Ísland í dag - Vill ekki sjá langt fram í tímann
Ég ætla ekki að horfa langt fram í tímann enda vil ég lifa og einblína á það góða í lífi mínu með manninum mínum, börnunum og barnabörnunum, segir Vilborg Jónsdóttir sem greindist ung með Parkinson og vill upplýsa fólk um sjúkdóminn sem hún segir margar ranghugmyndir um. Um tíu milljónir eru greindir með Parkinsons í heiminum í dag, fleiri karlar eru með sjúkdóminn en konur, flestir eru yfir sextugt en þó er vitað um börn niður í 18 ára með sjúkdóminn. Saga Vilborgar í Íslandi í dag.