Veggjöld ekki útilokuð í höfuðborginni
Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki útilokað veggjöld í höfuðborginni og fær kynningu á útfærslu þeirra í næstu viku að sögn borgarstjóra. Nauðsynlegt sé að fá fjármagn í níutíu milljarða uppbyggingu á stofnbrautum og Borgarlínu í borginni.