„Held að flestum finnist spennandi að fá þotuna“
Flugsamgöngur innanlands komust í eðlilegt horf í dag eftir miklar seinkanir og aflýsingar undanfarna daga. Stór farþegaþota fór langt með að hreinsa upp biðlistana þegar hún flutti hátt í fjögurhundruð farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða í gærkvöldi.