Ísraelskir hermenn réðust á óvopnaða hjálparstarfsmenn
Myndband, sem sýnir síðustu mínútur palestínskra bráðaliða áður en þeir voru skotnir til bana, hefur vakið mikinn óhug. Eftir birtingu myndbandsins viðurkennir ísraelski herinn rangfærslur í frásögum hermanna, sem lugu til um aðdraganda árásarinnar og grófu líkin í fjöldagröf.