Ísland í dag - Tvíburarnir sem voru brúðargjöf komnir í heiminn!

Það vakti mikla athygli þegar Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og ræddi við ungu hjónin Rúnar Geirmundsson og Eyrúnu Telmu Jónsdóttur sem voru lengi búin að reyna að eignast barn en ekkert gekk og glasafrjóvgun á Íslandi var allt of dýr svo brúðkaupsgestirnir þeirra ákváðu að gefa þeim barn í brúðargjöf og þau fengu óvænt tvíbura! Og nú fór Vala og heimsótti þau með nýfædda brúðargjöfina það er að segja tvíburana. Þau hafa verið mjög reið og gagnrýnt harðlega hve dýrt er að fara í glasafrjóvgun hér á landi en ekki á hinum Norðurlöndunum. En í dag er komin ný löggjöf varðandi glasafrjóvgun og því hafa þau greinilega haft áhrif til góðs Og svo sjáum við einnig glæný tattú í andliti Rúnars en hann er annars með svokallað “body suit” þar sem allur hans líkami er þakinn tattú listaverkum, en tattú virðast vera þvílík tískubylgja um þessar mundir.

19784
11:37

Vinsælt í flokknum Ísland í dag