Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - KR 2-2 | KR náði í stig á Akureyri Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar 23. júní 2019 17:30 Sandra Stephany Mayor skoraði fyrir Þór/KA í dag. vísir/ernir Það var boðið upp á fjörugan leik í 7. umferð Pepsi Max deildar kvenna á Þórsvellinum í dag þegar heimastúlkur í Þór/KA mættu KR. Það leit allt út fyrir að botnlið KR ætlaði að hirða öll þrjú stigin sem í boði voru en jöfnunarmark á lokamínútum leiksins varð til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín þar sem leiknum lauk 2–2. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós eftir um það bil 20 sekúndur. Hulda Björg átti þá flotta sendingu inn fyrir vörn Kr inga á Söndru Stephany en Birna Kristjánsdóttir í marki KR kom í veg fyrir að hún næði að skora. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir næsta færi. Það var KR kvenna. Ásdís Karen Halldórsdóttir komst þá inn á teig Þór/Ka og vippaði boltanum skemmtilega yfir Bryndísi Láru í markinu og kom þar með gestunum í forustu eftir rétt tæplega þriggja mínútna leik. Þór/KA létu það ekki á sig fá og sóttu stíft næstu mínútur. Það skilaði árangri því á níundu mínútu komst Þórdís Hrönn á skrið úti vinstra megin. Lagði boltan svo út í teig gestanna þar sem Sandra Stephany var í þann mund að skjóta boltanum í átt að marki þegar varnarmaður Kr brýtur klaufalega á henni og vítaspyrna dæmd. Sandra fór sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Í kjölfarið virtust heimastúlkur ætla að keyra yfir gestina og næstu 20 mínúturnar voru eign Þór/Ka. Þeim tókst hins vegar ekki að nýta sér það og áður en hálfleiknum lauk var eins og gestirnir vöknuðu til lífsins og voru líklegri aðilinn síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Sömu sögu var að segja í upphafi síðari hálfleiks og fór það svo að Kr ingar náðu forustu á nýjan leik á 50. mínútu. Guðmunda Brynja fékk sendingu inn fyrir vörn Þór/KA og átti skot sem Harpa, varamarkvörður Þór/KA, varði vel. Katrín Ómarsdóttir var hins vegar fyrst að átta sig og skilaði frákastinu í markið og staðan orðin 1–2. Eftir annað mark Kr róaðist leikurinn verulega og fátt sem benti til þess að heimastúlkur næðu að jafna en á 87. mínútu barst boltinn á varamanninn Karen Maríu Sigurgeirsdóttir úti á vinstri kantinum. Hún tók boltann með sér inn á völlinn og skrúfaði hann snyrtilega í fjærhornið, 2–2. Bæði lið áttu góð færi eftir jöfnunarmarkið en tókst ekki að skora.Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður vallarins í dag var klárlega Katrín Ómarsdóttir. Skoraði gott mark og kom sér oft og tíðum í góða stöðu. Gerði varnarmönnum Þórs/KA gríðarlega erfitt fyrir í dag og sýndi hvers megnug hún er. Stöllur hennar í framlínu Kr liðsins, þær Ásdís Karen og Guðmunda Brynja skiluðu sömuleiðis sínu og vel það. Hjá heimastúlkum var það Sandra Mayor sem sýndi hvað mest, þó aðallega í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Þór/KA eiga stórleik í bikarnum næstu helgi þegar Valskonur mæta í Þorpið, laugardaginn 29. júní. Leikurinn liður í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Kr ingar eiga sömuleiðis bikarleik á föstudaginn næsta, 28. júní, þegar lið Tindastóls kemur í heimsókn í Vesturbæinn.Bojana: Hefði viljað fara heim með þrjú stig Bojana Besic, þjálfari KR, var sammála því að stigið væri gott sem hennar leikmenn sóttu til Akureyrar í dag. Hún var þó ekki ánægð með niðurstöðuna eftir frammistöðuna í leiknum. „Þetta er gott stig en ég er ekki ánægð með stig miðað við spilamennskuna í dag. Ég hefði viljað fara heim með þrjú stig.“ Bojana sagði jafnframt að uppleggið hafi verið að stjórna leiknum, sem þeim vissulega tókst á löngum köflum í dag. „Það sem okkur langaði að gera og það sem við gerðum í dag var að stjórna leiknum. Vera rólegar á boltann, spila vel saman og vera aggressívar og verjast vel,“ sagði Bojana og bætti við að „það tókst ekki alveg strax í upphafi þar sem við fengum á okkur mark en eftir svona 25 mínútur í leiknum tókum við leikinn yfir.“ Spurð út í framhaldið var ekki að sjá að Bojana hefði teljandi áhyggjur af stöðu mála. „Fyrir utan síðasta leik á móti Keflavík erum við búnar að spila mjög vel. Áttum mjög góðan leik hér, leikmenn eru að koma til baka úr meiðslum þannig að þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Bojana og bætti að lokum við að „Það er hellingur eftir af mótinu, fullt af leikjum eftir og við þurfum bara að horfa fram á við og sækja fleiri stig.“Donni: Kannski smá lukka að við skyldum ná í stig Þjálfari Þór/KA, Donni Sigurðsson, var allt annað en ánægður með niðurstöðu leiks Þór/KA og KR. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. KR liðið var mjög gott og gerðu sitt mjög vel í dag. Við vorum í nýju kerfi í dag, smá tilraunastarfsemi, og það gekk bara engan veginn hjá okkur og KR liðið fékk urmul af færum,“ sagði Donni og bætti því við að „við fengum það svo sem líka í fyrri hálfleik en fengum svo bara eitt í seinni og skoruðum úr því.“ Þrátt fyrir vonbrigðin sagðist Donni þó vera ánægður með það að hafa náð stiginu í lokinn. KR konur komust yfir snemma í leiknum en eftir jöfnunarmark Þór/KA stjórnuðu þær leiknum algjörlega mest allan fyrri hálfleikinn. Aðspurður var Donni sammála því að eftir á að hyggja væri það mjög svekkjandi að hafa ekki nýtt þann kafla í leiknum betur. „Það kom mjög góður kafli eftir þeirra mark og við náum að jafna og fengum svo tvisvar, ef ekki þrisvar, einn á móti markmanni eftir það og það var virkilega fúlt að ná ekki að nýta eitthvað af því en eins og ég sagði þá fengu þær (KR) líka færi og við vorum kannski pínu heppnar þar.“ Donni sagði jafnframt að KR liðið hefði einfaldlega verið betra, heilt yfir, í leiknum í dag. „Þetta var hörkuleikur og KR liðið kannski heilt yfir betra í leiknum og eins og ég segi í lokin var það kannski smá lukka að við skyldum ná stigi.“ Það vakti athygli að Donni þurfti að skipta markverði sínum, Bryndísi Láru, af velli í hálfleik. Donni sagði ástæðuna vera meiðsli sem hafa plagað hana allt tímabilið. „Hún er að glíma við meiðsli í baki og það er mjög erfitt fyrir hana, hún er mjög verkjuð. Harpa leysti sitt svo sem mjög vel og við verðum bara að sjá hvað gerist svo í næsta leik og lekjum.“ Þór/KA eru í hálfgerðum eltingaleik við efstu tvö lið deildarinnar, Val og Breiðablik, sem virðast ætla að stinga af á toppnum. Donni segir þó enga uppgjöf vera hjá hans liði. „Eins og alltaf, alveg sama hvenær það er, þá ætlum við að reyna að vinna alla leiki og nú reynum við bara að vinna næsta leik og höldum áfram með þetta. Núna þurfum við heldur betur að treysta á önnur lið og önnur úrslit en við höldum bara áfram að einbeita okkur að því eins og við höfum alltaf gert,“ sagði Donni að lokum og rauk niður á Greifavöll til að lýsa leik KA og Víkinga í Pepsi Max deild karla.Katrín: Uppleggið var nú bara að vinna „Fyrst var það svekkelsi en svo ef ég lít kannski aðeins betur á leikinn að þá var margt jákvætt í leiknum og spiluðum mjög góðan leik þrátt fyrir úrslitin,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR eftir jafntefli við Þór/Ka fyrr í dag. KR konur mættu sprækar til leiks í upphafi og komust yfir áður en Þór/KA náðu tökum á leiknum en Katrín og félagar létu það ekki á sig fá og unnu sig aftur inn í leikinn áður en fyrri hálfleikur var allur. „Uppleggið var nú bara að vinna sko og gera allt miklu betra en við höfum gert. Við einblíndum aðeins á okkur í pásunni og hvað við getum gert betur, skoðað okkar leik. Fullt af hlutum sem við æfðum í fríinu sem er að koma fram núna.“ Það var ekki að sjá að í dag ættust við liðin í þriðja sæti og liðið sem vermir botnsæti deildarinnar. Aðspurð sagðist Katrín sjá KR liðið miklu ofar í deildinni. „Það er búið að ganga illa en miðað við þessa spilamennsku ættum við að geta verið ofar í töflunni í lok tímabilsins og ég held að við verðum það,“ sagði Katrín að lokum. Pepsi Max-deild kvenna
Það var boðið upp á fjörugan leik í 7. umferð Pepsi Max deildar kvenna á Þórsvellinum í dag þegar heimastúlkur í Þór/KA mættu KR. Það leit allt út fyrir að botnlið KR ætlaði að hirða öll þrjú stigin sem í boði voru en jöfnunarmark á lokamínútum leiksins varð til þess að liðin skiptu stigunum á milli sín þar sem leiknum lauk 2–2. Fyrsta færi leiksins leit dagsins ljós eftir um það bil 20 sekúndur. Hulda Björg átti þá flotta sendingu inn fyrir vörn Kr inga á Söndru Stephany en Birna Kristjánsdóttir í marki KR kom í veg fyrir að hún næði að skora. Áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir næsta færi. Það var KR kvenna. Ásdís Karen Halldórsdóttir komst þá inn á teig Þór/Ka og vippaði boltanum skemmtilega yfir Bryndísi Láru í markinu og kom þar með gestunum í forustu eftir rétt tæplega þriggja mínútna leik. Þór/KA létu það ekki á sig fá og sóttu stíft næstu mínútur. Það skilaði árangri því á níundu mínútu komst Þórdís Hrönn á skrið úti vinstra megin. Lagði boltan svo út í teig gestanna þar sem Sandra Stephany var í þann mund að skjóta boltanum í átt að marki þegar varnarmaður Kr brýtur klaufalega á henni og vítaspyrna dæmd. Sandra fór sjálf á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Í kjölfarið virtust heimastúlkur ætla að keyra yfir gestina og næstu 20 mínúturnar voru eign Þór/Ka. Þeim tókst hins vegar ekki að nýta sér það og áður en hálfleiknum lauk var eins og gestirnir vöknuðu til lífsins og voru líklegri aðilinn síðustu mínútur fyrri hálfleiks. Sömu sögu var að segja í upphafi síðari hálfleiks og fór það svo að Kr ingar náðu forustu á nýjan leik á 50. mínútu. Guðmunda Brynja fékk sendingu inn fyrir vörn Þór/KA og átti skot sem Harpa, varamarkvörður Þór/KA, varði vel. Katrín Ómarsdóttir var hins vegar fyrst að átta sig og skilaði frákastinu í markið og staðan orðin 1–2. Eftir annað mark Kr róaðist leikurinn verulega og fátt sem benti til þess að heimastúlkur næðu að jafna en á 87. mínútu barst boltinn á varamanninn Karen Maríu Sigurgeirsdóttir úti á vinstri kantinum. Hún tók boltann með sér inn á völlinn og skrúfaði hann snyrtilega í fjærhornið, 2–2. Bæði lið áttu góð færi eftir jöfnunarmarkið en tókst ekki að skora.Hverjar stóðu upp úr? Besti leikmaður vallarins í dag var klárlega Katrín Ómarsdóttir. Skoraði gott mark og kom sér oft og tíðum í góða stöðu. Gerði varnarmönnum Þórs/KA gríðarlega erfitt fyrir í dag og sýndi hvers megnug hún er. Stöllur hennar í framlínu Kr liðsins, þær Ásdís Karen og Guðmunda Brynja skiluðu sömuleiðis sínu og vel það. Hjá heimastúlkum var það Sandra Mayor sem sýndi hvað mest, þó aðallega í fyrri hálfleik.Hvað gerist næst? Þór/KA eiga stórleik í bikarnum næstu helgi þegar Valskonur mæta í Þorpið, laugardaginn 29. júní. Leikurinn liður í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Kr ingar eiga sömuleiðis bikarleik á föstudaginn næsta, 28. júní, þegar lið Tindastóls kemur í heimsókn í Vesturbæinn.Bojana: Hefði viljað fara heim með þrjú stig Bojana Besic, þjálfari KR, var sammála því að stigið væri gott sem hennar leikmenn sóttu til Akureyrar í dag. Hún var þó ekki ánægð með niðurstöðuna eftir frammistöðuna í leiknum. „Þetta er gott stig en ég er ekki ánægð með stig miðað við spilamennskuna í dag. Ég hefði viljað fara heim með þrjú stig.“ Bojana sagði jafnframt að uppleggið hafi verið að stjórna leiknum, sem þeim vissulega tókst á löngum köflum í dag. „Það sem okkur langaði að gera og það sem við gerðum í dag var að stjórna leiknum. Vera rólegar á boltann, spila vel saman og vera aggressívar og verjast vel,“ sagði Bojana og bætti við að „það tókst ekki alveg strax í upphafi þar sem við fengum á okkur mark en eftir svona 25 mínútur í leiknum tókum við leikinn yfir.“ Spurð út í framhaldið var ekki að sjá að Bojana hefði teljandi áhyggjur af stöðu mála. „Fyrir utan síðasta leik á móti Keflavík erum við búnar að spila mjög vel. Áttum mjög góðan leik hér, leikmenn eru að koma til baka úr meiðslum þannig að þetta er allt að koma hjá okkur,“ sagði Bojana og bætti að lokum við að „Það er hellingur eftir af mótinu, fullt af leikjum eftir og við þurfum bara að horfa fram á við og sækja fleiri stig.“Donni: Kannski smá lukka að við skyldum ná í stig Þjálfari Þór/KA, Donni Sigurðsson, var allt annað en ánægður með niðurstöðu leiks Þór/KA og KR. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. KR liðið var mjög gott og gerðu sitt mjög vel í dag. Við vorum í nýju kerfi í dag, smá tilraunastarfsemi, og það gekk bara engan veginn hjá okkur og KR liðið fékk urmul af færum,“ sagði Donni og bætti því við að „við fengum það svo sem líka í fyrri hálfleik en fengum svo bara eitt í seinni og skoruðum úr því.“ Þrátt fyrir vonbrigðin sagðist Donni þó vera ánægður með það að hafa náð stiginu í lokinn. KR konur komust yfir snemma í leiknum en eftir jöfnunarmark Þór/KA stjórnuðu þær leiknum algjörlega mest allan fyrri hálfleikinn. Aðspurður var Donni sammála því að eftir á að hyggja væri það mjög svekkjandi að hafa ekki nýtt þann kafla í leiknum betur. „Það kom mjög góður kafli eftir þeirra mark og við náum að jafna og fengum svo tvisvar, ef ekki þrisvar, einn á móti markmanni eftir það og það var virkilega fúlt að ná ekki að nýta eitthvað af því en eins og ég sagði þá fengu þær (KR) líka færi og við vorum kannski pínu heppnar þar.“ Donni sagði jafnframt að KR liðið hefði einfaldlega verið betra, heilt yfir, í leiknum í dag. „Þetta var hörkuleikur og KR liðið kannski heilt yfir betra í leiknum og eins og ég segi í lokin var það kannski smá lukka að við skyldum ná stigi.“ Það vakti athygli að Donni þurfti að skipta markverði sínum, Bryndísi Láru, af velli í hálfleik. Donni sagði ástæðuna vera meiðsli sem hafa plagað hana allt tímabilið. „Hún er að glíma við meiðsli í baki og það er mjög erfitt fyrir hana, hún er mjög verkjuð. Harpa leysti sitt svo sem mjög vel og við verðum bara að sjá hvað gerist svo í næsta leik og lekjum.“ Þór/KA eru í hálfgerðum eltingaleik við efstu tvö lið deildarinnar, Val og Breiðablik, sem virðast ætla að stinga af á toppnum. Donni segir þó enga uppgjöf vera hjá hans liði. „Eins og alltaf, alveg sama hvenær það er, þá ætlum við að reyna að vinna alla leiki og nú reynum við bara að vinna næsta leik og höldum áfram með þetta. Núna þurfum við heldur betur að treysta á önnur lið og önnur úrslit en við höldum bara áfram að einbeita okkur að því eins og við höfum alltaf gert,“ sagði Donni að lokum og rauk niður á Greifavöll til að lýsa leik KA og Víkinga í Pepsi Max deild karla.Katrín: Uppleggið var nú bara að vinna „Fyrst var það svekkelsi en svo ef ég lít kannski aðeins betur á leikinn að þá var margt jákvætt í leiknum og spiluðum mjög góðan leik þrátt fyrir úrslitin,“ sagði Katrín Ómarsdóttir, leikmaður KR eftir jafntefli við Þór/Ka fyrr í dag. KR konur mættu sprækar til leiks í upphafi og komust yfir áður en Þór/KA náðu tökum á leiknum en Katrín og félagar létu það ekki á sig fá og unnu sig aftur inn í leikinn áður en fyrri hálfleikur var allur. „Uppleggið var nú bara að vinna sko og gera allt miklu betra en við höfum gert. Við einblíndum aðeins á okkur í pásunni og hvað við getum gert betur, skoðað okkar leik. Fullt af hlutum sem við æfðum í fríinu sem er að koma fram núna.“ Það var ekki að sjá að í dag ættust við liðin í þriðja sæti og liðið sem vermir botnsæti deildarinnar. Aðspurð sagðist Katrín sjá KR liðið miklu ofar í deildinni. „Það er búið að ganga illa en miðað við þessa spilamennsku ættum við að geta verið ofar í töflunni í lok tímabilsins og ég held að við verðum það,“ sagði Katrín að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti