Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Sig­mundur yrði lík­lega skutlaður af Kristjáni Lofts­syni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er byrjaður í megrunarátaki. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ófyrirleitinn brandara samstarfsfélaga og stefnir á að prófa sjósund. Hann segist hræddur við nálar og því eigi megrunarlyf ekki við hann.

Lífið
Fréttamynd

Treystir Út­lendinga­stofnun full­kom­lega

Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í „meiri­háttar vand­ræðum“

Sjálfstæðisflokkurinn er í „meiriháttar vandræðum“ að sögn Eiríks Bergmanns prófessors í stjórnmálafræði. Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var í fyrradag, nemur stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn 17,2 prósentum en hann hefur aldrei mælst minni.

Innlent
Fréttamynd

Telur stöðu heims­mála hafa á­hrif á fylgið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna (VG) hefur áhyggjur af litlu fylgi flokksins. Hann segist ekki svartsýnn en telji að staðan í alþjóðamálum hafi áhrif á stuðning við stjórnarflokkana. Guðmundur hefur ekki ákveðið hvort hann bjóði sig fram til formanns á komandi landsþingi.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn taki „ó­við­unandi“ fylgi al­var­lega

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn taka því alvarlega að fylgið sé í kringum sautján prósent í síðustu könnunum. Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er flokkurinn með 17,2 prósenta fylgi en það hefur aldrei mælst minna.

Innlent
Fréttamynd

„Mýkri leiðir í hörðum heimi“

„Ég stend hér í dag með hjartað fullt af þakklæti, fyrir það traust sem mér og okkur hjónum er sýnt. Þakklát foreldrum mínum, sem gáfu mér gott veganesti út í lífið. Og ég er þakklát kjarkmiklu konunum sem sýndu mér ungri að aldri að með hugrekki og samtakamætti getum við hreyft við samfélaginu, og leitt framfarir.“

Innlent
Fréttamynd

Von á rúm­lega þrjú hundruð gestum við em­bættis­töku Höllu

Von er á rúmlega þrjú hundruð gestum við embættistöku forseta Íslands þegar Halla Tómasdóttir verður sett í embætti á morgun. Athöfnin verður með nokkuð hefðbundnu sniði, en þó með nokkrum undantekningum. Vegna öryggiskrafna Alþingis komast færri fyrir í þinghúsinu, og því munu sérstakir gestir Höllu fylgjast með úr nýbyggingu þinghússins, Smiðju.

Innlent
Fréttamynd

Þórarinn selur ekki sinn hlut í Bú­sæld

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að selja sinn hlut í Búsæld ehf. Heilmikil umræða varð um eignarhald hans og konu hans í félaginu þegar Kaupfélag Skagfirðinga keypti meirihluta hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“

Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lagið þurfi á börnum að halda

Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum.

Innlent
Fréttamynd

Hildur biður Sam­fylkinguna af­sökunar

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, biður Samfylkinguna afsökunar á rangfærslum í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið í dag. Í greininni segir hún Samfylkinguna ekki hafa komið á tólf mánaða fæðingarorlofi þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um að svo hafi verið, það reyndist ekki alveg rétt hjá henni

Innlent
Fréttamynd

Þau vilja ekki leysa vandann

Sú ákvörðun þingmanna stjórnarflokkanna að undanskilja vinnslustöðvar búvara öllum samkeppnisreglum hefur eðlilega valdið miklum deilum. Svo vægt sé til orða tekið. En hvers vegna veldur þessi ákvörðun slíku uppnámi? Ætla má að tvær ástæður liggi þar helst að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Segir dóm­greindar­leysi for­mannsins al­gert

Bubbi Morthens tónlistarmaður hefur blandað sér í funheita umræðu um hvort Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar hafi verið á réttu róli þegar hann, sem eigandi 0,6 prósents í Búsæld og þar með einn eigandi Kjarnafæðis, samþykkti lög sem heimiluðu sölu á Kjarnafæði til Kaupfélags Skagfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Um traust og van­traust

Traust er ein meginundirstaða viðskipta. Alþingi hefur í ýmsu tilliti stutt við bak einstaklinga og ýmissa hópa til að stuðla að jafnri stöðu í viðskiptum. Til grundvallar liggur sú hugmynd að jöfn staða stuðli að trausti og tilvist trausts liðki fyrir viðskiptum. Viðskipti eru meðal forsendna þróunar, framleiðni, nýsköpunar, tæknibreytinga o.fl.

Skoðun
Fréttamynd

Búið að af­vopna neyt­endur

Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 

Neytendur
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagt af hags­muna­aðilum og þeirra full­trúum á þingi

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Til stuðnings Krist­rúnu Frostadóttur

Nú býðst sósíaldemókrötum og vinstri mönnum að sameinast um ábyrga stefnu í útlendingamálum – og fleiri málum. Ekki er óhugsandi að einhverjum hafi þótt mál til komið.

Skoðun
Fréttamynd

For­maður atvinnuveganefndar á hlut í fé­laginu sem KS keypti

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg.

Viðskipti innlent