

Besta deild kvenna
Leikirnir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Þór/KA 1-2 | Norðanstúlkur fara í EM-fríið með gott forskot
Þór/KA er með sex stiga forskot á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir gríðarlega mikilvægan sigur á Blikum í Kópavogi.

Cloé með tvennu í fimmta deildarsigri ÍBV í röð | Grindavík fjarlægist fallsætin
Sigurganga ÍBV í Pepsi-deild kvenna heldur áfram en í dag vann liðið 3-1 sigur á Val á Hásteinsvelli.

Agla María tætti KR-vörnina í sig | Sjáðu mörkin
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir fór á kostum þegar Stjarnan rústaði KR, 1-5, í Pepsi-deild kvenna í hádeginu í dag.

Agla María með þrennu í stórsigri Stjörnunnar
Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum, skoraði þrennu þegar Stjarnan rúllaði yfir KR, 1-5, í fyrsta leik 11. umferðar Pepsi-deildar kvenna í dag.

Jón Aðalsteinn hættur hjá Fylki
Jón Aðalsteinn Kristjánsson sagði í dag upp starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu.

Sjáðu mörkin hennar Hörpu og öll hin úr 10. umferðinni | Myndband
Alls voru 17 mörk skoruð í leikjunum fimm í 10. umferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta.

Risasigur hjá Grindvíkingum
Grindavík vann afar mikilvægan sigur, 2-1, á Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Harpa komin í gang
Markahrókurinn Harpa Þorsteinsdóttir var í stuði á afmælisdegi sínum og skoraði tvö mörk fyrir Stjörnuna í stórsigri á Haukum.

Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | Cloé Lacasse sá um KR-inga
ÍBV gefur ekkert eftir og vann góðan sigur í Vesturbænum.

Fyrstu töpuðu stigin hjá Þór/KA
Eftir að hafa unnið níu fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna kom að því að Þór/KA tapaði stigum.

Ekki bannað að láta sig dreyma
Agla María Albertsdóttir, 17 ára gamall kantmaður Stjörnunnar, er á leið á sitt fyrsta stórmót en fyrsti leikurinn þar verður fimmti leikur hennar fyrir landsliðið. Agla hefur sprungið út með Stjörnunni í sumar.

Ólafur Þór: Sundurspiluðum þær og hefðum átt að setja fleiri mörk
Þjálfari Stjörnunnar, Ólafur Þór Guðbjörnsson, var að vonum sáttur eftir að hans konur tryggðu sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna.

Arna Sif fagnaði EM-sætinu með tveimur mörkum | Torsótt hjá Grindavík
ÍBV, Stjarnan, Valur og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld.

Sigríður Lára skaut Eyjakonum í undanúrslitin
Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir tryggði ÍBV sæti í undanúrslitum Borgunarbikars kvenna þegar hún skoraði eina mark leiksins gegn Haukum á Hásteinsvelli í undanúrslitunum í kvöld.

Yfirburðirnir óvæntir
Sigurganga Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna hefur komið sparkspekingum að óvörum en norðanstúlkur eru með fullt hús stiga að loknum fyrri hluta tímabilsins.

Sjáðu mexíkósku mörkin, sigurmark Karenar Maríu og öll hin mörkin úr 9. umferðinni | Myndband
Alls voru 15 mörk skoruð í leikjunum fimm í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í gærkvöldi.

Þriðja liðið með fullt hús eftir fyrstu níu
Þór/KA er með fullt hús stiga á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir fyrri umferðina. Norðanstúlkur hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni með markatölunni 22-3.

Lauflétt hjá Blikum | Mexíkósk sveifla hjá Val
Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Þór/KA 0-1 | Varamaðurinn tryggði Þór/KA níunda sigurinn í röð | Sjáðu markið
Karen María Sigurgeirsdóttir sá til þess að Þór/KA er með fullt hús stiga eftir fyrri umferðina í Pepsi-deild kvenna.

Tvö 2002 módel skoruðu í öruggum Eyjasigri
ÍBV vann sinn fimmta sigur í síðustu sex deildarleikjum þegar liðið lagði botnlið Hauka að velli, 3-0, á Hásteinsvelli í kvöld.

Kosning: Hver skoraði flottasta markið í Pepsi-deild kvenna í maí?
Tveir leikmenn Blika og einn KR-ingur berjast um verðlaunin.

Sjáðu fernu Cloé, þrennu Söndru Maríu og glæsimark Fanndísar | Myndband
Alls voru 17 mörk skoruð í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna sem fór fram á föstudaginn var.

Sandra orðin leikjahæst frá upphafi
Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, er orðin leikjahæst í efstu deild kvenna í fótbolta.

Hólmfríður minnti á sig með marki í öðrum leiknum í röð | Öruggt hjá Val
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði í öðrum leiknum í röð í Pepsi-deild kvenna þegar liðið lagði botnlið Hauka að velli, 0-2, í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-0 | Þrumufleygur Fanndísar tryggði þrjú stig
Blikar skutust í annað sætið með sigrinum og eru nú sex stigum á eftir toppliði Þór/KA.

Sandra María komin í EM-form | Cloé kafsigldi Árbæinga
Sandra María Jessen og Cloé Lacasse fóru hamförum þegar Þór/KA og ÍBV unnu stórsigra í fyrstu leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Margrét Lára fjórða Valskonan sem slítur krossband á þessu ári
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld er Margrét Lára Viðarsdóttir með slitið krossband í hné og verður því ekki með íslenska kvennalandsliðinu á EM í Hollandi sem hefst 16. júlí næstkomandi.

Sjáðu þrennu Söndru og frábærar vörslur Bryndísar Láru | Myndband
Þór/KA henti ríkjandi bikarmeisturum Breiðabliks út úr Borgunarbikarnum með 1-3 sigri í Kópavoginum í gær.

Borgarstjórinn sá um Blika
Sandra Stephany Mayor Gutierrez skoraði öll þrjú mörk Þórs/KA þegar liðið bar sigurorð af Breiðabliki, 1-3, í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í dag.

Tindastóll kastaði Fylki úr bikarnum
Öllum leikjum dagsins í Borgunarbikar kvenna er nú lokið og þar vakti mesta athygli að Tindastóll skildi leggja Pepsi-deildarlið Fylkis.