Ísland í dag - Kerfið verður að breytast!

Fer að verða kvíðavaldandi fyrir fólk að eignast börn vegna þess að það er ómögulegt að koma þeim fyrir nokkurs staðar að fæðingarorlofi loknu? Sylvía Briem Friðjóns er á því og skilur hreinlega ekki hvers vegna þessi mál eru alltaf vesen, kostnaðurinn og manneklan alltaf vandamál, allir alltaf sammála um að gera þurfi eitthvað, málið eigi að vera forgangsatriði en vandamálið alltaf til staðar. Við hittum athafnakonuna Sylvíu Briem Friðjóns og skulum byrja á byrjuninni: Hún eignaðist fyrsta soninn fyrir tæpum tíu árum, næsta fyrir fimm árum og þann þriðja fyrir aðeins fimm mánuðum. Já, nóg að gera og þessi hefur viðmiðin.

7247
13:38

Vinsælt í flokknum Ísland í dag