Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Adam Eiður: Þetta var við­bjóður

    Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Körfuboltakvöld: Á­hyggjur af Álfta­nesi

    Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“

    Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“

    Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lárus: Það er best að hitta þá ekki eftir svona leik

    Þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, Lárus Jónsson, var að vonum súr og svekktur með niðurstöðuna úr leik sinna manna gegn KR en svekktastur var hann með hvað hans menn lögðu í leikinn. Sem var ekki mikið að hans mati. Leikurinn endaði með sigri KR 92-97 og var þetta fyrsta tap Þórs í vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lætin í Kópa­vogi til skoðunar hjá KKÍ

    Lætin sem áttu sér stað í hálf­­­leik í leik Grinda­víkur og Hattar í 3.um­­­ferð Bónus deildar karla í körfu­­bolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leik­­maður Grinda­víkur sló í and­lit Cour­voisi­er Mc­­Caul­ey leik­­manns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfu­knatt­­leiks­­sam­bandi Ís­lands. Þetta stað­festir fram­kvæmda­stjóri sam­bandsins í sam­tali við Vísi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjáðu höggið og lætin í Kópa­vogi

    Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Hann var eitt­hvað að tala og svo lét hann höggin tala“

    „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Hann kýldi mig“

    Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ægir: Hinn klassíski liðssigur

    Ægir Þór Steinarsson var mjög ánægður með sigur sinna manna á ÍR í 3. umferð Bónus deildar karla. Hann var ánægður með liðið í kvöld og hvernig þeir eru að koma inn í mótið.

    Sport