Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Fannar Ólafsson: Átta troðslur hjá KR-liðinu í síðasta leik

    Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, er í viðtali á heimasíðu KR fyrir leik liðsins á móti Stjörnunni í Garðabæ í kvöld en með sigri getur KR-liðið stigið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. KR er með tveggja stiga forskot á Keflavík en getur náð aftur fjögurra stiga forskoti í kvöld þegar aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nick Bradford: Ég elska að spila þessa stöðu

    Nick Bradford átti fínan leik í stöðu leikstjórnanda þegar Njarðvík vann 72-67 sigur á Stjörnunni í miklum baráttuleik í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Nick var með 19 stig, 10 fráköst, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík lagði Stjörnuna - ÍR vann FSu

    Njarðvík sigraði Stjörnuna 72-67 í stórleik kvöldsins í Iceland Express-deildinni. Garðbæingar hleyptu mikilli spennu í leikinn undir lokin með góðri rispu þegar Njarðvíkingar virtust hafa stungið af.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórleikur í Njarðvík í kvöld

    Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld og hefjast þeir báðir kl. 19:15. Í Njarðvík verður boðið upp á stórleik þegar heimamenn taka á móti Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Morgan Lewis: Veit ekki hvor var meira hissa, ég eða varnarmaðurinn

    Morgan Lewis er í viðtali á heimasíðu KR en kappinn spilar sinn fyrsta heimaleik með KR á móti Breiðabliki í Iceland Express deild karla í DHL-Höllinni klukkan 19.15 í kvöld. Morgan Lewis hrósar mikið sendingunum frá Pavel Ermolinskij en Pavel átti fimm stoðsendingar á hann í fyrsta leiknum á móti Hamar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild karla: Þrír leikir á dagskrá í kvöld

    Toppbaráttuliðin KR, Keflavík og Njarðvík verða öll í eldlínunni í kvöld í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Íslandsmeistarar KR heimsækja Hamar í Hveragerði en með í för er Morgan Lewis, nýi Kani Vesturbæinga og því spennandi að sjá hvernig hann mætir til leiks.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Áttum að vinna þennan leik

    „Við vorum betri framan af en förum í einstaklingsframtök og eitthvað helvítis kjaftæði í lokin," sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar eftir tapið gegn Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þorleifur: Það voru allir að klikka hjá okkur í dag

    „Við gerðum ekki það sem við lögðum upp með og þess vegna er þetta mjög svekkjandi. Maður getur aldrei verið sáttur með að tapa þegar frammistaðan er ekki betri en hún var í þessum leik," sagði Grindvíkingurinn Þorleifur Ólafsson eftir 81-92 tap fyrir Snæfelli í úrslitaleik Subwaybikars karla í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar þremur stigum yfir í hálfleik

    Snæfell er þremur stigum yfir á móti Grindavík, 44-41, í hálfleik á úrslitaleik karla í Subwaybikar karla í Laugardalshöllinni. Leikurinn hefur haldist jafn allan hálfleikinn en Snæfell náði frumkvæðinu með því að skora þrettán stig í röð um miðjan annan leikhluta og komast með því í 36-30.

    Körfubolti