
Benedikt tekinn við Stólunum Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 31. maí 2024 18:01
Birna og Kristinn valin best Körfuboltafólk gerði upp tímabilið í lokahófi Körfuknattleikssambands Íslands sem var haldið í Laugardalshöllinni í hádeginu. Körfubolti 31. maí 2024 12:36
Verðlaun veitt á lokahófi KKÍ Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili. Körfubolti 31. maí 2024 11:32
Valsmenn fyrstu kanalausu Íslandsmeistararnir í 24 ár Ef það hefur verið hægt að ganga að einu vísu þá er það að bestu liðin í Subway deild karla eru með öflugan bandarískan leikmann í sínu liði. Ekki í ár. Körfubolti 31. maí 2024 09:30
Hnéskel Kristófers fór í tvennt „Heilsan hefur verið betri. En ég er að sama skapi mjög ánægður með titilinn og stoltur að geta vaknað í morgun sem Íslandsmeistari,“ sagði Kristófer Acox í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gleðin er mikil en tilfinningin blendin vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleik Vals við Grindavík í fyrrakvöld. Körfubolti 31. maí 2024 07:31
Sjáðu stikluna fyrir nýju heimildaþættina um Grindavík Stöð 2 Sport er að vinna sex þátta heimildaþáttaseríu um körfuboltann í Grindavík og áhrifin sem jarðhræringarnar á Reykjanesi höfðu á starf körfuknattleiksdeildarinnar og leikmenn liðsins. Körfubolti 30. maí 2024 12:30
Rússíbanareið Valsmanna í Íslandsmeistarasyrpunni Valsmenn eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í annað skiptið á þremur árum. Valur vann Grindavík í gær í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan troðfullu húsi á Hlíðarenda. Körfubolti 30. maí 2024 12:01
Tískan á körfuboltaleiknum Það var gríðarleg stemning og mikil spenna á Hlíðarenda í gær þegar að Valur varð Íslandsmeistari í körfubolta karla eftir sigur á Grindavík. N1 höllin var troðfull af stuðningsmönnum sem margir hverjir nýttu tækifærið til þess að klæða sig upp. Tíska og hönnun 30. maí 2024 11:32